Segja grímuklædda stuðningsmenn Bröndby hafa ógnað sér Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2022 13:00 Stuðningsmenn FCK segja stuðningsmenn Bröndby hafa ógnað sér á Fjóni í gær. Getty/Lars Ronbog Stuðningsmönnum Bröndby og FC Kaupmannahafnar lenti saman á heimleið til Kaupmannahafnar eftir að bæði lið höfðu verið að spila á Jótlandi í gær, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Bröndby gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Viborg en FCK tapaði 2-1 á útivelli gegn Midtjylland. Lögreglan á Fjóni staðfesti að til átaka hefði komið þegar stuðningsmenn liðanna voru á sama áningarstað á leiðinni heim, og í tilkynningu frá FCK segir að ráðist hafi verið á stuðningsmenn liðsins og rúturnar sem þeir ferðuðust í. Vi har desværre modtaget mange meldinger, inklusiv fra ansatte i klubben, om, at tilfældige FCK fans og deres busser er blevet overfaldet på en rasteplads på Fyn på vej hjem fra kampen i Herning. Vi håber alle er uskadte og tager skarp afstand fra den idioti.— F.C. København (@FCKobenhavn) September 18, 2022 Á heimasíðu stuðningsmannafélags FCK segir að í raun hafi grímuklæddir stuðningsmenn Bröndby ráðist að rútunum sem stuðningsmenn FCK ferðuðust í. Rúturnar hafi stöðvað á áningarstaðnum í von um að rútur Bröndby-stuðningsmanna færu framhjá og áleiðis til Kaupmannahafnar án þess að hóparnir ættu á hættu að mætast. Lögregla hafi jafnframt búið til vegartálma með tveimur lögreglubílum en af óútskýrðum ástæðum hafi ein Bröndby-rútan komist inn fyrir tálmana og úr henni hafi komið menn sem réðust að FCK-rútunum. Í tilkynningu stuðningsmannafélags FCK segir að hins vegar hafi enginn meiðst og að greiðlega hafi gengið að ná stjórn á aðstæðunum. „Við erum sorgmædd yfir því að enn einu sinni sé ráðist á friðsæla stuðningsmenn FCK sem reyna að fylgja liðinu sínu eftir. Við erum líka leið yfir því að svona árás verði þegar sérstaklega er reynt að koma í veg fyrir átök og við eigum alltaf í góðum samræðum við lögreglu og stuðningsmannafélag Bröndby til að koma í veg fyrir að rútur liðanna séu á sama stað,“ segir í tilkynningunni. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira
Bröndby gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Viborg en FCK tapaði 2-1 á útivelli gegn Midtjylland. Lögreglan á Fjóni staðfesti að til átaka hefði komið þegar stuðningsmenn liðanna voru á sama áningarstað á leiðinni heim, og í tilkynningu frá FCK segir að ráðist hafi verið á stuðningsmenn liðsins og rúturnar sem þeir ferðuðust í. Vi har desværre modtaget mange meldinger, inklusiv fra ansatte i klubben, om, at tilfældige FCK fans og deres busser er blevet overfaldet på en rasteplads på Fyn på vej hjem fra kampen i Herning. Vi håber alle er uskadte og tager skarp afstand fra den idioti.— F.C. København (@FCKobenhavn) September 18, 2022 Á heimasíðu stuðningsmannafélags FCK segir að í raun hafi grímuklæddir stuðningsmenn Bröndby ráðist að rútunum sem stuðningsmenn FCK ferðuðust í. Rúturnar hafi stöðvað á áningarstaðnum í von um að rútur Bröndby-stuðningsmanna færu framhjá og áleiðis til Kaupmannahafnar án þess að hóparnir ættu á hættu að mætast. Lögregla hafi jafnframt búið til vegartálma með tveimur lögreglubílum en af óútskýrðum ástæðum hafi ein Bröndby-rútan komist inn fyrir tálmana og úr henni hafi komið menn sem réðust að FCK-rútunum. Í tilkynningu stuðningsmannafélags FCK segir að hins vegar hafi enginn meiðst og að greiðlega hafi gengið að ná stjórn á aðstæðunum. „Við erum sorgmædd yfir því að enn einu sinni sé ráðist á friðsæla stuðningsmenn FCK sem reyna að fylgja liðinu sínu eftir. Við erum líka leið yfir því að svona árás verði þegar sérstaklega er reynt að koma í veg fyrir átök og við eigum alltaf í góðum samræðum við lögreglu og stuðningsmannafélag Bröndby til að koma í veg fyrir að rútur liðanna séu á sama stað,“ segir í tilkynningunni.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira