Kallar konurnar „upphlaupsmanneskjur“ og „svikakvensur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. september 2022 07:22 Hjörleifur kallar sig „guðföður“ lista Flokks fólksins en efstu konur á lista „upphlaupsmanneskjur“ og „svikakvensur“. Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, sem kallar sig „guðföður“ framboðslista Flokks fólksins á Akureyri, hefur ritað aðsenda grein á Akureyri.net þar sem hann svarar þremur konum á listanum sem hafa sakað karlmenn í forystunni á Akureyri um lítilsvirðingu, rógburð og áreiti. Í greininni talar Hjörleifur ítrekað um konurnar sem „svikakvendi“ eða „svikakvensur“ og gerir að því skóna að ein þeirra, Tinna Guðmundsdóttir, sé veik á geði. Þar vísar hann til meintra sögusagna og segist meðal annars ekki hafa þorað að bjóða Tinnu að gista hjá sér. „Tinna kom oftar en einu sinni heim til mín að degi til vegna þess að hún sá um alla tölvuvinnu fyrir framboðið. Ég hefði einfaldlega ekki þorað að bjóða henni að kvöldi og alls ekki boðið gistingu þar sem ég hafði margt misjafnt um hana heyrt og sel ekki dýrar en ég keypti eins og fyrr segir e.t.v. minnugur þeirrar umfjöllunar um ýmislegt misyndisfólks sem er ekki heilt á geði og ber fyrir sig jafnvel hnífa,“ segir Hjörleifur. Um aðra, Hannesínu Scheving Virgild Chester, segist hann vart hafa hitt „ómerkilegri persónu enda svikakvendi“. „Lýsingar hennar á að hafa sett söfnunarlista inn um bréfalúguna og hlaupið í flýti í burtu vegna hræðslu við mig og símtöl mín við hana sem hún af „manngæsku sinni“ hætti að svars voru frá minni hálfu liður í því að bera klæði á vopnin þegar að ég skynjaði hvernig ástandið var að þróast og þetta er sannleikur málsins. Stundum heimsækja mig konur án hræðslumerkja enda fer vel á með okkur og þær verða ekki varar við kynlífstilburði af minni hálfu.“ Hjörleifur segir konurnar hafa útilokað hann frá fundarsetu með því að segjast ekki myndu mæta ef hann mætti, „sjálfur guðfaðir framboðsins“ eins og hann orðar það. Hann segist íhuga alvarlega að stefna „svikakvensunum“ fyrir meiðyrði og jafnvel kynferðisofbeldi. Grein Hjörleifs. Akureyri Flokkur fólksins MeToo Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira
Í greininni talar Hjörleifur ítrekað um konurnar sem „svikakvendi“ eða „svikakvensur“ og gerir að því skóna að ein þeirra, Tinna Guðmundsdóttir, sé veik á geði. Þar vísar hann til meintra sögusagna og segist meðal annars ekki hafa þorað að bjóða Tinnu að gista hjá sér. „Tinna kom oftar en einu sinni heim til mín að degi til vegna þess að hún sá um alla tölvuvinnu fyrir framboðið. Ég hefði einfaldlega ekki þorað að bjóða henni að kvöldi og alls ekki boðið gistingu þar sem ég hafði margt misjafnt um hana heyrt og sel ekki dýrar en ég keypti eins og fyrr segir e.t.v. minnugur þeirrar umfjöllunar um ýmislegt misyndisfólks sem er ekki heilt á geði og ber fyrir sig jafnvel hnífa,“ segir Hjörleifur. Um aðra, Hannesínu Scheving Virgild Chester, segist hann vart hafa hitt „ómerkilegri persónu enda svikakvendi“. „Lýsingar hennar á að hafa sett söfnunarlista inn um bréfalúguna og hlaupið í flýti í burtu vegna hræðslu við mig og símtöl mín við hana sem hún af „manngæsku sinni“ hætti að svars voru frá minni hálfu liður í því að bera klæði á vopnin þegar að ég skynjaði hvernig ástandið var að þróast og þetta er sannleikur málsins. Stundum heimsækja mig konur án hræðslumerkja enda fer vel á með okkur og þær verða ekki varar við kynlífstilburði af minni hálfu.“ Hjörleifur segir konurnar hafa útilokað hann frá fundarsetu með því að segjast ekki myndu mæta ef hann mætti, „sjálfur guðfaðir framboðsins“ eins og hann orðar það. Hann segist íhuga alvarlega að stefna „svikakvensunum“ fyrir meiðyrði og jafnvel kynferðisofbeldi. Grein Hjörleifs.
Akureyri Flokkur fólksins MeToo Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira