Karlagrobb Hjörleifs einungis brandari Bjarki Sigurðsson skrifar 20. september 2022 09:47 Frá vinstri: Tinna Guðmundsdóttir, Jón Hjaltason, Brynjólfur Ingvarsson, Málfríður Þórðardóttir, Hannesína Scheving sem voru í efstu fimm sætum Flokks fólksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Jón Hjaltason segir allar ásakanir um andlegt ofbeldi sem konur í forystu Flokks fólksins hafa sakað hann og Brynjólf Ingvarsson um vera hreinan uppspuna. Hann segir konurnar fara ítrekað með rangfærslur. Þá segir hann kynferðislega áreitni Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar hafa verið brandara. Í Bítinu á Bylgjunni var rætt við Jón Hjaltason sem skipaði þriðja sæti á lista Flokks fólksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þrjár konur innan forystu flokksins hafa sakað hann og oddvita flokksins, Brynjólf Ingvarsson um ítrekað andlegt ofbeldi. Þá hafa konurnar sakað Hjörleif Hallgríms Herbertsson, manninn sem setti lista flokksins saman, um að hafa áreitt sig kynferðislega. Þær hafi til að mynda verið of hræddar til að fara heim til hans að skila undirskriftalistum. Í Bítinu sagði Jón að mikið hafi verið gert úr þætti Hjörleifs í málinu. Hann hafi í byrjun kosningabaráttunnar verið settur til hliðar eftir að það kastaðist í kekki með honum og þeirra sem skipuðu efstu sæti listans. „Svo gerðist það að ég hafði ætlað að taka hann inn í hópinn aftur. Aðdragandinn af því var að hér héldum við afskaplega vel heppnaða skemmtun í Lystigarðinum, sem Jakob Frímann stjórnaði og var afskaplega skemmtilegur atburður. Þar mætti Hjörleifur ásamt fjölda fólks úr bænum, og Inga Sæland. Þarna sátu þau tvö á hljóðskrafi og það fór afskaplega vel á með þeim,“ segir Jón. Eftir þetta hafi Jón haft samband við Hjörleif og spurt hvort hann hefði áhuga á að koma á sáttum. Hjörleifur hafi verið til í það. Þegar Jón hafi borið málið upp á fundi flokksins hafi viðbrögðin verið þau að það kæmi ekki til greina. Jón segir að þar með hafi málið verið afgreitt. Þá segir Jón að honum finnist óþarfi að gera svona mikið úr meintu kynferðislegu áreiti Hjörleifs. Hann segist hafa heyrt af málinu áður. „Hannesína sagði okkur frá þessu karlagrobbi sem Hjörleifur á að hafa haft í frammi. Að hann hafi verið góður í rúminu. Og hún gerði það þannig að það hlógu allir.“ Hjörleifur Hallgríms Herbertsson er svokallaður „guðfaðir“ listans. Skynjaðir þú það ekki á þeim tíma að þetta hefði verið áreiti? „Hreint ekki, hún hló að þessu. Sagði frá þessu með tilburðum og okkur þótti þetta bara fyndið og eiginlega fáránlegt, eins og eðlilegt er. Það var alls ekki um neitt þannig að ræða hjá henni að hún væri að kvarta undan og bæri sig illa. Þvert á móti, þetta var brandari,“ segir Jón. Þá segir Jón að Tinna hafi einnig sagt frá sinni reynslu á sínum tíma eins og hún væri fyndin, allir hafi hlegið saman að þessu. „Það var engan veginn um það að ræða að þær væru kvartandi og grátandi yfir kynferðislegu áreiti,“ segir Jón. Hreinn uppspuni Hann segir að allt hið andlega ofbeldi sem þeir Brynjólfur hafa verið sakaðir um sé hreinn uppspuni. „Ég bendi þó á það að flest allir fundir þessarar fimm manna klíku eða hvað sem við viljum kalla okkur fóru fram á heimili Hannesínu. Hún bauð heimili sitt og þar var alltaf fundað. Hver býður ofbeldismönnum ítrekað, andlegum ofbeldismönnum, ítrekað inn á heimili sitt heilt sumar,“ segir Jón. Þá var honum bent á af þáttarstjórnendum að fólk eigi oft erfitt með að slíta sig frá ofbeldismönnum sínum. Jón tjáði sig ekki um þá ábendingu. Barði ekki í nein húsgögn, nema borðið Hann segir sumarfundi flokksins alltaf hafa farið fram í sátt og samlyndi, aldrei hafi verið öskrað á neinn eða barið í húsgögn. „Það var ég sem átti að hafa öskrað og skeytt skapi mínu á húsgögnum, þetta er einfaldlega ekki rétt. Ég bar fram spurningu, tiltekna spurningu um hvort að þeim þætti rétt að vega með þeim hætti að Brynjólfi sem þær höfðu gert. Ég vildi fá svar, já eða nei. Þegar Málfríður vék sér undan því að svara þá barði ég í borðið og heimtaði svar. Það gerði ég án þess að öskra á hana og án þess að lumbra á nokkrum stól eða borði, að öðru leyti en að ég barði í borðið,“ segir Jón. Þá segir hann allt tal um andlegt ofbeldi vera hreinan uppspuna. Þá verði að vekja athygli á því að ekki hafi soðið upp úr hjá flokknum fyrr en í byrjun mánaðar þegar konurnar hafi viljað koma Brynjólfi frá. Jón segist ekki vita hvers vegna konurnar vilji koma Brynjólfi frá, hann hafi spurt þær að því en þær ekki svarað. Hann sjái enga lausn á þessu máli og ætli ekki að starfa fyrir Flokk fólksins á meðan núverandi flokksforysta situr. „Eftir þetta sem við höfum gengið í gegnum finnst mér með ólíkindum að nokkrum fólki sé stjórnað með þessum hætti, þá er ég ekki síður að tala um formann og varaformann Flokks fólksins,“ segir Jón. Flokkur fólksins Akureyri Sveitarstjórnarmál Bítið Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Tengdar fréttir Kallar konurnar „upphlaupsmanneskjur“ og „svikakvensur“ Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, sem kallar sig „guðföður“ framboðslista Flokks fólksins á Akureyri, hefur ritað aðsenda grein á Akureyri.net, sem virðist renna stoðum undir ásakanir þriggja kvenna á listanum sem hafa sakað karlmenn í forystunni á Akureyri um lítilsvirðingu, rógburð og áreiti. 20. september 2022 07:22 Þrjár konur í Flokki fólksins stíga fram og lýsa óásættanlegri framkomu í sinn garð Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. 13. september 2022 10:52 Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53 Brynjólfur telur ásakanir á hendur sér með svæsnustu persónuárásum íslenskrar stjórnmálasögu Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir, oddviti Flokks fólksins á Akureyri, er ómyrkur í máli í samtali við fréttastofu þar sem hann svarar ásökunum á hendur sér frá flokkssystrum sínum nyrðra. Hann segir aðeins tvennt í stöðunni, annað hvort fari hann frá eða konurnar. 14. september 2022 16:37 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Í Bítinu á Bylgjunni var rætt við Jón Hjaltason sem skipaði þriðja sæti á lista Flokks fólksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þrjár konur innan forystu flokksins hafa sakað hann og oddvita flokksins, Brynjólf Ingvarsson um ítrekað andlegt ofbeldi. Þá hafa konurnar sakað Hjörleif Hallgríms Herbertsson, manninn sem setti lista flokksins saman, um að hafa áreitt sig kynferðislega. Þær hafi til að mynda verið of hræddar til að fara heim til hans að skila undirskriftalistum. Í Bítinu sagði Jón að mikið hafi verið gert úr þætti Hjörleifs í málinu. Hann hafi í byrjun kosningabaráttunnar verið settur til hliðar eftir að það kastaðist í kekki með honum og þeirra sem skipuðu efstu sæti listans. „Svo gerðist það að ég hafði ætlað að taka hann inn í hópinn aftur. Aðdragandinn af því var að hér héldum við afskaplega vel heppnaða skemmtun í Lystigarðinum, sem Jakob Frímann stjórnaði og var afskaplega skemmtilegur atburður. Þar mætti Hjörleifur ásamt fjölda fólks úr bænum, og Inga Sæland. Þarna sátu þau tvö á hljóðskrafi og það fór afskaplega vel á með þeim,“ segir Jón. Eftir þetta hafi Jón haft samband við Hjörleif og spurt hvort hann hefði áhuga á að koma á sáttum. Hjörleifur hafi verið til í það. Þegar Jón hafi borið málið upp á fundi flokksins hafi viðbrögðin verið þau að það kæmi ekki til greina. Jón segir að þar með hafi málið verið afgreitt. Þá segir Jón að honum finnist óþarfi að gera svona mikið úr meintu kynferðislegu áreiti Hjörleifs. Hann segist hafa heyrt af málinu áður. „Hannesína sagði okkur frá þessu karlagrobbi sem Hjörleifur á að hafa haft í frammi. Að hann hafi verið góður í rúminu. Og hún gerði það þannig að það hlógu allir.“ Hjörleifur Hallgríms Herbertsson er svokallaður „guðfaðir“ listans. Skynjaðir þú það ekki á þeim tíma að þetta hefði verið áreiti? „Hreint ekki, hún hló að þessu. Sagði frá þessu með tilburðum og okkur þótti þetta bara fyndið og eiginlega fáránlegt, eins og eðlilegt er. Það var alls ekki um neitt þannig að ræða hjá henni að hún væri að kvarta undan og bæri sig illa. Þvert á móti, þetta var brandari,“ segir Jón. Þá segir Jón að Tinna hafi einnig sagt frá sinni reynslu á sínum tíma eins og hún væri fyndin, allir hafi hlegið saman að þessu. „Það var engan veginn um það að ræða að þær væru kvartandi og grátandi yfir kynferðislegu áreiti,“ segir Jón. Hreinn uppspuni Hann segir að allt hið andlega ofbeldi sem þeir Brynjólfur hafa verið sakaðir um sé hreinn uppspuni. „Ég bendi þó á það að flest allir fundir þessarar fimm manna klíku eða hvað sem við viljum kalla okkur fóru fram á heimili Hannesínu. Hún bauð heimili sitt og þar var alltaf fundað. Hver býður ofbeldismönnum ítrekað, andlegum ofbeldismönnum, ítrekað inn á heimili sitt heilt sumar,“ segir Jón. Þá var honum bent á af þáttarstjórnendum að fólk eigi oft erfitt með að slíta sig frá ofbeldismönnum sínum. Jón tjáði sig ekki um þá ábendingu. Barði ekki í nein húsgögn, nema borðið Hann segir sumarfundi flokksins alltaf hafa farið fram í sátt og samlyndi, aldrei hafi verið öskrað á neinn eða barið í húsgögn. „Það var ég sem átti að hafa öskrað og skeytt skapi mínu á húsgögnum, þetta er einfaldlega ekki rétt. Ég bar fram spurningu, tiltekna spurningu um hvort að þeim þætti rétt að vega með þeim hætti að Brynjólfi sem þær höfðu gert. Ég vildi fá svar, já eða nei. Þegar Málfríður vék sér undan því að svara þá barði ég í borðið og heimtaði svar. Það gerði ég án þess að öskra á hana og án þess að lumbra á nokkrum stól eða borði, að öðru leyti en að ég barði í borðið,“ segir Jón. Þá segir hann allt tal um andlegt ofbeldi vera hreinan uppspuna. Þá verði að vekja athygli á því að ekki hafi soðið upp úr hjá flokknum fyrr en í byrjun mánaðar þegar konurnar hafi viljað koma Brynjólfi frá. Jón segist ekki vita hvers vegna konurnar vilji koma Brynjólfi frá, hann hafi spurt þær að því en þær ekki svarað. Hann sjái enga lausn á þessu máli og ætli ekki að starfa fyrir Flokk fólksins á meðan núverandi flokksforysta situr. „Eftir þetta sem við höfum gengið í gegnum finnst mér með ólíkindum að nokkrum fólki sé stjórnað með þessum hætti, þá er ég ekki síður að tala um formann og varaformann Flokks fólksins,“ segir Jón.
Flokkur fólksins Akureyri Sveitarstjórnarmál Bítið Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Tengdar fréttir Kallar konurnar „upphlaupsmanneskjur“ og „svikakvensur“ Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, sem kallar sig „guðföður“ framboðslista Flokks fólksins á Akureyri, hefur ritað aðsenda grein á Akureyri.net, sem virðist renna stoðum undir ásakanir þriggja kvenna á listanum sem hafa sakað karlmenn í forystunni á Akureyri um lítilsvirðingu, rógburð og áreiti. 20. september 2022 07:22 Þrjár konur í Flokki fólksins stíga fram og lýsa óásættanlegri framkomu í sinn garð Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. 13. september 2022 10:52 Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53 Brynjólfur telur ásakanir á hendur sér með svæsnustu persónuárásum íslenskrar stjórnmálasögu Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir, oddviti Flokks fólksins á Akureyri, er ómyrkur í máli í samtali við fréttastofu þar sem hann svarar ásökunum á hendur sér frá flokkssystrum sínum nyrðra. Hann segir aðeins tvennt í stöðunni, annað hvort fari hann frá eða konurnar. 14. september 2022 16:37 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Kallar konurnar „upphlaupsmanneskjur“ og „svikakvensur“ Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, sem kallar sig „guðföður“ framboðslista Flokks fólksins á Akureyri, hefur ritað aðsenda grein á Akureyri.net, sem virðist renna stoðum undir ásakanir þriggja kvenna á listanum sem hafa sakað karlmenn í forystunni á Akureyri um lítilsvirðingu, rógburð og áreiti. 20. september 2022 07:22
Þrjár konur í Flokki fólksins stíga fram og lýsa óásættanlegri framkomu í sinn garð Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. 13. september 2022 10:52
Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53
Brynjólfur telur ásakanir á hendur sér með svæsnustu persónuárásum íslenskrar stjórnmálasögu Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir, oddviti Flokks fólksins á Akureyri, er ómyrkur í máli í samtali við fréttastofu þar sem hann svarar ásökunum á hendur sér frá flokkssystrum sínum nyrðra. Hann segir aðeins tvennt í stöðunni, annað hvort fari hann frá eða konurnar. 14. september 2022 16:37