„Falskt öryggi“ fyrir íbúa á Hofsósi og í Varmahlíð Atli Ísleifsson skrifar 4. október 2022 08:42 Slökkviliðsbíll Brunavarna Skagafjarðar sem staðsettur er á Sauðárkróki. Brunavarnir Skagafjarðar Mjög erfiðlega hefur gengið að manna útstöð Brunavarna Skagafjarðar á Hofsósi og er stöðin nær óstarfhæf og gefur falskt öryggi fyrir íbúa á svæðinu. Þetta kemur fram í bókun byggðarráðs Skagafjarðar, en Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri mætti á fund ráðsins í síðustu viku til að ræða framtíð og skipulag slökkviliðsmála í umdæminu. Fram kom að mjög erfiðlega hafi gengið að manna útstöð slökkviliðsins á Hofsósi undanfarin ár svo ásættanlegt sé, með tilliti til viðbragðs og þjónustu sem slík mönnun krefst. Búið sé að auglýsa ítrekað eftir mannskap án árangurs og sé svo komið að útkallseiningin er nær óstarfhæf og gefur falskt öryggi fyrir íbúa á þjónustusvæðinu. Þó kemur fram að slökkviliðsbíllinn á Hofsósi sé í góðu lagi. Ónýtur slökkviliðsbíll í Varmahlíð Hið sama sé þó ekki uppi á teningnum í Varmahlíð. Þar sé slökkviliðsbíllinn ónýtur og megi því segja að báðar útfallseiningarnar – á Hofsósi og í Varmahlíð – séu óstarfhæfar í dag. Fjarlægðin milli Hofsóss og Sauðárkróks, þar sem næstu starfhæfu slökkviliðsstöð sé að finna, er um 36 kílómetrar, en milli Varmahlíðar og Sauðárkróks um 25 kílómetrar. Frá Varmahlíð í Sveitarfélaginu Skagafirði.Vísir/Vilhelm Bíllinn fluttur í Varmahlíð? Byggðarráð veltir því upp hvort rétt sé að flytja slökkviliðsbílinn á Hofsósi til Varmahlíðar, eða þá kaupa nýjan bíl. Til að það gerist verði þó að tryggja að mönnun verði á Hofsósi. Í bókun byggðarráðs Skagafjarðar segir að ráðið hafi áhyggjur af stöðu mála og feli sveitarstjóranum Sigfúsi Inga Sigfússyni og Svavari Atla slökkviliðsstjóra að vinna að tillögu í málinu. Skagafjörður Slökkvilið Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Þetta kemur fram í bókun byggðarráðs Skagafjarðar, en Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri mætti á fund ráðsins í síðustu viku til að ræða framtíð og skipulag slökkviliðsmála í umdæminu. Fram kom að mjög erfiðlega hafi gengið að manna útstöð slökkviliðsins á Hofsósi undanfarin ár svo ásættanlegt sé, með tilliti til viðbragðs og þjónustu sem slík mönnun krefst. Búið sé að auglýsa ítrekað eftir mannskap án árangurs og sé svo komið að útkallseiningin er nær óstarfhæf og gefur falskt öryggi fyrir íbúa á þjónustusvæðinu. Þó kemur fram að slökkviliðsbíllinn á Hofsósi sé í góðu lagi. Ónýtur slökkviliðsbíll í Varmahlíð Hið sama sé þó ekki uppi á teningnum í Varmahlíð. Þar sé slökkviliðsbíllinn ónýtur og megi því segja að báðar útfallseiningarnar – á Hofsósi og í Varmahlíð – séu óstarfhæfar í dag. Fjarlægðin milli Hofsóss og Sauðárkróks, þar sem næstu starfhæfu slökkviliðsstöð sé að finna, er um 36 kílómetrar, en milli Varmahlíðar og Sauðárkróks um 25 kílómetrar. Frá Varmahlíð í Sveitarfélaginu Skagafirði.Vísir/Vilhelm Bíllinn fluttur í Varmahlíð? Byggðarráð veltir því upp hvort rétt sé að flytja slökkviliðsbílinn á Hofsósi til Varmahlíðar, eða þá kaupa nýjan bíl. Til að það gerist verði þó að tryggja að mönnun verði á Hofsósi. Í bókun byggðarráðs Skagafjarðar segir að ráðið hafi áhyggjur af stöðu mála og feli sveitarstjóranum Sigfúsi Inga Sigfússyni og Svavari Atla slökkviliðsstjóra að vinna að tillögu í málinu.
Skagafjörður Slökkvilið Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira