„Mjög gott lið og þetta verður svakalegur leikur“ Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2022 12:01 Davíð Snorri Jónasson er þjálfari U21-landsliðsins og hefur þegar tekið þátt í einni lokakeppni EM, þegar hann var nýorðin þjálfari liðsins árið 2021. vísir/Arnar „Hér eru leikmenn framtíðarinnar að spila, úrslitaleik á heimavelli. Þetta eru efnilegir strákar sem að munu spila góða rullu fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni. Það er tími til að koma hingað [í dag] og horfa á tvö góð lið og flotta leikmenn spila fótbolta.“ Þetta segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, en liðið mætir Tékklandi klukkan 16 á Víkingsvelli í umspili um sæti í lokakeppni EM. Íslensku strákunum tókst með dramatískum hætti að skjóta sér upp fyrir Grikkland og inn í umspilið, og er nú aðeins leikjunum tveimur við Tékka frá því að komast á EM í þriðja sinn í sögu íslenska U21-landsliðsins. „Hljóðið er mjög gott í mönnum. Þeir eru einbeittir og það er mikil gleði og yfirvegun í hópnum. Ég hlakka til að sjá okkur spila fyrir framan geggjaða íslenska áhorfendur [í dag],“ segir Davíð Snorri en hann ræddi við Vísi fyrir æfingu í gær. Tékkarnir hafa hins vegar sýnt hversu öflugir þeir eru. „Möguleikarnir eru bara góðir“ „Þetta er mjög gott lið. Kraftmikið lið. Þeir eru tilbúnir í að pressa okkur og geta blandað sóknarleiknum sínum með bæði stuttu spili og löngum sendingum ef þess þarf. Við erum búnir að undirbúa okkur vel og verðum klárir. Þetta er mjög gott lið og þetta verður svakalegur leikur,“ segir Davíð Snorri sem hefur hins vegar fulla trú á sínu liði: „Ég er mjög ánægður með hópinn og hef verið það í gegnum alla keppnina. Möguleikarnir eru bara góðir. Ég held að þetta verði jafnt og muni ráðast á litlum atriðum, og við erum undirbúnir fyrir það að vera mjög góðir í einföldu hlutunum.“ Klippa: Davíð Snorri um leikina sem gætu komið Íslandi á EM Útskýrði valið á markverði í stað varnarmanns Frá því að Davíð Snorri kynnti landsliðshóp sinn síðasta föstudag hefur hann þurft að gera tvær breytingar vegna meiðsla. Kristall Máni Ingason og Finnur Tómas Pálmason urðu að draga sig út úr hópnum en Davíð kallaði á Svein Margeir Hauksson í stað Kristals og svo óvænt markvörðinn Ólaf Kristófer Helgason fyrir miðvörðinn Finn. Davíð segir það þó eiga sér eðlilegar skýringar en í hópnum sem valinn var á föstudag voru aðeins tveir markverðir: „Ég var búinn að tala við Óla í síðustu viku um að vera með okkur. Hann er búinn að vera að æfa með okkur og hugmyndin var alltaf að gera breytingu fyrir seinni leikinn, til að taka þrjá markmenn með út. Fyrst við þurftum að gera breytingu núna þá gerðum við þetta bara strax. Sveinn Margeir er svo búinn að standa sig mjög vel í góðu liði KA, er ferskur og kemur á fullri ferð inn.“ Landslið karla í fótbolta EM U21 í fótbolta 2023 Fótbolti Tengdar fréttir „Erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna“ „Við erum með mjög gott lið og höfum fulla trú á okkur sjálfum. Við vitum hvað við getum gert sem lið, keyrum á þá og gerum okkar allra besta til að ná í úrslit,“ segir framherjinn ungi Orri Óskarsson fyrir einvígið við Tékkland sem hefst í dag. 23. september 2022 09:32 Skiptist á við kærustuna að keyra og er klár gegn Tékkum KA-maðurinn Sveinn Margeir Hauksson var kallaður inn í U21-landsliðið vegna meiðsla Kristals Mána Ingasonar, fyrir umspilið mikilvæga við Tékkland um sæti á EM. 22. september 2022 22:16 „Eigum stóran séns á að gera vel“ Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. 22. september 2022 12:01 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Sjá meira
Þetta segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, en liðið mætir Tékklandi klukkan 16 á Víkingsvelli í umspili um sæti í lokakeppni EM. Íslensku strákunum tókst með dramatískum hætti að skjóta sér upp fyrir Grikkland og inn í umspilið, og er nú aðeins leikjunum tveimur við Tékka frá því að komast á EM í þriðja sinn í sögu íslenska U21-landsliðsins. „Hljóðið er mjög gott í mönnum. Þeir eru einbeittir og það er mikil gleði og yfirvegun í hópnum. Ég hlakka til að sjá okkur spila fyrir framan geggjaða íslenska áhorfendur [í dag],“ segir Davíð Snorri en hann ræddi við Vísi fyrir æfingu í gær. Tékkarnir hafa hins vegar sýnt hversu öflugir þeir eru. „Möguleikarnir eru bara góðir“ „Þetta er mjög gott lið. Kraftmikið lið. Þeir eru tilbúnir í að pressa okkur og geta blandað sóknarleiknum sínum með bæði stuttu spili og löngum sendingum ef þess þarf. Við erum búnir að undirbúa okkur vel og verðum klárir. Þetta er mjög gott lið og þetta verður svakalegur leikur,“ segir Davíð Snorri sem hefur hins vegar fulla trú á sínu liði: „Ég er mjög ánægður með hópinn og hef verið það í gegnum alla keppnina. Möguleikarnir eru bara góðir. Ég held að þetta verði jafnt og muni ráðast á litlum atriðum, og við erum undirbúnir fyrir það að vera mjög góðir í einföldu hlutunum.“ Klippa: Davíð Snorri um leikina sem gætu komið Íslandi á EM Útskýrði valið á markverði í stað varnarmanns Frá því að Davíð Snorri kynnti landsliðshóp sinn síðasta föstudag hefur hann þurft að gera tvær breytingar vegna meiðsla. Kristall Máni Ingason og Finnur Tómas Pálmason urðu að draga sig út úr hópnum en Davíð kallaði á Svein Margeir Hauksson í stað Kristals og svo óvænt markvörðinn Ólaf Kristófer Helgason fyrir miðvörðinn Finn. Davíð segir það þó eiga sér eðlilegar skýringar en í hópnum sem valinn var á föstudag voru aðeins tveir markverðir: „Ég var búinn að tala við Óla í síðustu viku um að vera með okkur. Hann er búinn að vera að æfa með okkur og hugmyndin var alltaf að gera breytingu fyrir seinni leikinn, til að taka þrjá markmenn með út. Fyrst við þurftum að gera breytingu núna þá gerðum við þetta bara strax. Sveinn Margeir er svo búinn að standa sig mjög vel í góðu liði KA, er ferskur og kemur á fullri ferð inn.“
Landslið karla í fótbolta EM U21 í fótbolta 2023 Fótbolti Tengdar fréttir „Erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna“ „Við erum með mjög gott lið og höfum fulla trú á okkur sjálfum. Við vitum hvað við getum gert sem lið, keyrum á þá og gerum okkar allra besta til að ná í úrslit,“ segir framherjinn ungi Orri Óskarsson fyrir einvígið við Tékkland sem hefst í dag. 23. september 2022 09:32 Skiptist á við kærustuna að keyra og er klár gegn Tékkum KA-maðurinn Sveinn Margeir Hauksson var kallaður inn í U21-landsliðið vegna meiðsla Kristals Mána Ingasonar, fyrir umspilið mikilvæga við Tékkland um sæti á EM. 22. september 2022 22:16 „Eigum stóran séns á að gera vel“ Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. 22. september 2022 12:01 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Sjá meira
„Erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna“ „Við erum með mjög gott lið og höfum fulla trú á okkur sjálfum. Við vitum hvað við getum gert sem lið, keyrum á þá og gerum okkar allra besta til að ná í úrslit,“ segir framherjinn ungi Orri Óskarsson fyrir einvígið við Tékkland sem hefst í dag. 23. september 2022 09:32
Skiptist á við kærustuna að keyra og er klár gegn Tékkum KA-maðurinn Sveinn Margeir Hauksson var kallaður inn í U21-landsliðið vegna meiðsla Kristals Mána Ingasonar, fyrir umspilið mikilvæga við Tékkland um sæti á EM. 22. september 2022 22:16
„Eigum stóran séns á að gera vel“ Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. 22. september 2022 12:01