„Ég hef bullandi áhyggjur af KA“ Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2022 13:01 Frá síðasta tímabili eru aðeins þeir Nicholas Satchwell og Einar Rafn Eiðsson að spila fyrir KA á þessari leiktíð en Ólafur Gústafsson snýr væntanlega aftur eftir áramót, þegar hann jafnar sig af meiðslum. Stöð 2 Sport Handboltasérfræðingarnir í Handkastinu veltu fyrir sér stöðu og stefnu KA sem missti sterka leikmenn í sumar eftir að hafa fallið úr leik í 8-liða úrslitum Olís-deildarinnar í fyrra. Þeir telja að markmið KA hljóti aðeins að vera að halda sér í Olís-deildinni. KA hefur fengið þrjú stig í fyrstu fjórum umferðum Olís-deildarinnar í vetur en átti ekki möguleika gegn Val í síðasta leik og tapaði 26-18. Liðið ætti hins vegar að eiga góða möguleika á sigri á morgun, á heimavelli gegn ÍR. Finnst eins og Einar Rafn sitji einn eftir í súpunni Fyrir síðustu leiktíð fékk KA þrjá afar öfluga leikmenn í þeim Óðni Þór Ríkharðssyni, sem varð markakóngur og valinn besti leikmaður síðasta tímabils, Arnari Frey Ársælssyni og Einari Rafni Eiðssyni. Óðinn er nú farinn í atvinnumennsku og Arnar Freyr til Stjörnunnar. „Núna finnst mér eins og Einar Rafn sitji einn eftir í súpunni. Ég hef ekkert fyrir mér í því en mín tilfinning er sú að hann elski þetta ekkert. Svo missa þeir Ólaf Gústafsson rétt fyrir tímabilið og ég næ því ekki af hverju gæinn var ekki farinn í aðgerð í maí. Það er ekkert smáhögg fyrir þá að missa þristinn út,“ sagði Hrannar Guðmundsson sem ásamt Guðjóni Guðmundssyni mætti í Handkastið til Arnars Daða Arnarssonar. Hér að neðan má hlusta á þáttinn en umræðan um KA hefst eftir 21 mínútu og 40 sekúndur. KA hefur einnig misst línumanninn Pætur Mikkjalsson og Jón Heiðar Sigurðsson frá síðustu leiktíð. Fáránlegt að spá KA öðru en tíunda sæti? Guðjón benti á að Valur hefði ekki átt góðan leik en samt unnið KA með sannfærandi hætti: „Ég sá viðtal við Jónatan [Magnússon, þjálfara KA] fyrir leik og maður sá að hann hafði ekki nokkra trú á því að liðið ætti möguleika í leikinn á móti Val. Þetta er auðvitað afar slæmt. Leikmennirnir vissu þetta greinilega líka,“ sagði Guðjón. „Ég hef bullandi áhyggjur af KA,“ sagði Arnar Daði og fór yfir hvernig lið KA hefði breyst frá síðustu leiktíð sem þó var ekkert frábær, þó að KA hafi reyndar komist í úrslitaleik bikarkeppninnar. „Með Arnar Frey, Óla Gúst, Jón Heiðar, Patrek, Einar Rafn, Allan, Óðinn, Pætur og Birgi þá endaði KA einu stigi frá 10. sæti í fyrra. Það var ekki meira varið í þetta en það. Er ekki fáránlegt að spá KA einhverju öðru en 10. sæti?“ spurði Arnar Daði sem reiknar með því að Hörður og ÍR endi í tveimur neðstu sætunum. Hrannar benti á að ekki væru bara sterkir leikmenn farnir frá KA heldur miklir karakterar. „Miðað við það sem ég hef séð hlýtur markmið KA bara að vera að halda sér í deildinni. Ef að þeir fá ekki Óla Gúst inn þá verður þetta brekka alla leið,“ sagði Guðjón en umræðuna má heyra í þættinum hér að ofan. Olís-deild karla KA Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Sjá meira
KA hefur fengið þrjú stig í fyrstu fjórum umferðum Olís-deildarinnar í vetur en átti ekki möguleika gegn Val í síðasta leik og tapaði 26-18. Liðið ætti hins vegar að eiga góða möguleika á sigri á morgun, á heimavelli gegn ÍR. Finnst eins og Einar Rafn sitji einn eftir í súpunni Fyrir síðustu leiktíð fékk KA þrjá afar öfluga leikmenn í þeim Óðni Þór Ríkharðssyni, sem varð markakóngur og valinn besti leikmaður síðasta tímabils, Arnari Frey Ársælssyni og Einari Rafni Eiðssyni. Óðinn er nú farinn í atvinnumennsku og Arnar Freyr til Stjörnunnar. „Núna finnst mér eins og Einar Rafn sitji einn eftir í súpunni. Ég hef ekkert fyrir mér í því en mín tilfinning er sú að hann elski þetta ekkert. Svo missa þeir Ólaf Gústafsson rétt fyrir tímabilið og ég næ því ekki af hverju gæinn var ekki farinn í aðgerð í maí. Það er ekkert smáhögg fyrir þá að missa þristinn út,“ sagði Hrannar Guðmundsson sem ásamt Guðjóni Guðmundssyni mætti í Handkastið til Arnars Daða Arnarssonar. Hér að neðan má hlusta á þáttinn en umræðan um KA hefst eftir 21 mínútu og 40 sekúndur. KA hefur einnig misst línumanninn Pætur Mikkjalsson og Jón Heiðar Sigurðsson frá síðustu leiktíð. Fáránlegt að spá KA öðru en tíunda sæti? Guðjón benti á að Valur hefði ekki átt góðan leik en samt unnið KA með sannfærandi hætti: „Ég sá viðtal við Jónatan [Magnússon, þjálfara KA] fyrir leik og maður sá að hann hafði ekki nokkra trú á því að liðið ætti möguleika í leikinn á móti Val. Þetta er auðvitað afar slæmt. Leikmennirnir vissu þetta greinilega líka,“ sagði Guðjón. „Ég hef bullandi áhyggjur af KA,“ sagði Arnar Daði og fór yfir hvernig lið KA hefði breyst frá síðustu leiktíð sem þó var ekkert frábær, þó að KA hafi reyndar komist í úrslitaleik bikarkeppninnar. „Með Arnar Frey, Óla Gúst, Jón Heiðar, Patrek, Einar Rafn, Allan, Óðinn, Pætur og Birgi þá endaði KA einu stigi frá 10. sæti í fyrra. Það var ekki meira varið í þetta en það. Er ekki fáránlegt að spá KA einhverju öðru en 10. sæti?“ spurði Arnar Daði sem reiknar með því að Hörður og ÍR endi í tveimur neðstu sætunum. Hrannar benti á að ekki væru bara sterkir leikmenn farnir frá KA heldur miklir karakterar. „Miðað við það sem ég hef séð hlýtur markmið KA bara að vera að halda sér í deildinni. Ef að þeir fá ekki Óla Gúst inn þá verður þetta brekka alla leið,“ sagði Guðjón en umræðuna má heyra í þættinum hér að ofan.
Olís-deild karla KA Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Sjá meira