Gera nýja Witcher og Cyberpunk leiki Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2022 16:09 Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins CD Projekt Red tilkynntu í gær fjölmörg verkefni sem eru í vinnslu hjá fyrirtækinu. Þrjú þeirra snúa að söguheimi Witcher og þar á meðal nýr þríleikur. Þá þróun framhalds Cyberpunk 2077 einnig tilkynnt og framleiðsla nýs leiks í nýjum söguheimi. Þetta kom fram í stöðuuppfærslu frá fyrirtækinu í gær, sem er aðallega fyrir fjárfesta og er ætlað að kynna starfsemi fyrirtækisins og að hverju þar er unnið. Meðal annars kom fram að forsvarsmenn fyrirtækisins ætla að opna útibú í Bandaríkjunum og gefa starfsmönnum möguleika á því að eignast hlutabréf í fyrirtækinu með því markmiði að laða að hæfileikaríkt starfsfólk og halda því. CDPR gaf út leikinn Cyberpunk 2077 árið 2020. Hann gerist í söguheimi þar sem stærðarinnar fyrirtæki stjórna öllu og tæknin hefur gert mönnum kleift að skipta út heilu líffærunum fyrir tæki, tól og vopn. Orion is a codename for our next Cyberpunk game, which will take the Cyberpunk franchise further and continue harnessing the potential of this dark future universe. pic.twitter.com/JoVbCf6jYZ— CD PROJEKT RED (@CDPROJEKTRED) October 4, 2022 Þó framleiðsla leiksins hafi staðið yfir í átta ár þegar hann kom fyrst út var leikurinn mjög svo óslípaður og innihélt fjölmarga galla. Ástandið var sérstaklega slæmt á eldri kynslóðum leikjatölva og var leikurinn um tíma fjarlægður úr stafrænum verslunum. Sjá einnig: Átta ára bið lokið en fjölmargir gallar koma niður á annars geggjuðum leik Cyberpunk hefur þó náð ákveðinni endurrisu á undanförnum vikum, samhliða lagfæringum og viðbótum við leikinn, auk nýrra teiknimyndaþátta Netflix sem gerast í sömu borg og leikurinn. Starfsmenn CDPR vinna að framleiðslu aukapakka við CP2077, sem kallast Phantom Liberty. Þar að auki á að gera nýjan framhaldsleik sem ber vinnuheitið Orion. Skrímsli og galdrakallar Leikirnir í söguheimi Witcher eru mjög vinsælir og þá sérstaklega sá þriðji í þríleiknum um Geralt frá Rivia. Þeir leikir gerast í söguheimi þar sem nokkrar víddir skullu saman. Við það strönduðu allskonar skrímsli, menn, dvergar, álfar og alls kyns verur saman í einum heimi með tilheyrandi deilum og átökum. Stökkbreyttir stríðsmenn flakka um heiminn og drepa skrímsli fyrir peninga. Geralt er einn af þeim. CDPR opinberaði í gær að verið væri að gera nýjan þríleik úr þessum söguheimi. Þennan þríleik á að gefa út yfir sex ára tímabil í framtíðinni. Þeir leikir, og aðrir, verða gerðir með Unreal 5 grafíkvélinni. Þar að auki væri verið að gera nýjan leik sem innihéldi bæði fjöl- og einspilun en sá leikur ber vinnuheitið Sirius. Einnig var opinberað að utanaðkomandi fyrirtæki væri að vinna að nýjum leik í söguheiminum sem kæmi sögum CDPR ekkert við. Sá leikur ber vinnuheitið Canis Majoris. Ekkert var talað um uppfærslu á Witcher 3 sem fyrirtækið er sagt hafa unnið að um nokkuð skeið. Virðið hefur dregist verulega saman Samkvæmt sölutölum CDPR hefur fyrirtækið selt um tuttugu milljónir eintaka af Cyberpunk 2077 og rúmlega 65 milljónir eintaka af Witcher-leikjum. Í frétt CNBC segir að virði hlutabréfa CD Projekt RED hafi hækkað í kjölfar stöðuuppfærslunnar. Um tíma hafi virðið hækkað um níu prósent. Þrátt fyrir þá hækkun er virðið um fjörutíu prósentum lægra en það var í upphafi árs. Áhugasamir geta horft á stöðuuppfærsluna í heild sinni hér að neðan. Leikjavísir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Þetta kom fram í stöðuuppfærslu frá fyrirtækinu í gær, sem er aðallega fyrir fjárfesta og er ætlað að kynna starfsemi fyrirtækisins og að hverju þar er unnið. Meðal annars kom fram að forsvarsmenn fyrirtækisins ætla að opna útibú í Bandaríkjunum og gefa starfsmönnum möguleika á því að eignast hlutabréf í fyrirtækinu með því markmiði að laða að hæfileikaríkt starfsfólk og halda því. CDPR gaf út leikinn Cyberpunk 2077 árið 2020. Hann gerist í söguheimi þar sem stærðarinnar fyrirtæki stjórna öllu og tæknin hefur gert mönnum kleift að skipta út heilu líffærunum fyrir tæki, tól og vopn. Orion is a codename for our next Cyberpunk game, which will take the Cyberpunk franchise further and continue harnessing the potential of this dark future universe. pic.twitter.com/JoVbCf6jYZ— CD PROJEKT RED (@CDPROJEKTRED) October 4, 2022 Þó framleiðsla leiksins hafi staðið yfir í átta ár þegar hann kom fyrst út var leikurinn mjög svo óslípaður og innihélt fjölmarga galla. Ástandið var sérstaklega slæmt á eldri kynslóðum leikjatölva og var leikurinn um tíma fjarlægður úr stafrænum verslunum. Sjá einnig: Átta ára bið lokið en fjölmargir gallar koma niður á annars geggjuðum leik Cyberpunk hefur þó náð ákveðinni endurrisu á undanförnum vikum, samhliða lagfæringum og viðbótum við leikinn, auk nýrra teiknimyndaþátta Netflix sem gerast í sömu borg og leikurinn. Starfsmenn CDPR vinna að framleiðslu aukapakka við CP2077, sem kallast Phantom Liberty. Þar að auki á að gera nýjan framhaldsleik sem ber vinnuheitið Orion. Skrímsli og galdrakallar Leikirnir í söguheimi Witcher eru mjög vinsælir og þá sérstaklega sá þriðji í þríleiknum um Geralt frá Rivia. Þeir leikir gerast í söguheimi þar sem nokkrar víddir skullu saman. Við það strönduðu allskonar skrímsli, menn, dvergar, álfar og alls kyns verur saman í einum heimi með tilheyrandi deilum og átökum. Stökkbreyttir stríðsmenn flakka um heiminn og drepa skrímsli fyrir peninga. Geralt er einn af þeim. CDPR opinberaði í gær að verið væri að gera nýjan þríleik úr þessum söguheimi. Þennan þríleik á að gefa út yfir sex ára tímabil í framtíðinni. Þeir leikir, og aðrir, verða gerðir með Unreal 5 grafíkvélinni. Þar að auki væri verið að gera nýjan leik sem innihéldi bæði fjöl- og einspilun en sá leikur ber vinnuheitið Sirius. Einnig var opinberað að utanaðkomandi fyrirtæki væri að vinna að nýjum leik í söguheiminum sem kæmi sögum CDPR ekkert við. Sá leikur ber vinnuheitið Canis Majoris. Ekkert var talað um uppfærslu á Witcher 3 sem fyrirtækið er sagt hafa unnið að um nokkuð skeið. Virðið hefur dregist verulega saman Samkvæmt sölutölum CDPR hefur fyrirtækið selt um tuttugu milljónir eintaka af Cyberpunk 2077 og rúmlega 65 milljónir eintaka af Witcher-leikjum. Í frétt CNBC segir að virði hlutabréfa CD Projekt RED hafi hækkað í kjölfar stöðuuppfærslunnar. Um tíma hafi virðið hækkað um níu prósent. Þrátt fyrir þá hækkun er virðið um fjörutíu prósentum lægra en það var í upphafi árs. Áhugasamir geta horft á stöðuuppfærsluna í heild sinni hér að neðan.
Leikjavísir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira