Einar í bann fyrir að vega að heilindum eigin leikmanns Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2022 15:52 Misheppnað grín Einars Jónssonar kostaði hann eins leiks bann. vísir/hulda margrét Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Einar Jónsson, þjálfara karlaliðs Fram í handbolta, í eins leiks bann vegna ummæla hans eftir leikinn gegn FH á föstudaginn. Einar lét ummælin falla í viðtali við Vísi eftir leikinn í Kaplakrika, er hann var spurður út í rauða spjaldið sem Þorsteinn Gauti Hjálmarsson fékk fyrir að kasta boltanum í andlit Birgis Más Birgissonar beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn. „Gauti bombar í andlitið á honum, ég held hann þoli ekki þennan gaur þannig að ég skil það vel að hann hafi bombað í andlitið á honum,“ sagði Einar meðal annars í viðtalinu. Framkvæmdastjóri HSÍ vísaði ummælunum til aganefndar sem dæmdi hann í eins leiks bann. Að mati aganefndarinnar veittist Einar að heilindum og háttvísi Þorsteins Gauta. Nefndin taldi ennfremur að ummælin hafi verið til þess fallin að gera lítið úr umræðuna innan íþróttahreyfingarinnar um alvarleika höfuðmeiðsla. Engu hafi breytt þótt ummælin hafi verið sett fram í háði eða spotti. Úrskurð aganefndar HSÍ má sjá með því að smella hér. Einar baðst afsökunar á ummælum sínum í gær þar sem hann tiltók að þau hafi verið sett fram í gríni og þeim hafi ekki verið ætlað að særa neinn. „Vegna ummæla sem ég viðhafði eftir leik FH-Fram. Ég vil koma á framfæri afsökunarbeiðni til allra hlutaðeigandi aðila. Þau ummæli sem ég viðhafði voru sögð í gríni og áttu ekki að særa neinn. Hins vegar geta höfuðmeiðsl verið mjög alvarleg og ekki til þess að tala um af léttúð,“ segir í yfirlýsingunni frá Einari. Einar tekur út leikbann þegar Fram tekur á móti Íslands-, bikar- og deildarmeisturum Vals í Olís-deildinni á föstudaginn. Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu, var einnig dæmdur í eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í tapinu fyrir Aftureldingu. Hann verður því fjarri góðu gamni þegar Grótta tekur á móti FH á fimmtudaginn. Olís-deild karla Fram FH Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Einar lét ummælin falla í viðtali við Vísi eftir leikinn í Kaplakrika, er hann var spurður út í rauða spjaldið sem Þorsteinn Gauti Hjálmarsson fékk fyrir að kasta boltanum í andlit Birgis Más Birgissonar beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn. „Gauti bombar í andlitið á honum, ég held hann þoli ekki þennan gaur þannig að ég skil það vel að hann hafi bombað í andlitið á honum,“ sagði Einar meðal annars í viðtalinu. Framkvæmdastjóri HSÍ vísaði ummælunum til aganefndar sem dæmdi hann í eins leiks bann. Að mati aganefndarinnar veittist Einar að heilindum og háttvísi Þorsteins Gauta. Nefndin taldi ennfremur að ummælin hafi verið til þess fallin að gera lítið úr umræðuna innan íþróttahreyfingarinnar um alvarleika höfuðmeiðsla. Engu hafi breytt þótt ummælin hafi verið sett fram í háði eða spotti. Úrskurð aganefndar HSÍ má sjá með því að smella hér. Einar baðst afsökunar á ummælum sínum í gær þar sem hann tiltók að þau hafi verið sett fram í gríni og þeim hafi ekki verið ætlað að særa neinn. „Vegna ummæla sem ég viðhafði eftir leik FH-Fram. Ég vil koma á framfæri afsökunarbeiðni til allra hlutaðeigandi aðila. Þau ummæli sem ég viðhafði voru sögð í gríni og áttu ekki að særa neinn. Hins vegar geta höfuðmeiðsl verið mjög alvarleg og ekki til þess að tala um af léttúð,“ segir í yfirlýsingunni frá Einari. Einar tekur út leikbann þegar Fram tekur á móti Íslands-, bikar- og deildarmeisturum Vals í Olís-deildinni á föstudaginn. Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu, var einnig dæmdur í eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í tapinu fyrir Aftureldingu. Hann verður því fjarri góðu gamni þegar Grótta tekur á móti FH á fimmtudaginn.
Olís-deild karla Fram FH Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira