Alveg klárt að fullt tilefni hafi verið fyrir aðgerðum lögreglu Kjartan Kjartansson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 29. september 2022 15:32 Ljósmyndari Vísis tók mynd af fjórum skotvopnum auk skotfæra og skothylkja sem lögregla sýndi fjölmiðlamönnum að fundi loknum. Vísir/Vilhelm Það er alveg klárt að fullt tilefni hafi verið til að ráðast í þær aðgerðir sem ráðist var í síðustu viku vegna gruns um að einstaklingar væru að leggja á ráðin um að fremja hryðjuverk hér á landi, og að hættuástandi hafi verið afstýrt með aðgerðum lögreglu. Ríkislögreglustjóri hefur sagt sig frá rannsókn málsins vegna mögulegs vanhæfis. Þetta var á meðal þess kom fram á upplýsingafundi lögreglu vegna málsins í dag, sem haldinn var í lögreglustöðinni á Hverfisgötu í dag. Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá embætti héraðssaksóknara, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fóru yfir stöðu rannsóknarinnar á fundinum. Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá embætti héraðssaksóknara, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fóru yfir stöðu rannsóknarinnar á fundinumVísir/Vilhelm Þar voru þeir spurðir að því hversu nálægt lögregla teldi að mennirnir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, hafi verið að fremja hin ætluðu hryðjuverk. „Út frá rannsóknarhagsmunum, hvar við erum stödd í rannsókninni og viðkvæmri stöðu rannsóknarinnar þá er rosalega erfitt fyrir okkur á þessum tímapunkti að fara að úttala okkur mikið um efni þess sem við erum búin að finna í gögnunum. En það var full ástæða til þess að fara í þessar aðgerðir sem farið var í, að krefjast gæsluvarðhalds yfir þessum mönnum eins og staðan er núna. Það er alveg klárt. Við teljum að hættuástandi hafi verið afstýrt með aðgerðum lögreglu og nú er bara unnið í því að rannsakna málið til botns. Komast að raun um hver voru hugsanleg skotmörk og undirbúninginn allan,“ sagði Einar Ingiberg. Fundinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Ríkislögreglustjóri segir sig frá málinu Á fundindum kom einnig fram að forræði á rannsókn málsins hafi verið fært frá Ríkislögreglustjóra til Eembættis héraðssaksóknara. Ástæðan eru upplýsingar um að einstaklingur tengdur ríkislögreglustjóra hafi verið nefndur í sambandi við málið. Grímur Grímsson sat fyrir svörum.Vísir/Vilhelm Þar kom fram að ríkislögreglustjóri hafi sagt sig frá málinu um leið og þær upplýsingar lágu fyrir vegna mögulegs vanhæfis. Í máli Gríms kom fram að héraðsdómur hafi fallist á kröfu um áframhaldandi einnar viku gæsluvarðhald yfir manninum sem var hnepptur í einnar viku gæsluvarðhald í síðustu viku, og átti að losna úr því í dag. Lögrelga sýndi fréttamönnum hluta þeirra vopna sem lagt var hald á.Vísir/Vilhelm Þar kom einnig fram að fleiri hafi verið handteknir vegna málsins en ekki hafi verið farið fram á að fleiri verði settir í gæsluvarðhald en þeir tveir sem þegar eru í slíku varðhaldi. Grímur sagði einnig að í sautján húsleitum vegna málsins hafi verið lagt á tugi skotvopna, þó aðeins nokkur þrívíddarprentuð vopn. Meirihlutinn hafi verið verksmiðjuframleiddur. Sum vopnanna hafi verið sett saman úr þrívíddaprentuðum vopnum, Ein-skota byssum hafi verið breytt í hálfsjálfvirk, sem eru hættulegri, að sögn Gríms. Þrívíddarprentari sem lagt var hald á í aðgerðum lögreglu.Vísir/Vilhelm Lögregla ítrekaði þó á fundinum að hryðjuverkaógn væri metin lág hér á landi, þrátt fyrir málið sem nú væri til rannsóknar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þetta var á meðal þess kom fram á upplýsingafundi lögreglu vegna málsins í dag, sem haldinn var í lögreglustöðinni á Hverfisgötu í dag. Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá embætti héraðssaksóknara, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fóru yfir stöðu rannsóknarinnar á fundinum. Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá embætti héraðssaksóknara, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fóru yfir stöðu rannsóknarinnar á fundinumVísir/Vilhelm Þar voru þeir spurðir að því hversu nálægt lögregla teldi að mennirnir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, hafi verið að fremja hin ætluðu hryðjuverk. „Út frá rannsóknarhagsmunum, hvar við erum stödd í rannsókninni og viðkvæmri stöðu rannsóknarinnar þá er rosalega erfitt fyrir okkur á þessum tímapunkti að fara að úttala okkur mikið um efni þess sem við erum búin að finna í gögnunum. En það var full ástæða til þess að fara í þessar aðgerðir sem farið var í, að krefjast gæsluvarðhalds yfir þessum mönnum eins og staðan er núna. Það er alveg klárt. Við teljum að hættuástandi hafi verið afstýrt með aðgerðum lögreglu og nú er bara unnið í því að rannsakna málið til botns. Komast að raun um hver voru hugsanleg skotmörk og undirbúninginn allan,“ sagði Einar Ingiberg. Fundinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Ríkislögreglustjóri segir sig frá málinu Á fundindum kom einnig fram að forræði á rannsókn málsins hafi verið fært frá Ríkislögreglustjóra til Eembættis héraðssaksóknara. Ástæðan eru upplýsingar um að einstaklingur tengdur ríkislögreglustjóra hafi verið nefndur í sambandi við málið. Grímur Grímsson sat fyrir svörum.Vísir/Vilhelm Þar kom fram að ríkislögreglustjóri hafi sagt sig frá málinu um leið og þær upplýsingar lágu fyrir vegna mögulegs vanhæfis. Í máli Gríms kom fram að héraðsdómur hafi fallist á kröfu um áframhaldandi einnar viku gæsluvarðhald yfir manninum sem var hnepptur í einnar viku gæsluvarðhald í síðustu viku, og átti að losna úr því í dag. Lögrelga sýndi fréttamönnum hluta þeirra vopna sem lagt var hald á.Vísir/Vilhelm Þar kom einnig fram að fleiri hafi verið handteknir vegna málsins en ekki hafi verið farið fram á að fleiri verði settir í gæsluvarðhald en þeir tveir sem þegar eru í slíku varðhaldi. Grímur sagði einnig að í sautján húsleitum vegna málsins hafi verið lagt á tugi skotvopna, þó aðeins nokkur þrívíddarprentuð vopn. Meirihlutinn hafi verið verksmiðjuframleiddur. Sum vopnanna hafi verið sett saman úr þrívíddaprentuðum vopnum, Ein-skota byssum hafi verið breytt í hálfsjálfvirk, sem eru hættulegri, að sögn Gríms. Þrívíddarprentari sem lagt var hald á í aðgerðum lögreglu.Vísir/Vilhelm Lögregla ítrekaði þó á fundinum að hryðjuverkaógn væri metin lág hér á landi, þrátt fyrir málið sem nú væri til rannsóknar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglan Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent