Gaf mark og fékk svo glórulaust rautt spjald: „Þetta er hræðilegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. október 2022 13:30 Antonio Adán gengur niðurlútur af velli eftir að hafa fengið reisupassann. EPA-EFE/Guillaume Horcajuelo Antonio Adán, markvörður Sporting frá Lissabon, hefur átt betri daga en í gær. Hann gaf Marseille mark og fékk svo beint rautt spjald fyrir að handleika knöttinn utan teigs í 4-1 tapi Sporting í Frakklandi í Meistaradeild Evrópu. Sporting var með fullt hús stiga í D-riðli keppninnar fyrir leik gærkvöldsins en Marseille var á botni riðilsins án stiga. Portúgalska liðið gat því farið langt með að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum með sigri en Marseille þurfti þrjú stig til að halda vonum sínum á lífi. Sporting komst yfir í leiknum með marki Trincao á fyrstu mínútu en Alexis Sánchez jafnaði fyrir Marseille á 13. mínútu þegar Adan sparkaði boltanum í hann og inn. Adan var þá illa staðsettur í öðru marki Marseille þremur mínútum síðar og fékk svo rautt spjald fyrir að handleika knöttinn rúmum metra yfir utan teig á 23. mínútu. Franco Israel kom inn í markið í kjölfarið en tíu leikmönnum Sporting tókst ekki að koma í veg fyrir tvö mörk franska liðsins til viðbótar. Klippa: Meistaradeildarmörk: Antonio Adán „Adán ekki lengi í paradís“ Leikurinn var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum í gær, þar sem allir leikir gærkvöldsins voru gerðir upp. „Þetta er hræðilegt. Það er ekki eins og hann hafi ekki nægan tíma,“ segir Pálmi Rafn Pálmason um atvikið þegar Adán gaf Sánchez mark. „Nei, það er ekki eins og Sánchez poppi allt í einu upp þarna,“ segir Albert Brynjar Ingason. „Það má segja að Adán hafi ekki verið lengi í paradís,“ sagði Pálmi Rafn þá og fékk hæstu einkunn frá þáttastjórnandanum Kjartani Atla Kjartanssyni fyrir það orðagrín. Atvikin úr leiknum og umræðuna úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum að ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Portúgalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira
Sporting var með fullt hús stiga í D-riðli keppninnar fyrir leik gærkvöldsins en Marseille var á botni riðilsins án stiga. Portúgalska liðið gat því farið langt með að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum með sigri en Marseille þurfti þrjú stig til að halda vonum sínum á lífi. Sporting komst yfir í leiknum með marki Trincao á fyrstu mínútu en Alexis Sánchez jafnaði fyrir Marseille á 13. mínútu þegar Adan sparkaði boltanum í hann og inn. Adan var þá illa staðsettur í öðru marki Marseille þremur mínútum síðar og fékk svo rautt spjald fyrir að handleika knöttinn rúmum metra yfir utan teig á 23. mínútu. Franco Israel kom inn í markið í kjölfarið en tíu leikmönnum Sporting tókst ekki að koma í veg fyrir tvö mörk franska liðsins til viðbótar. Klippa: Meistaradeildarmörk: Antonio Adán „Adán ekki lengi í paradís“ Leikurinn var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum í gær, þar sem allir leikir gærkvöldsins voru gerðir upp. „Þetta er hræðilegt. Það er ekki eins og hann hafi ekki nægan tíma,“ segir Pálmi Rafn Pálmason um atvikið þegar Adán gaf Sánchez mark. „Nei, það er ekki eins og Sánchez poppi allt í einu upp þarna,“ segir Albert Brynjar Ingason. „Það má segja að Adán hafi ekki verið lengi í paradís,“ sagði Pálmi Rafn þá og fékk hæstu einkunn frá þáttastjórnandanum Kjartani Atla Kjartanssyni fyrir það orðagrín. Atvikin úr leiknum og umræðuna úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum að ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Portúgalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira