Alls ekkert ferðaveður á sunnudaginn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2022 12:55 Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. Vísir/Vilhelm Ekkert ferðaveður verður á landinu á sunnudaginn og eru landsmenn eindregið hvattir til að ferðast ekki landshluta á milli. Veðrið verður vest á norðan- og austanverðu landinu þar sem mikil úrkoma og hvassviðri munu ráða ríkjum. Skaplegt veður verður hins vegar á morgun og mánudag. Gulum viðvörunum sem gefnar voru út í gær á Norðurlandi vestra og eystra og Austurlandi hefur verið breytt í appelsínugular. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndu á Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka gildi á sunnudagsmorgun og vara yfir nóttina. Ekkert ferðaveður neins staðar Þó að appelsínugulu viðvaranirnar séu á norður- og austanverðu landinu á sunnudaginn verður ekkert ferðaveður um allt land. „Í rauninni hvergi á landinu því það er hvasst sunnanmegin á landinu og slæmt ferðaveður þar einnig en bara alls ekki á norðanverðu landinu,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Það er stormur á öllu landinu en það er mikil úrkoma á Norður- og Austurlandi. Stór hluti af þessaru úrkomu fellur sem slydda eða snjókoma sem skapar ófærð, búfénaður getur fennt í kaf og ísing getur komið á raflínur sem getur mögulega valdið rafmagnsleysi,“ segir Teitur. Á Norðurlandi eystra er spáð norðan átt 18 til 25 metrum á sekúndu með mikilli úrkomu, slyddu við ströndina, annars snjókomu. Miklar líkur eru á slydduísingu á innviði og vegi. Búast má við svipuðu veðri á Ströndum og Norðurlandi vestra og gefur Veðurstofan út nánast sömu viðvörun fyrir það svæði. Vindhraði þar gæti náð 18 til 23 metrum á sekúndu. Á Austurlandi er spáð norðvestanátt, 15 til 25 metrar á sekúndu. Búist er við mikilli rigningu eða slyddu en snjókomu á fjallvegum. Í viðbragðsstöðu Björgunarsveitir og almannavarnadeildir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins. Þar á bæ eru skilaboðin um að ekkert ferðaveður verði á landinu á sunndaginn. „Eins og stundum gerist þegar haustlægðirnar fara að koma þá er fólk misbúið undir þær. Eins og þú segir þá er alveg ljóst af veðurspá að það verður ekkert ferðaveður á sunnudaginn. Það er mjög mikilvægt að fólk fari eftir því, fylgist með veðurspánni. Hagi ferðum sínum samkvæmt því, sagði Jón Svanberg Hjartarson, fagstjóri aðgerðarmála hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra,“ í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Ísing gæti hlaðist á raflínustaura.Vísir Reikna má með að aðgerðastjórnir verði virkjaðar á þeim svæðum þar sem veðrið verður verst og ekki er ólíklegt að Samhæfingarmiðstöðin verði virkjuð í Reykjavík. „Á sunnudaginn sjálfan þá verður bara brjálað veður svo það sé sagt hreint út. Í úrkomunni, ég tala nú ekki um ef þetta verður orðið slydda og snjókoma, þá verður gríðarlega blint. Það ofan í mikið hvassviðri, yfir 20 metra vind, það segir sig sjálft að það er ekki hættulaust ferðaveður, langt í frá. Sérstaklega ekki fyrir stóra bíla, húsbíla, rútur eða bíla með eftirvagna.“ Ráðlagt að ferðast á morgun eða mánudaginn, ekki á sunnudaginn Teitur veðurfræðingur bendir á að á morgun og mánudag verði vel hægt að ferðast og því ráðlagt að nýta þá daga í ferðalög ef þurfa þykir, fremur en sunnudaginn. „Vestast á landinu sígur þetta verulega niður á sunnudagskvöld og svo aðfaranótt mánudags og fyrripart á mánudaginn er það á niðurleið á austanverðu landinu. Eftir hádegi á mánudag er bara komið ágætis veður um allt land. Það er alveg sæmilegt veður á morgun þannig að menn ættu að geta ferðast á morgun eða mánudag til að forða vandræðum.“ Veður Almannavarnir Samgöngur Tengdar fréttir Gulur verður að appelsínugulum um helgina Gulum viðvörunum sem gefnar voru út í gær á Norðurlandi vestra og eystra og Austurlandi hefur verið breytt í appelsínugular. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndu á Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka gildi á sunnudagsmorgun og vara yfir nóttina. 7. október 2022 09:22 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Sjá meira
Gulum viðvörunum sem gefnar voru út í gær á Norðurlandi vestra og eystra og Austurlandi hefur verið breytt í appelsínugular. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndu á Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka gildi á sunnudagsmorgun og vara yfir nóttina. Ekkert ferðaveður neins staðar Þó að appelsínugulu viðvaranirnar séu á norður- og austanverðu landinu á sunnudaginn verður ekkert ferðaveður um allt land. „Í rauninni hvergi á landinu því það er hvasst sunnanmegin á landinu og slæmt ferðaveður þar einnig en bara alls ekki á norðanverðu landinu,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Það er stormur á öllu landinu en það er mikil úrkoma á Norður- og Austurlandi. Stór hluti af þessaru úrkomu fellur sem slydda eða snjókoma sem skapar ófærð, búfénaður getur fennt í kaf og ísing getur komið á raflínur sem getur mögulega valdið rafmagnsleysi,“ segir Teitur. Á Norðurlandi eystra er spáð norðan átt 18 til 25 metrum á sekúndu með mikilli úrkomu, slyddu við ströndina, annars snjókomu. Miklar líkur eru á slydduísingu á innviði og vegi. Búast má við svipuðu veðri á Ströndum og Norðurlandi vestra og gefur Veðurstofan út nánast sömu viðvörun fyrir það svæði. Vindhraði þar gæti náð 18 til 23 metrum á sekúndu. Á Austurlandi er spáð norðvestanátt, 15 til 25 metrar á sekúndu. Búist er við mikilli rigningu eða slyddu en snjókomu á fjallvegum. Í viðbragðsstöðu Björgunarsveitir og almannavarnadeildir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins. Þar á bæ eru skilaboðin um að ekkert ferðaveður verði á landinu á sunndaginn. „Eins og stundum gerist þegar haustlægðirnar fara að koma þá er fólk misbúið undir þær. Eins og þú segir þá er alveg ljóst af veðurspá að það verður ekkert ferðaveður á sunnudaginn. Það er mjög mikilvægt að fólk fari eftir því, fylgist með veðurspánni. Hagi ferðum sínum samkvæmt því, sagði Jón Svanberg Hjartarson, fagstjóri aðgerðarmála hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra,“ í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Ísing gæti hlaðist á raflínustaura.Vísir Reikna má með að aðgerðastjórnir verði virkjaðar á þeim svæðum þar sem veðrið verður verst og ekki er ólíklegt að Samhæfingarmiðstöðin verði virkjuð í Reykjavík. „Á sunnudaginn sjálfan þá verður bara brjálað veður svo það sé sagt hreint út. Í úrkomunni, ég tala nú ekki um ef þetta verður orðið slydda og snjókoma, þá verður gríðarlega blint. Það ofan í mikið hvassviðri, yfir 20 metra vind, það segir sig sjálft að það er ekki hættulaust ferðaveður, langt í frá. Sérstaklega ekki fyrir stóra bíla, húsbíla, rútur eða bíla með eftirvagna.“ Ráðlagt að ferðast á morgun eða mánudaginn, ekki á sunnudaginn Teitur veðurfræðingur bendir á að á morgun og mánudag verði vel hægt að ferðast og því ráðlagt að nýta þá daga í ferðalög ef þurfa þykir, fremur en sunnudaginn. „Vestast á landinu sígur þetta verulega niður á sunnudagskvöld og svo aðfaranótt mánudags og fyrripart á mánudaginn er það á niðurleið á austanverðu landinu. Eftir hádegi á mánudag er bara komið ágætis veður um allt land. Það er alveg sæmilegt veður á morgun þannig að menn ættu að geta ferðast á morgun eða mánudag til að forða vandræðum.“
Veður Almannavarnir Samgöngur Tengdar fréttir Gulur verður að appelsínugulum um helgina Gulum viðvörunum sem gefnar voru út í gær á Norðurlandi vestra og eystra og Austurlandi hefur verið breytt í appelsínugular. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndu á Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka gildi á sunnudagsmorgun og vara yfir nóttina. 7. október 2022 09:22 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Sjá meira
Gulur verður að appelsínugulum um helgina Gulum viðvörunum sem gefnar voru út í gær á Norðurlandi vestra og eystra og Austurlandi hefur verið breytt í appelsínugular. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndu á Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka gildi á sunnudagsmorgun og vara yfir nóttina. 7. október 2022 09:22