3. umferð CS:GO lokið – Þór og Dusty á toppnum Snorri Rafn Hallsson skrifar 1. október 2022 13:01 3. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk með sigri Breiðabliks á Viðstöðu. Leikir vikunnar Þór 16 – 14 Fylkir Þór lék í þriðja sinn í Ancient og voru þar algjörlega á heimavelli gegn Fylki. Liðið vann 9 lotur í röð og var Dabbehhh í fantaformi með 21 fellu í fyrri hálfleik. Fylkir saxaði á forskotið undir lokin þegar þeir róuðu leik sinn örlítið og Brnr fékk almennileg tækifæri. Síðari hálfleikur var mun jafnari. Þór vann fyrstu tvær loturnar en átti svo afar erfitt með að verja sprengjuna frá aftengingum Fylkis. Trekk í trekk stillti Fylkir upp í stórgóðar endurtökur og hvorki gekk né rak hjá Þór. Fylkir var því einungis einni lotu frá því að jafna þegar Dabbehhh kláraði 30. lotuna með stæl, rauf 30 fellu múrinn og tryggði Þór stigin 2 fyrir leikinn. Ármann 3 – 16 Dusty Dusty hreinlega slátraði liði Ármanns í Inferno á þriðjudaginn. Fyrsta lotan var glæsileg þar sem Vargur hafði betur gegn StebbaC0C0 og tryggði Ármanni sitt fyrsta stig í leiknum. Dusty vann aftur á móti 10 lotur í röð í fyrri hálfleiks þars sem StebbiC0C0 og Bóndi öttu kappi um hver felldi fleiri ísbirni. Dusty ofmetnaðist aldrei heldur lék öruggt og yfirvegað. Ármann náði aðeins einu stigi í síðari hálfleik og sigurinn því auðveldur og fljótlegur fyrir Dusty sem heldur toppsætinu fyrir vikið. LAVA 16 – 14 TEN5ION LAVA fór snemma framúr TEN5ION með sigri í fyrstu 6 lotunum en TEN5ION bætti um betur og tók 7 lotur í röð. Fyrri hálfleikur var þannig mjög kaflaskiptur þar sem Hugo fór fyrir þéttri vörn TEN5ION. Í síðari hálfleik skiptust liðin á lotum, TEN5ION komst yfir 14–12 en með yfirveguðum endurtökum með Stalz í fararbroddi hindraði LAVA að sprengjur TEN5ION springju og vann LAVA því að lokum. NÚ 9 – 16 SAGA SAGA náði snemma yfirhöndinni í leiknum þar sem NÚ tókst ekki að tengja saman lotur fyrr en undir lok fyrri hálfleiks. NÚ átti því afar erfitt uppdráttar og auk þess að vinna síðustu þrjar lotur fyrri hálfleiks tók SAGA líka fyrstu fjórar í þeim seinni. Liðið fór hratt um kortið, hélt vopnum sínum og sótti beitt með Zerq fremstan í flokki en Skoon fylgdi fast á hæla hans og lét fellurnar telja. Breiðablik 16 – 9 Viðstöðu Flott tilþrif frá Furious, Sax og Viruz tryggðu Breiðablik þriggja lotu forskot í upphafi en með stórgóðum tímasetningum og hittni sneri lið Viðstöðu vörn í sókn og komst í 6–3. Fyrri hálfleikur var því jafn en kaflaskiptur og oft mátti litlu muna að lotur færu öðuvísi en þær gerðu. Aðra sögu er þó að segja af síðari hálfleik. Hann hófst á 8 lotu runu hjá Breiðablik sem misstu varla mann og gat lið Viðstöðu litla viðspyrnu veitt. Blazter var öflugur í að skapa pláss fyrir liðsfélaga sína sem þeir nýttu því miður ekki sem skyldi. Með með ótrúlegri ninja-aftengingu til að toppa frábæran leik tryggði Furious Breiðabliki sín fyrstu stig í deildinni. Staðan Dusty og Þór tróna á toppnum sem einu tvö liðin sem unnið hafa alla þrjá leiki sína. Á eftir þeim koma SAGA, NÚ og Ármann sem nú þegar gera atlögu að toppbaráttunni með tvo sigra og eitt tap hvert. Neðar á töflunni hafa Fylkir, Breiðablik og LAVA nælt sér í stig en lið TEN5ION og Viðstöðu sitja á botninum. Enn er ekki langt liðið á tímabilið og því má búast við miklum hreyfingum á næstunni. Næstu leikir 4. umferð Ljósleiðaradeildarinnar fer fram dagana 4. og 6. október: Dusty – TEN5ION, þriðjudaginn 4/10, klukkan 19:30 Fylkir – Ármann, þriðjudaginn 4/10, klukkan 20:30 Breiðablik – LAVA, fimmtudaginn 6/10 klukkan 19:30 NÚ – Þór, fimmtudaginn 6/10 klukkan 20:30 Viðstöðu – SAGA, fimmtudaginn 6/10 klukkan 21:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Dusty Þór Akureyri Breiðablik Fylkir Ármann Tengdar fréttir LiLLeehh: Kærastan fylgist með leikjum en botnar lítið í þeim Unnu 1. deildina í hálfgerðu gríni. 27. september 2022 13:31 2. umferð CS:GO lokið: Staðan og næstu leikir 2. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk með sigri Fylkis á Ten5ion. Dusty, Þór, NÚ, og Ármann unnu einnig sína leiki. 24. september 2022 13:00 Dabbehhh rauf 30 fellu múrinn í tæpum sigri Þórs Það voru liðin í öðru og sjöunda sæti, Þór og Fylkir sem hleyptu þriðju umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO af stað. 28. september 2022 14:01 Bóndi leiddi ísbjörninn til slátrunar Síðari leikur gærkvöldins í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO var á milli Ármanns og Dusty en bæði lið voru taplaus fram að því. 28. september 2022 16:01 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Leikir vikunnar Þór 16 – 14 Fylkir Þór lék í þriðja sinn í Ancient og voru þar algjörlega á heimavelli gegn Fylki. Liðið vann 9 lotur í röð og var Dabbehhh í fantaformi með 21 fellu í fyrri hálfleik. Fylkir saxaði á forskotið undir lokin þegar þeir róuðu leik sinn örlítið og Brnr fékk almennileg tækifæri. Síðari hálfleikur var mun jafnari. Þór vann fyrstu tvær loturnar en átti svo afar erfitt með að verja sprengjuna frá aftengingum Fylkis. Trekk í trekk stillti Fylkir upp í stórgóðar endurtökur og hvorki gekk né rak hjá Þór. Fylkir var því einungis einni lotu frá því að jafna þegar Dabbehhh kláraði 30. lotuna með stæl, rauf 30 fellu múrinn og tryggði Þór stigin 2 fyrir leikinn. Ármann 3 – 16 Dusty Dusty hreinlega slátraði liði Ármanns í Inferno á þriðjudaginn. Fyrsta lotan var glæsileg þar sem Vargur hafði betur gegn StebbaC0C0 og tryggði Ármanni sitt fyrsta stig í leiknum. Dusty vann aftur á móti 10 lotur í röð í fyrri hálfleiks þars sem StebbiC0C0 og Bóndi öttu kappi um hver felldi fleiri ísbirni. Dusty ofmetnaðist aldrei heldur lék öruggt og yfirvegað. Ármann náði aðeins einu stigi í síðari hálfleik og sigurinn því auðveldur og fljótlegur fyrir Dusty sem heldur toppsætinu fyrir vikið. LAVA 16 – 14 TEN5ION LAVA fór snemma framúr TEN5ION með sigri í fyrstu 6 lotunum en TEN5ION bætti um betur og tók 7 lotur í röð. Fyrri hálfleikur var þannig mjög kaflaskiptur þar sem Hugo fór fyrir þéttri vörn TEN5ION. Í síðari hálfleik skiptust liðin á lotum, TEN5ION komst yfir 14–12 en með yfirveguðum endurtökum með Stalz í fararbroddi hindraði LAVA að sprengjur TEN5ION springju og vann LAVA því að lokum. NÚ 9 – 16 SAGA SAGA náði snemma yfirhöndinni í leiknum þar sem NÚ tókst ekki að tengja saman lotur fyrr en undir lok fyrri hálfleiks. NÚ átti því afar erfitt uppdráttar og auk þess að vinna síðustu þrjar lotur fyrri hálfleiks tók SAGA líka fyrstu fjórar í þeim seinni. Liðið fór hratt um kortið, hélt vopnum sínum og sótti beitt með Zerq fremstan í flokki en Skoon fylgdi fast á hæla hans og lét fellurnar telja. Breiðablik 16 – 9 Viðstöðu Flott tilþrif frá Furious, Sax og Viruz tryggðu Breiðablik þriggja lotu forskot í upphafi en með stórgóðum tímasetningum og hittni sneri lið Viðstöðu vörn í sókn og komst í 6–3. Fyrri hálfleikur var því jafn en kaflaskiptur og oft mátti litlu muna að lotur færu öðuvísi en þær gerðu. Aðra sögu er þó að segja af síðari hálfleik. Hann hófst á 8 lotu runu hjá Breiðablik sem misstu varla mann og gat lið Viðstöðu litla viðspyrnu veitt. Blazter var öflugur í að skapa pláss fyrir liðsfélaga sína sem þeir nýttu því miður ekki sem skyldi. Með með ótrúlegri ninja-aftengingu til að toppa frábæran leik tryggði Furious Breiðabliki sín fyrstu stig í deildinni. Staðan Dusty og Þór tróna á toppnum sem einu tvö liðin sem unnið hafa alla þrjá leiki sína. Á eftir þeim koma SAGA, NÚ og Ármann sem nú þegar gera atlögu að toppbaráttunni með tvo sigra og eitt tap hvert. Neðar á töflunni hafa Fylkir, Breiðablik og LAVA nælt sér í stig en lið TEN5ION og Viðstöðu sitja á botninum. Enn er ekki langt liðið á tímabilið og því má búast við miklum hreyfingum á næstunni. Næstu leikir 4. umferð Ljósleiðaradeildarinnar fer fram dagana 4. og 6. október: Dusty – TEN5ION, þriðjudaginn 4/10, klukkan 19:30 Fylkir – Ármann, þriðjudaginn 4/10, klukkan 20:30 Breiðablik – LAVA, fimmtudaginn 6/10 klukkan 19:30 NÚ – Þór, fimmtudaginn 6/10 klukkan 20:30 Viðstöðu – SAGA, fimmtudaginn 6/10 klukkan 21:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Dusty Þór Akureyri Breiðablik Fylkir Ármann Tengdar fréttir LiLLeehh: Kærastan fylgist með leikjum en botnar lítið í þeim Unnu 1. deildina í hálfgerðu gríni. 27. september 2022 13:31 2. umferð CS:GO lokið: Staðan og næstu leikir 2. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk með sigri Fylkis á Ten5ion. Dusty, Þór, NÚ, og Ármann unnu einnig sína leiki. 24. september 2022 13:00 Dabbehhh rauf 30 fellu múrinn í tæpum sigri Þórs Það voru liðin í öðru og sjöunda sæti, Þór og Fylkir sem hleyptu þriðju umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO af stað. 28. september 2022 14:01 Bóndi leiddi ísbjörninn til slátrunar Síðari leikur gærkvöldins í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO var á milli Ármanns og Dusty en bæði lið voru taplaus fram að því. 28. september 2022 16:01 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
LiLLeehh: Kærastan fylgist með leikjum en botnar lítið í þeim Unnu 1. deildina í hálfgerðu gríni. 27. september 2022 13:31
2. umferð CS:GO lokið: Staðan og næstu leikir 2. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk með sigri Fylkis á Ten5ion. Dusty, Þór, NÚ, og Ármann unnu einnig sína leiki. 24. september 2022 13:00
Dabbehhh rauf 30 fellu múrinn í tæpum sigri Þórs Það voru liðin í öðru og sjöunda sæti, Þór og Fylkir sem hleyptu þriðju umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO af stað. 28. september 2022 14:01
Bóndi leiddi ísbjörninn til slátrunar Síðari leikur gærkvöldins í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO var á milli Ármanns og Dusty en bæði lið voru taplaus fram að því. 28. september 2022 16:01