Segir óhugsandi að gera sárin og atvikalýsingar opinberar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. september 2022 14:50 Sunna Dóra Möller, ein þeirra sex kvenna sem sökuðu prest um sóknarprest um ósæmilega hegðun, segir að framganga formanns Prestafélags Íslands hafi komið sér í opna skjöldu. Digraneskirkja Séra Sunna Dóra Möller, ein sex kvenna sem sökuðu séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest við Digranes- og Hjallaprestakall um ósæmilega hegðun, segist eiga erfitt með að sætta sig við framgöngu Arnaldar Bárðarsonar, formanns Prestafélagsins,sem hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir umdeilt viðtal hans hjá Útvarpi sögu þar sem hann sagði séra Gunnar vera þolanda í málinu vegna langrar málsmeðferðar. Arnaldur greindi frá því í samtali við Mbl.is í gærkvöldi að hann hygðist ekki segja af sér þrátt fyrir ákall þess efnis frá Félagi prestvígðra kvenna og að hann myndi boða til félagsfundar. Hann sagðist þá kalla eftir því að skýrsla Þjóðkirkjunnar yrði gerð opinber því hann tryði á opna umræðu og að innan Þjóðkirkjunnar ættu „öll mál að vera uppi á borðinu.“Sjá nánar: Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins Séra Sunna segir framgöngu Arnaldar og ákvörðun hans hafa komið sér í opna skjöldu. „Mér brá svolítið á föstudaginn þegar hann kom fram í fjölmiðlum og nefni orðin lygar og rangfærslur, útskýrir Sunna. Niðurstaða teymis Þjóðkirkjunnar er að Gunnar hafi í tíu tilfellum gerst uppvís að háttsemi sem stríðir gegn ákvæðum Þjóðkirkjunnar um einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni og ofbeldi. Sunnu var líka brugðið við að lesa um kröfu hans um að málsgögn yrðu gerð opinber. Tilhugsunin sé óbærileg og komi það ekki til greina af hálfu Sunnu að gera skýrsluna opinbera. „Vegna þess að í þessari skýrslu eru ekki bara orð á blaði heldur opin sár. Og í mínum huga er búið að ræða þetta. Við erum búnar að ganga í gegnum þetta og að því leyti til finnst mér þetta ekki lengur til umræðu. Varðandi það hvort hann ætli að sitja áfram þá verður hann bara að eiga það við sína samvisku. Heiðarlega sagt, þá finnst mér ég ekki alveg eiga samleið með því [Prestafélagi Íslands] á meðan formaðurinn gengur svona fram.“ Sunna segir að málið hafi fengið faglega og efnislega umræðu. „Ég er ekki tilbúin til að fara með sárin mín og atvikalýsingar út í almenna umræðu og inn á almennan félagsfund. Að það sé verið að setja þau á uppboð. Það kemur bara ekki til greina og í mínum huga værum við að ganga inn í mjög skaðlegar aðstæður. Það er hlutverk okkar þolendanna í þessu máli að hlúa að okkur sjálfum og treysta þessari niðurstöðu sem er afgerandi og skýr og á bara ekkert að vera neitt frekar til umræðu,“ segir Sunna. Hún viðurkennir að kvíða fundinum. „Við finnum allar fyrir kvíða gagnvart því að ganga inn í þessar aðstæður. Það er verið að ræða þetta og þetta er umdeilt innan ákveðinna hópa. Auðvitað langar mann bara að flýja í skjól og hvíla í því að það sé komin niðurstaða en ég vona það að okkur lánist að ræða þetta á heiðarlegan og efnislegan hátt, án þess að fara inn í sárin og inn í allt þetta sem hefur gengið á. Ég allavega treysti mér ekki til þess að leggja mig þannig á borðið.“ Það sé sársaukafullt fyrir þolendur í málinu að öllu sé snúið á hvolf með því að kalla séra Gunnar þolanda og þess vegna hafi félag prestvígðra kvenna farið fram á afsögn. „Þarna finnst mér hann ekki fara vel með orðið þolandi og í því samhengi hefur hann misst traust og þess vegna sendi Félag prestvígðra kvenna frá sér þessa ályktun, sem er sterk og mikilvæg og sýnir að konur í prestastétt líða ekki lengur gerendameðvirkni og þolendaskömm.“ Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Tengdar fréttir Vantraustsyfirlýsing kvenpresta byggð á „hreinum rangfærslum og lygi“ Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir vantraustsyfirlýsingu Félags prestvígðra kvenna gagnvart honum byggða á lygum. Hún sé ómarktæk. Hann gengst þó við mistökum í viðtali við Útvarp sögu, sem vantraustsyfirlýsingin snýr meðal annars að. 16. september 2022 12:11 Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins vegna viðtals við Útvarp sögu Félag prestvígðra kvenna krefst þess að Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segi af sér vegna ummæla hans í viðtali við Útvarp sögu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félags Prestvígðra kvenna sem gefin er út eftir fund félagsins í Langholtskirkju í gær. 16. september 2022 11:15 Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. 15. september 2022 14:04 Uppvís að kynferðislegri áreitni í tvígang Teymi Þjóðkirkjunnar hefur metið sem svo að tíu sinnum hafi sóknarprestur kirkjunnar orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum EKKO-reglugerðar kirkjunnar (reglugerð um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni, sem og annað ofbeldi). Presturinn hefur látið af störfum og áformað er að veita honum áminningu. 14. september 2022 13:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Arnaldur greindi frá því í samtali við Mbl.is í gærkvöldi að hann hygðist ekki segja af sér þrátt fyrir ákall þess efnis frá Félagi prestvígðra kvenna og að hann myndi boða til félagsfundar. Hann sagðist þá kalla eftir því að skýrsla Þjóðkirkjunnar yrði gerð opinber því hann tryði á opna umræðu og að innan Þjóðkirkjunnar ættu „öll mál að vera uppi á borðinu.