Flottir sjóbirtingar að veiðast víða Karl Lúðvíksson skrifar 3. október 2022 08:34 Flottur sjóbirtingur úr Tungulæk. Mynd: Tungulækur FB Núna þegar flestar laxveiðiárnar eru búnar að loka fyrir veiði eru veiðimenn farnir að beina sjónum sínum að sjóbirtingsveiði en hún er oftar en ekki best á þessum árstíma. Núna er sjóbirtingurinn að ganga í árnar og við erum að heyra af vænum birtingum ansi víða. Það þarf ekki að fara lengra en í Varmá en þar hafa verið að veiðast mjög vænir sjóbirtingar, 70-80 sm og nokkrir sem fullyrt er að hafa verið stærri en það sloppið af færi veiðimanna. Í Tungulæk er líka búin að vera góð veiði og það sem við höfum frétt úr Vatnamótum og Tungufljóti lofar líka góðu. Veður hefur verið veiðimönnum erfitt í september en vonandi verður október betri en það er bara fátt eins gaman og krefjandi á sama tíma eins og að kasta flugu í oft köldu og vindasömu veðri til að freista þess að glíma við væna sjóbirtinga. Þetta er veiði fyrir harðjaxla. Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Laxá á Ásum er besta á sumarsins Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði
Núna er sjóbirtingurinn að ganga í árnar og við erum að heyra af vænum birtingum ansi víða. Það þarf ekki að fara lengra en í Varmá en þar hafa verið að veiðast mjög vænir sjóbirtingar, 70-80 sm og nokkrir sem fullyrt er að hafa verið stærri en það sloppið af færi veiðimanna. Í Tungulæk er líka búin að vera góð veiði og það sem við höfum frétt úr Vatnamótum og Tungufljóti lofar líka góðu. Veður hefur verið veiðimönnum erfitt í september en vonandi verður október betri en það er bara fátt eins gaman og krefjandi á sama tíma eins og að kasta flugu í oft köldu og vindasömu veðri til að freista þess að glíma við væna sjóbirtinga. Þetta er veiði fyrir harðjaxla.
Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Laxá á Ásum er besta á sumarsins Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði