Sara Björk kom Juventus á bragðið með frábærum skalla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2022 20:30 Sara Björk nýbúin að stanga boltann í netið. Claudia Greco/Getty Images Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrra mark Juventus í 2-0 sigri liðsins á HB Köge í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Sara Björk meiddist lítillega í upphitun í fyrri leik liðanna og tók ekki þátt í 1-1 jafntefli í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Það var því ljóst þegar leikur kvöldsins hófst að liðið sem myndi sigra færi kæmist í riðlakeppnina. Sara Björk var ekki lengi að sanna mikilvægi sitt í liði Juventus en hún skoraði með frábærum skalla strax á 11. mínútu eftir fyrirgjöf Juliu Angela Grosso. Staðan orðin 1-0 og Juventus í góðum málum. Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiks og staðan því enn 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. What. A. Finish! #JuveKøge pic.twitter.com/ifJHPGJFjO— Juventus Women (@JuventusFCWomen) September 28, 2022 Það voru komnar 77 mínútur á klukkuna þegar Sofia Cantore gerði út um leikinn með öðru marki Juventus. Staðan orðin 2-0 og ljóst að Meistaradeildarsætið væri á leiðinni til Juventus. Fleiri urðu mörkin ekki og fyrirliði íslenska landsliðsins komin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Önnur úrslit umspilsins Íslands og bikarmeistarar Vals gerðu markalaust jafntefli í Tékklandi og féllu úr leik. Guðrún Arnarsdóttir hafði betur gegn Svövu Rós Guðmundsdóttur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir sat á bekknum er París Saint-Germain tryggði sæti sitt með 2-0 sigri á Häcken. Selma Sól Magnúsdóttir spilaði 62 mínútur í 2-1 tapi Rosenborgar gegn Real Madríd. Spænska liðið vann fyrri leik liðanna 3-0. Hollenska markamaskínan Vivianne Miedema tryggði Arsenal 1-0 útisigur á Ajax og þar með sæti í riðlakeppninni en fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli. Miedema kann vel við sig í heimalandinu. Hér fagnar hún sigurmarki kvöldsins.EPA-EFE/Gerrit van Keulen Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Pétur eftir tap í Tékklandi: „Ef þetta er virðing, þá er eitthvað mikið að hjá UEFA“ Pétur Pétursson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals, var vægast sagt ósáttur með vallaraðstæður í Tékklandi þar sem lið hans féll úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þá sendi hann Knattspyrnusambandi Íslands einnig tóninn. 28. september 2022 19:01 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira
Sara Björk meiddist lítillega í upphitun í fyrri leik liðanna og tók ekki þátt í 1-1 jafntefli í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Það var því ljóst þegar leikur kvöldsins hófst að liðið sem myndi sigra færi kæmist í riðlakeppnina. Sara Björk var ekki lengi að sanna mikilvægi sitt í liði Juventus en hún skoraði með frábærum skalla strax á 11. mínútu eftir fyrirgjöf Juliu Angela Grosso. Staðan orðin 1-0 og Juventus í góðum málum. Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiks og staðan því enn 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. What. A. Finish! #JuveKøge pic.twitter.com/ifJHPGJFjO— Juventus Women (@JuventusFCWomen) September 28, 2022 Það voru komnar 77 mínútur á klukkuna þegar Sofia Cantore gerði út um leikinn með öðru marki Juventus. Staðan orðin 2-0 og ljóst að Meistaradeildarsætið væri á leiðinni til Juventus. Fleiri urðu mörkin ekki og fyrirliði íslenska landsliðsins komin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Önnur úrslit umspilsins Íslands og bikarmeistarar Vals gerðu markalaust jafntefli í Tékklandi og féllu úr leik. Guðrún Arnarsdóttir hafði betur gegn Svövu Rós Guðmundsdóttur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir sat á bekknum er París Saint-Germain tryggði sæti sitt með 2-0 sigri á Häcken. Selma Sól Magnúsdóttir spilaði 62 mínútur í 2-1 tapi Rosenborgar gegn Real Madríd. Spænska liðið vann fyrri leik liðanna 3-0. Hollenska markamaskínan Vivianne Miedema tryggði Arsenal 1-0 útisigur á Ajax og þar með sæti í riðlakeppninni en fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli. Miedema kann vel við sig í heimalandinu. Hér fagnar hún sigurmarki kvöldsins.EPA-EFE/Gerrit van Keulen
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Pétur eftir tap í Tékklandi: „Ef þetta er virðing, þá er eitthvað mikið að hjá UEFA“ Pétur Pétursson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals, var vægast sagt ósáttur með vallaraðstæður í Tékklandi þar sem lið hans féll úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þá sendi hann Knattspyrnusambandi Íslands einnig tóninn. 28. september 2022 19:01 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira
Pétur eftir tap í Tékklandi: „Ef þetta er virðing, þá er eitthvað mikið að hjá UEFA“ Pétur Pétursson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals, var vægast sagt ósáttur með vallaraðstæður í Tékklandi þar sem lið hans féll úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þá sendi hann Knattspyrnusambandi Íslands einnig tóninn. 28. september 2022 19:01