“Sjá nánar: Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins Séra Sunna segir framgöngu Arnaldar og ákvörðun hans hafa komið sér í opna skjöldu. „Mér brá svolítið á föstudaginn þegar hann kom fram í fjölmiðlum og nefni orðin lygar og rangfærslur, útskýrir Sunna. Niðurstaða teymis Þjóðkirkjunnar er að Gunnar hafi í tíu tilfellum gerst uppvís að háttsemi sem stríðir gegn ákvæðum Þjóðkirkjunnar um einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni og ofbeldi. Sunnu var líka brugðið við að lesa um kröfu hans um að málsgögn yrðu gerð opinber. Tilhugsunin sé óbærileg og komi það ekki til greina af hálfu Sunnu að gera skýrsluna opinbera. „Vegna þess að í þessari skýrslu eru ekki bara orð á blaði heldur opin sár. Og í mínum huga er búið að ræða þetta. Við erum búnar að ganga í gegnum þetta og að því leyti til finnst mér þetta ekki lengur til umræðu. Varðandi það hvort hann ætli að sitja áfram þá verður hann bara að eiga það við sína samvisku. Heiðarlega sagt, þá finnst mér ég ekki alveg eiga samleið með því [Prestafélagi Íslands] á meðan formaðurinn gengur svona fram.“ Sunna segir að málið hafi fengið faglega og efnislega umræðu. „Ég er ekki tilbúin til að fara með sárin mín og atvikalýsingar út í almenna umræðu og inn á almennan félagsfund. Að það sé verið að setja þau á uppboð. Það kemur bara ekki til greina og í mínum huga værum við að ganga inn í mjög skaðlegar aðstæður. Það er hlutverk okkar þolendanna í þessu máli að hlúa að okkur sjálfum og treysta þessari niðurstöðu sem er afgerandi og skýr og á bara ekkert að vera neitt frekar til umræðu,“ segir Sunna. Hún viðurkennir að kvíða fundinum. „Við finnum allar fyrir kvíða gagnvart því að ganga inn í þessar aðstæður. Það er verið að ræða þetta og þetta er umdeilt innan ákveðinna hópa. Auðvitað langar mann bara að flýja í skjól og hvíla í því að það sé komin niðurstaða en ég vona það að okkur lánist að ræða þetta á heiðarlegan og efnislegan hátt, án þess að fara inn í sárin og inn í allt þetta sem hefur gengið á. Ég allavega treysti mér ekki til þess að leggja mig þannig á borðið.“ Það sé sársaukafullt fyrir þolendur í málinu að öllu sé snúið á hvolf með því að kalla séra Gunnar þolanda og þess vegna hafi félag prestvígðra kvenna farið fram á afsögn. „Þarna finnst mér hann ekki fara vel með orðið þolandi og í því samhengi hefur hann misst traust og þess vegna sendi Félag prestvígðra kvenna frá sér þessa ályktun, sem er sterk og mikilvæg og sýnir að konur í prestastétt líða ekki lengur gerendameðvirkni og þolendaskömm.“
Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Tengdar fréttir Vantraustsyfirlýsing kvenpresta byggð á „hreinum rangfærslum og lygi“ Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir vantraustsyfirlýsingu Félags prestvígðra kvenna gagnvart honum byggða á lygum. Hún sé ómarktæk. Hann gengst þó við mistökum í viðtali við Útvarp sögu, sem vantraustsyfirlýsingin snýr meðal annars að. 16. september 2022 12:11 Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins vegna viðtals við Útvarp sögu Félag prestvígðra kvenna krefst þess að Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segi af sér vegna ummæla hans í viðtali við Útvarp sögu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félags Prestvígðra kvenna sem gefin er út eftir fund félagsins í Langholtskirkju í gær. 16. september 2022 11:15 Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. 15. september 2022 14:04 Uppvís að kynferðislegri áreitni í tvígang Teymi Þjóðkirkjunnar hefur metið sem svo að tíu sinnum hafi sóknarprestur kirkjunnar orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum EKKO-reglugerðar kirkjunnar (reglugerð um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni, sem og annað ofbeldi). Presturinn hefur látið af störfum og áformað er að veita honum áminningu. 14. september 2022 13:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Vantraustsyfirlýsing kvenpresta byggð á „hreinum rangfærslum og lygi“ Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir vantraustsyfirlýsingu Félags prestvígðra kvenna gagnvart honum byggða á lygum. Hún sé ómarktæk. Hann gengst þó við mistökum í viðtali við Útvarp sögu, sem vantraustsyfirlýsingin snýr meðal annars að. 16. september 2022 12:11
Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins vegna viðtals við Útvarp sögu Félag prestvígðra kvenna krefst þess að Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segi af sér vegna ummæla hans í viðtali við Útvarp sögu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félags Prestvígðra kvenna sem gefin er út eftir fund félagsins í Langholtskirkju í gær. 16. september 2022 11:15
Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. 15. september 2022 14:04
Uppvís að kynferðislegri áreitni í tvígang Teymi Þjóðkirkjunnar hefur metið sem svo að tíu sinnum hafi sóknarprestur kirkjunnar orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum EKKO-reglugerðar kirkjunnar (reglugerð um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni, sem og annað ofbeldi). Presturinn hefur látið af störfum og áformað er að veita honum áminningu. 14. september 2022 13:15
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent