Umfjöllun og viðtal: Haukar - Selfoss 27-26 | Haukar unnu í spennutrylli að Ásvöllum Smári Jökull Jónsson skrifar 22. september 2022 22:02 Vísir/Vilhelm Haukar unnu eins marks sigur á Selfossi í þriðju umferð Olís-deildar karla í handknattleik. Lokatölur 27-26 þar sem Stefán Huldar Stefánsson markvörður Hauka var hetja þeirra í lokin. Haukar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náðu mest sjö marka forskoti sem Selfyssingar náðu þó að minnka niður í fjögur mörk fyrir hálfleik, staðan þá 19-15 fyrir Hauka. Varnarleikur Selfyssinga slakur lengst af en Alexander Hrafnkelsson kom með góða innkomu í markið undir lok hálfleiksins og sá til þess að munurinn var ekki meiri í leikhléi. Í síðari hálfleik byrjaði leikurinn nokkuð jafn en síðan fór að síga á ógæfuhliðina hjá Haukum. Vörn Selfyssinga vaknaði svo um munaði og þeir náðu 6-1 kafla þegar þeir breyttu stöðunni úr 23-18 í 24-24. Einar Sverrisson gat þar að auki komið gestunum í 25-24 en skaut í stöng úr vítakasti. Undir lokin var spennan hins vegar gríðarleg. Selfoss fékk nokkur tækifæri til að jafna sem þeir nýttu ekki en Haukar voru einum færri löngum stundum undir lokin. Selfyssingar minnkuðu muninn en voru klaufar í yfirtölunni þegar þeir fóru illa með færi til að jafna metin. Í síðustu sókninni fékk Guðjón Baldur Ómarsson tækifærið til að jafna þegar sjö sekúndur voru eftir. Hann fékk ágætt færi í horninu, reyndi að snúa boltann í hornið en Stefán Huldar sá við honum í markinu. Stefán Huldar átti nokkrar frábærar vörslur undir lokin og tryggði Haukum stigin tvö. Af hverju unnu Haukar? Þeir sýndu gríðarlega mikinn karakter í lokin því eins og áður segir þá fengu þeir fjölmargar brottvísanir síðustu tuttugu mínútur leiksins. Selfyssingar nýttu yfirtöluna hins vegar ekki nógu vel og ef þeir komu sér í góð færi sá Stefán Huldar oftar en ekki við þeim í markinu. Haukar skoruðu aðeins átta mörk í síðari hálfleik en þegar á reyndi þá sóttu þeir í reynsluna. Geir Guðmundsson, Adam Haukar Baumruk og Atli Már Báruson skoruðu síðustu þrjú mörk Hauka í kvöld og það munar um að eiga svona menn að leita til. Þessir stóðu upp úr: Andri Már Rúnarsson var markahæstur Hauka en það dró af honum þegar á leið og hann hefði stundum mátt velja skotin sín betur, þó vissulega hafi hann oft tekið af skarið þegar á þurfti að halda. Atli Báruson, Heimir Óli Heimisson og Adam Haukur Baumruk komu allir með gott innlegg hjá Haukum í sókninni. Stefán Huldar var frábær síðustu mínúturnar og í raun ástæðan fyrir því að Selfyssingar fóru tómhentir heim í kvöld. Hjá gestunum var Einar Sverrisson frábær, skoraði tíu mörk og þá var Alexander Hrafnkelsson sömuleiðis mjög góður með yfir 50% markvörslu. Hvað gekk illa? Varnarleikur Selfyssinga var slakur í fyrri hálfleik og það vantaði alla grimmd í þeirra leik. Þeir voru lengi að koma út í skyttur Hauka og misstu frá sér fráköst sí og æ. Þá er erfitt að fá markvörsluna með. Hjá Haukum kom algjört frost í sóknina á löngum kafla í síðari hálfleik. Þeir skoruðu sitt tuttugusta og þriðja mark á 37.mínútu leiksins en þrettán mínútum síðar höfðu þeir aðeins bætt tveimur mörkum við. Í raun eru þeir heppnir að þetta hafi ekki orðið þeim að falli í kvöld. Hvað gerist næst? Selfoss fær ÍBV í heimsókn næsta fimmtudag í sannkölluðum Suðurlandsslag. Haukar halda hins vegar í Garðabæinn og mæta Stjörnunni sem tapaði í kvöld gegn Gróttu. Þórir: Svekkjandi að tapa á þennan hátt Þórir Ólafsson þjálfari Selfyssinga var afskaplega svekktur að hafa ekki fengið stig úr leiknum í kvöld því hans menn fengu svo sannarlega tækifæri til þess. „Kannski vorum við klaufar. Mér fannst við fá ágætis færi en vorum ekki að nýta einhver þrjú færi sem við fengum í yfirtölunni. Það er virkilega svekkjandi að tapa á þennan hátt,“ sagði Þórir þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Varnarleikur Selfyssinga tók stakkaskiptum í síðari hálfleik. Eftir að hafa fengið á sig nítján mörk fyrir hlé fengu þeir á sig átta mörk í síðari hálfleiknum. „Við töluðum um það sem við höfðum rætt fyrir leik, að ná að þétta betur vörnina og fá skotin utar og úr hornunum þar sem markverðirnir okkar eru sterkir. Við náðum að stíga skrefinu lengra út, snerta þá í skotum og aðeins að trufla þá. Við fengum baráttu og ég er stoltur af því að hafa komið svona til baka.“ „Þetta voru einhver 4-5 mörk þarna í byrjun seinni hálfleiks en við náðum að skella í lás og vinna okkur inn í leikinn. Við hefðum tekið eitt stig.“ Selfyssingar lentu mest sjö mörkum undir í fyrri hálfleik og varnarleikur þeirra þá ekki góður. „Við vorum ekki nógu grimmir. Við vorum ekki að rífa fráköst, þeir náðu öllum fráköstum og spiluðu mjög vel sóknarlega. Við vorum bara ekki nógu grimmir. Svo kom grimmdin, þá koma fráköstin og markvörðurinn með. Þá náum við þessari samheldni og liðsheild.“ Það mæddi mikið á Einari Sverrissyni í dag en hann átti frábæran leik í kvöld. Hann virkaði hins vegar þreyttur í lokin og spurning hvort það hafi einfaldlega verið of erfitt fyrir Þóri að taka hann útaf í kvöld. „Nei, alls ekki. Það var hægari leikurinn í seinni hálfleik, hann fékk kannski ekki mikla hvíld og var aðeins farinn að hika og gera einhver mistök. Það mæðir á honum, hann tekur ábyrgð og er til í það,“ sagði Þórir að endingu. Olís-deild karla Haukar UMF Selfoss Tengdar fréttir Rúnar: Síðustu tuttugu mínúturnar spiluðum við 5-0 vörn, það var ekkert annað í boði „Við vorum ekki jafn beittir fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik eins og við vorum í fyrri. Síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum erum við bara meira og minna einum færri. Þetta var mjög strembið, mér fannst við alltaf vera einum færri,“ sagði Rúnar Sigtryggsson þjálfari Hauka eftir eins marks sigur hans manna gegn Selfyssingum í Olís-deildinni í kvöld. 22. september 2022 21:40
Haukar unnu eins marks sigur á Selfossi í þriðju umferð Olís-deildar karla í handknattleik. Lokatölur 27-26 þar sem Stefán Huldar Stefánsson markvörður Hauka var hetja þeirra í lokin. Haukar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náðu mest sjö marka forskoti sem Selfyssingar náðu þó að minnka niður í fjögur mörk fyrir hálfleik, staðan þá 19-15 fyrir Hauka. Varnarleikur Selfyssinga slakur lengst af en Alexander Hrafnkelsson kom með góða innkomu í markið undir lok hálfleiksins og sá til þess að munurinn var ekki meiri í leikhléi. Í síðari hálfleik byrjaði leikurinn nokkuð jafn en síðan fór að síga á ógæfuhliðina hjá Haukum. Vörn Selfyssinga vaknaði svo um munaði og þeir náðu 6-1 kafla þegar þeir breyttu stöðunni úr 23-18 í 24-24. Einar Sverrisson gat þar að auki komið gestunum í 25-24 en skaut í stöng úr vítakasti. Undir lokin var spennan hins vegar gríðarleg. Selfoss fékk nokkur tækifæri til að jafna sem þeir nýttu ekki en Haukar voru einum færri löngum stundum undir lokin. Selfyssingar minnkuðu muninn en voru klaufar í yfirtölunni þegar þeir fóru illa með færi til að jafna metin. Í síðustu sókninni fékk Guðjón Baldur Ómarsson tækifærið til að jafna þegar sjö sekúndur voru eftir. Hann fékk ágætt færi í horninu, reyndi að snúa boltann í hornið en Stefán Huldar sá við honum í markinu. Stefán Huldar átti nokkrar frábærar vörslur undir lokin og tryggði Haukum stigin tvö. Af hverju unnu Haukar? Þeir sýndu gríðarlega mikinn karakter í lokin því eins og áður segir þá fengu þeir fjölmargar brottvísanir síðustu tuttugu mínútur leiksins. Selfyssingar nýttu yfirtöluna hins vegar ekki nógu vel og ef þeir komu sér í góð færi sá Stefán Huldar oftar en ekki við þeim í markinu. Haukar skoruðu aðeins átta mörk í síðari hálfleik en þegar á reyndi þá sóttu þeir í reynsluna. Geir Guðmundsson, Adam Haukar Baumruk og Atli Már Báruson skoruðu síðustu þrjú mörk Hauka í kvöld og það munar um að eiga svona menn að leita til. Þessir stóðu upp úr: Andri Már Rúnarsson var markahæstur Hauka en það dró af honum þegar á leið og hann hefði stundum mátt velja skotin sín betur, þó vissulega hafi hann oft tekið af skarið þegar á þurfti að halda. Atli Báruson, Heimir Óli Heimisson og Adam Haukur Baumruk komu allir með gott innlegg hjá Haukum í sókninni. Stefán Huldar var frábær síðustu mínúturnar og í raun ástæðan fyrir því að Selfyssingar fóru tómhentir heim í kvöld. Hjá gestunum var Einar Sverrisson frábær, skoraði tíu mörk og þá var Alexander Hrafnkelsson sömuleiðis mjög góður með yfir 50% markvörslu. Hvað gekk illa? Varnarleikur Selfyssinga var slakur í fyrri hálfleik og það vantaði alla grimmd í þeirra leik. Þeir voru lengi að koma út í skyttur Hauka og misstu frá sér fráköst sí og æ. Þá er erfitt að fá markvörsluna með. Hjá Haukum kom algjört frost í sóknina á löngum kafla í síðari hálfleik. Þeir skoruðu sitt tuttugusta og þriðja mark á 37.mínútu leiksins en þrettán mínútum síðar höfðu þeir aðeins bætt tveimur mörkum við. Í raun eru þeir heppnir að þetta hafi ekki orðið þeim að falli í kvöld. Hvað gerist næst? Selfoss fær ÍBV í heimsókn næsta fimmtudag í sannkölluðum Suðurlandsslag. Haukar halda hins vegar í Garðabæinn og mæta Stjörnunni sem tapaði í kvöld gegn Gróttu. Þórir: Svekkjandi að tapa á þennan hátt Þórir Ólafsson þjálfari Selfyssinga var afskaplega svekktur að hafa ekki fengið stig úr leiknum í kvöld því hans menn fengu svo sannarlega tækifæri til þess. „Kannski vorum við klaufar. Mér fannst við fá ágætis færi en vorum ekki að nýta einhver þrjú færi sem við fengum í yfirtölunni. Það er virkilega svekkjandi að tapa á þennan hátt,“ sagði Þórir þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Varnarleikur Selfyssinga tók stakkaskiptum í síðari hálfleik. Eftir að hafa fengið á sig nítján mörk fyrir hlé fengu þeir á sig átta mörk í síðari hálfleiknum. „Við töluðum um það sem við höfðum rætt fyrir leik, að ná að þétta betur vörnina og fá skotin utar og úr hornunum þar sem markverðirnir okkar eru sterkir. Við náðum að stíga skrefinu lengra út, snerta þá í skotum og aðeins að trufla þá. Við fengum baráttu og ég er stoltur af því að hafa komið svona til baka.“ „Þetta voru einhver 4-5 mörk þarna í byrjun seinni hálfleiks en við náðum að skella í lás og vinna okkur inn í leikinn. Við hefðum tekið eitt stig.“ Selfyssingar lentu mest sjö mörkum undir í fyrri hálfleik og varnarleikur þeirra þá ekki góður. „Við vorum ekki nógu grimmir. Við vorum ekki að rífa fráköst, þeir náðu öllum fráköstum og spiluðu mjög vel sóknarlega. Við vorum bara ekki nógu grimmir. Svo kom grimmdin, þá koma fráköstin og markvörðurinn með. Þá náum við þessari samheldni og liðsheild.“ Það mæddi mikið á Einari Sverrissyni í dag en hann átti frábæran leik í kvöld. Hann virkaði hins vegar þreyttur í lokin og spurning hvort það hafi einfaldlega verið of erfitt fyrir Þóri að taka hann útaf í kvöld. „Nei, alls ekki. Það var hægari leikurinn í seinni hálfleik, hann fékk kannski ekki mikla hvíld og var aðeins farinn að hika og gera einhver mistök. Það mæðir á honum, hann tekur ábyrgð og er til í það,“ sagði Þórir að endingu.
Olís-deild karla Haukar UMF Selfoss Tengdar fréttir Rúnar: Síðustu tuttugu mínúturnar spiluðum við 5-0 vörn, það var ekkert annað í boði „Við vorum ekki jafn beittir fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik eins og við vorum í fyrri. Síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum erum við bara meira og minna einum færri. Þetta var mjög strembið, mér fannst við alltaf vera einum færri,“ sagði Rúnar Sigtryggsson þjálfari Hauka eftir eins marks sigur hans manna gegn Selfyssingum í Olís-deildinni í kvöld. 22. september 2022 21:40
Rúnar: Síðustu tuttugu mínúturnar spiluðum við 5-0 vörn, það var ekkert annað í boði „Við vorum ekki jafn beittir fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik eins og við vorum í fyrri. Síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum erum við bara meira og minna einum færri. Þetta var mjög strembið, mér fannst við alltaf vera einum færri,“ sagði Rúnar Sigtryggsson þjálfari Hauka eftir eins marks sigur hans manna gegn Selfyssingum í Olís-deildinni í kvöld. 22. september 2022 21:40
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti