„Boltinn lak bara í gegn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2022 20:20 Sandra Sigurðardóttir varði stórkostlega rétt áður en sigurmark Slavia Prag kom. vísir/vilhelm Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, var svekkt yfir því að liðið hafi ekki sýnt sitt rétta andlit í fyrri hálfleiknum í tapinu fyrir Slavia Prag, 0-1, í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. „Það svíður að við höfum ekki byrjað þennan leik almennilega og spilað eins og við höfum spilað í sumar. Við vorum smá ragar og eitthvað stress í okkur,“ sagði Sandra í samtali við Vísi í leikslok. Mist Edvardsdóttir fór meidd af velli um miðjan fyrri hálfleik og Sandra viðurkennir að það hafi slegið Valskonur aðeins út af laginu. „Það var smá áfall þegar Mist meiddist og auðvitað hefur það áhrif á leikmannahópinn. En við eigum að geta haldið ró því það er hellings reynsla í liðinu. Það vantaði bara að við spiluðum okkar leik og hefðum trú á því sem við vorum að gera,“ sagði Sandra. Eina mark leiksins kom á 26. mínútu. Tereza Kozárová átti þá skot fyrir utan vítateig sem fór í fjærhornið þrátt fyrir að lítil hætta virtist á ferðum. Samherji hennar lét boltann hins vegar fara og það kom flatt upp á Söndru. „Já, það gerði það. Bæði hún og sú sem fylgdi henni. Þetta var svona augnablik, er einhver að fara að snerta boltann eða ekki? Auðvitað vill maður að varnarmaður klári svona en hann lak bara í gegn og lítið við því að gera,“ sagði Sandra. Valsliðið tók sig taki í seinni hálfleik og lék þá miklu betur. En inn vildi boltinn ekki. „Við fengum færi til þess að skora. Það var bjargað á línu og hún [Olivie Lukásová, markvörður Slavia Prag] varði ágætlega. Við sýndum styrk í seinni hálfleik og tökum það með okkur út,“ sagði Sandra en leikurinn í Prag fer fram eftir viku. „Við förum þangað með hugarfarið í botni og ætlum að komast áfram,“ bætti markvörðurinn við. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira
„Það svíður að við höfum ekki byrjað þennan leik almennilega og spilað eins og við höfum spilað í sumar. Við vorum smá ragar og eitthvað stress í okkur,“ sagði Sandra í samtali við Vísi í leikslok. Mist Edvardsdóttir fór meidd af velli um miðjan fyrri hálfleik og Sandra viðurkennir að það hafi slegið Valskonur aðeins út af laginu. „Það var smá áfall þegar Mist meiddist og auðvitað hefur það áhrif á leikmannahópinn. En við eigum að geta haldið ró því það er hellings reynsla í liðinu. Það vantaði bara að við spiluðum okkar leik og hefðum trú á því sem við vorum að gera,“ sagði Sandra. Eina mark leiksins kom á 26. mínútu. Tereza Kozárová átti þá skot fyrir utan vítateig sem fór í fjærhornið þrátt fyrir að lítil hætta virtist á ferðum. Samherji hennar lét boltann hins vegar fara og það kom flatt upp á Söndru. „Já, það gerði það. Bæði hún og sú sem fylgdi henni. Þetta var svona augnablik, er einhver að fara að snerta boltann eða ekki? Auðvitað vill maður að varnarmaður klári svona en hann lak bara í gegn og lítið við því að gera,“ sagði Sandra. Valsliðið tók sig taki í seinni hálfleik og lék þá miklu betur. En inn vildi boltinn ekki. „Við fengum færi til þess að skora. Það var bjargað á línu og hún [Olivie Lukásová, markvörður Slavia Prag] varði ágætlega. Við sýndum styrk í seinni hálfleik og tökum það með okkur út,“ sagði Sandra en leikurinn í Prag fer fram eftir viku. „Við förum þangað með hugarfarið í botni og ætlum að komast áfram,“ bætti markvörðurinn við.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira