Vilja stækka Hundavinahópinn: „Þeim mun fleiri sem við náum til, því betra er það fyrir okkar skjólstæðinga“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. september 2022 17:32 Ljósmyndarinn Malen Áskelsdóttir tók myndir að sjálfboðaliðum og hundunum að störfum fyrir lokaverkefnið sitt en fjölmargir nýta sér þjónustuna. Samsett/Malen Áskelsdóttir Hundavinir Rauða krossins leita að sjálfboðaliðum sem vilja bætast í starfið en þegar eru 42 virk pör sem sinna heimsóknum til einstaklinga og stofnana. Verkefnastjóri segir alltaf þörf á fleiri sjálfboðaliðum og eru allir og hundar þeirra, stórir sem smáir, velkomnir. Um er að ræða eitt af vinaverkefnum Rauða krossins en í því felst að sjálfboðaliði heimsækir notenda einu sinni í viku með hund. Karen Björg Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Hundavina, segir það einna helst félagslega einangraðir hópar sem nýta sér þjónustuna. Þá óska stofnanir á borð við Landspítala og Hrafnistu oft eftir aðstoð. „Þá er bara safnað í lítinn hóp, kannski sex til átta einstaklingar og hundavinur mætir þá einu sinni í viku, í fjörutíu mínútur til klukkutíma, og gerir það bara af sinni eigin gæsku,“ segir Karen en eins og stendur eru 42 virk pör í hópnum og eru fleiri skráðir sem eru ekki virkir eins og er, af ýmsum ástæðum. Hundarnir sem sinna verkefnum eru stórir sem smáir. „Þeim mun fleiri sem við náum til, því betra er það fyrir okkar skjólstæðinga sem eru að óska eftir þjónustu eða aðstoð,“ segir hún enn fremur. „Svo er það bara frábær leið að komast inn í sjálfboðaliðastarf, að nota hundinn ef fólk á slíka.“ Hundavinir sem vilja komast í hópinn þurfa til að byrja með að fara með hundinn sinn í grunnhundamat sem fer fram tvisvar á ári og verður næst 28., 29. og 30. september. Þar eru hundar metnir út frá ýmsum þáttum til að sjá hvort þeir henti. „Hér eru hundar metnir í ýmiskonar aðstæðum sem koma gjarnan upp í heimsóknum og matsaðilar setja þessar aðstæður sem sagt á svið og fylgjast með því hvernig hundarnir bregðast við,“ segir Auður Sif Sigurgeirsdóttir, sjálfboðaliði úr hundavinateymi Rauða krossins. „Vinaverkefnið Hundavinir er tilvalið fyrir alla þá sem hafa áhuga á samveru með öðru fólki og hefur gaman af mannlegum samskiptum,“ segir hún enn fremur en meginmarkmiðið er sporna gegn félagslegri einangrun. Sjálfboðaliðarnir eru einnig alls konar. Fara einnig með verkefnið út á land Skilyrði fyrir þátttöku eru að sjálfboðaliðinn sé eldri en átján ára og að hundurinn sé eldri en tveggja ára og ekki eldri en tíu ára en engin takmörk eru á stærð hundsins eða gerð. Standist hundurinn grunnmatið er sjálfboðaliðanum og hundi þeirra boðið að mæta á Hundavinanámskeiðið sem fer fram í október. Þá er stefnt á að koma sjálfboðaliðum upp víðar á landinu. „Í gangi er endurvakning á hundavinaverkefninu fyrir norðan, en þar hefur verkefnið nú þegar verið starfrækt í mörg ár en farið í dvala síðan fyrir Covid. Nú er sem sagt verið að efla það á ný,“ segir Karen. Þjónustan er eftirsótt og að sögn Karenar hafa þeir sem tekið hafa þátt í verkefninu yfirleitt ekki slæma hluti um það að segja. Þá sé komið til móts við þá sem þarfnast meiri sveigjanleika. „Þannig kannski komast ekki allir vikulega og þá koma þeir bara hálfs mánaðarlega. Við viljum bara að fólk átti sig á því að það þarf ekkert endilega að gefa allan handlegginn ef svo má segja, það telur allt,“ segir Karen. Fréttin hefur verið uppfærð. Hundar Félagasamtök Gæludýr Dýr Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Um er að ræða eitt af vinaverkefnum Rauða krossins en í því felst að sjálfboðaliði heimsækir notenda einu sinni í viku með hund. Karen Björg Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Hundavina, segir það einna helst félagslega einangraðir hópar sem nýta sér þjónustuna. Þá óska stofnanir á borð við Landspítala og Hrafnistu oft eftir aðstoð. „Þá er bara safnað í lítinn hóp, kannski sex til átta einstaklingar og hundavinur mætir þá einu sinni í viku, í fjörutíu mínútur til klukkutíma, og gerir það bara af sinni eigin gæsku,“ segir Karen en eins og stendur eru 42 virk pör í hópnum og eru fleiri skráðir sem eru ekki virkir eins og er, af ýmsum ástæðum. Hundarnir sem sinna verkefnum eru stórir sem smáir. „Þeim mun fleiri sem við náum til, því betra er það fyrir okkar skjólstæðinga sem eru að óska eftir þjónustu eða aðstoð,“ segir hún enn fremur. „Svo er það bara frábær leið að komast inn í sjálfboðaliðastarf, að nota hundinn ef fólk á slíka.“ Hundavinir sem vilja komast í hópinn þurfa til að byrja með að fara með hundinn sinn í grunnhundamat sem fer fram tvisvar á ári og verður næst 28., 29. og 30. september. Þar eru hundar metnir út frá ýmsum þáttum til að sjá hvort þeir henti. „Hér eru hundar metnir í ýmiskonar aðstæðum sem koma gjarnan upp í heimsóknum og matsaðilar setja þessar aðstæður sem sagt á svið og fylgjast með því hvernig hundarnir bregðast við,“ segir Auður Sif Sigurgeirsdóttir, sjálfboðaliði úr hundavinateymi Rauða krossins. „Vinaverkefnið Hundavinir er tilvalið fyrir alla þá sem hafa áhuga á samveru með öðru fólki og hefur gaman af mannlegum samskiptum,“ segir hún enn fremur en meginmarkmiðið er sporna gegn félagslegri einangrun. Sjálfboðaliðarnir eru einnig alls konar. Fara einnig með verkefnið út á land Skilyrði fyrir þátttöku eru að sjálfboðaliðinn sé eldri en átján ára og að hundurinn sé eldri en tveggja ára og ekki eldri en tíu ára en engin takmörk eru á stærð hundsins eða gerð. Standist hundurinn grunnmatið er sjálfboðaliðanum og hundi þeirra boðið að mæta á Hundavinanámskeiðið sem fer fram í október. Þá er stefnt á að koma sjálfboðaliðum upp víðar á landinu. „Í gangi er endurvakning á hundavinaverkefninu fyrir norðan, en þar hefur verkefnið nú þegar verið starfrækt í mörg ár en farið í dvala síðan fyrir Covid. Nú er sem sagt verið að efla það á ný,“ segir Karen. Þjónustan er eftirsótt og að sögn Karenar hafa þeir sem tekið hafa þátt í verkefninu yfirleitt ekki slæma hluti um það að segja. Þá sé komið til móts við þá sem þarfnast meiri sveigjanleika. „Þannig kannski komast ekki allir vikulega og þá koma þeir bara hálfs mánaðarlega. Við viljum bara að fólk átti sig á því að það þarf ekkert endilega að gefa allan handlegginn ef svo má segja, það telur allt,“ segir Karen. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hundar Félagasamtök Gæludýr Dýr Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira