Fimm sem verða að gera betur: „Þetta er dýr leikmaður“ Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 14:30 Egill Magnússon er á toppi listans. Hann mætir Gróttu á Seltjarnarnesi í kvöld. vísir/Diego Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson tók saman lista yfir þá fimm leikmenn sem helst af öllum þyrftu að gera betur, í Olís-deild karla í handbolta, miðað við frammistöðuna hingað til á tímabilinu. Fjórar umferðir eru búnar af deildinni og sú fimmta hefst í kvöld þar sem gefst kærkomið tækifæri fyrir mennina fimm á listanum til að sýna úr hverju þeir eru gerðir. Hér að neðan má sjá listann og rökstuðning Arnars Daða, og hægt er að hlusta á þáttinn neðst í greininni. Topp fimm leikmenn sem verða að gera betur 5. Marko Coric, línumaður, Fram „Þetta er atvinnumaður sem kemur hingað frá Bregenz. Það var mikið talað um hann, stærð hans og styrkleika, og hvar hann hefði spilað. Þetta er dýr leikmaður en þegar Þorvaldur Tryggvason er með betri skotnýtingu og gæti gert betur, þá er fénu betur varið í annað.“ 4. Tandri Már Konráðsson, skytta, Stjörnunni „Hann er búinn að eiga einn góðan leik af fjórum. Loksins hitti hann á góðan leik [í síðustu umferð] en Tandri verður að gera betur.“ 3. Árni Bragi Eyjólfsson, hornamaður/skytta, Aftureldingu „Leikmaðurinn sem skoraði ekki úr uppstilltum sóknarleik í 4. umferðinni, hefur verið í basli með skotnýtinguna og er í nýju hlutverki í Mosfellsbænum. Hann verður að gera betur og ef hann geri það fara stigin að hrannast inn í Mosfellsbænum.“ 2. Patrekur Stefánsson, miðjumaður, KA „Hann verður að bera meiri ábyrgð á því að tapa ekki boltanum. Hann tapaði boltanum fimm sinnum í síðasta leik, og var með núll mörk úr þremur skotum. Þetta er saga Patreks á þessu tímabili. Hann verður að stíga upp. Þeir [KA-menn] eru bara ekki með leikmenn til að bera þetta uppi. Einar Rafn [Eiðsson] getur ekki gert það einn.“ 1. Egill Magnússon, skytta, FH „Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Núll mörk úr sjö skotum gegn Fram. Tvö úr níu gegn Val og þrjú úr sjö gegn Stjörnunni, eftir að hafa verið meiddur á móti Aftureldingu. Egill Magnússon, farðu í naflaskoðun.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Handbolti Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
Fjórar umferðir eru búnar af deildinni og sú fimmta hefst í kvöld þar sem gefst kærkomið tækifæri fyrir mennina fimm á listanum til að sýna úr hverju þeir eru gerðir. Hér að neðan má sjá listann og rökstuðning Arnars Daða, og hægt er að hlusta á þáttinn neðst í greininni. Topp fimm leikmenn sem verða að gera betur 5. Marko Coric, línumaður, Fram „Þetta er atvinnumaður sem kemur hingað frá Bregenz. Það var mikið talað um hann, stærð hans og styrkleika, og hvar hann hefði spilað. Þetta er dýr leikmaður en þegar Þorvaldur Tryggvason er með betri skotnýtingu og gæti gert betur, þá er fénu betur varið í annað.“ 4. Tandri Már Konráðsson, skytta, Stjörnunni „Hann er búinn að eiga einn góðan leik af fjórum. Loksins hitti hann á góðan leik [í síðustu umferð] en Tandri verður að gera betur.“ 3. Árni Bragi Eyjólfsson, hornamaður/skytta, Aftureldingu „Leikmaðurinn sem skoraði ekki úr uppstilltum sóknarleik í 4. umferðinni, hefur verið í basli með skotnýtinguna og er í nýju hlutverki í Mosfellsbænum. Hann verður að gera betur og ef hann geri það fara stigin að hrannast inn í Mosfellsbænum.“ 2. Patrekur Stefánsson, miðjumaður, KA „Hann verður að bera meiri ábyrgð á því að tapa ekki boltanum. Hann tapaði boltanum fimm sinnum í síðasta leik, og var með núll mörk úr þremur skotum. Þetta er saga Patreks á þessu tímabili. Hann verður að stíga upp. Þeir [KA-menn] eru bara ekki með leikmenn til að bera þetta uppi. Einar Rafn [Eiðsson] getur ekki gert það einn.“ 1. Egill Magnússon, skytta, FH „Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Núll mörk úr sjö skotum gegn Fram. Tvö úr níu gegn Val og þrjú úr sjö gegn Stjörnunni, eftir að hafa verið meiddur á móti Aftureldingu. Egill Magnússon, farðu í naflaskoðun.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Handbolti Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira