„Amma, maturinn stingur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 18. september 2022 14:11 Alls voru þrjár teiknibólur ofan í pokanum. Kona sem lenti í því að þriggja ára barnabarn hennar fann teiknibólur í morgunkorninu sínu segir upplifunina hafa verið hræðilega. Verið er að skoða hvernig þetta gat gerst og en það er undir Matvælastofnun komið að innkalla vöruna. Ásta Gunna Kristjánsdóttir sat í gærmorgun heima hjá sér ásamt þriggja ára barnabarni sínu sem var í heimsókn yfir helgina. Barnabarn Ástu var að borða morgunkorn sem hún hafði keypt tveimur vikum áður á Siglufirði. Morgunkornið heitir Cocoa Alpha Bites og er frá fyrirtækinu BEAR. „Hún fær morgunmat einn dag þarna fyrir norðan og svo tek ég pakkann með mér heim. Svo er hún hjá mér núna um helgina og ég gef henni að borða. Ég sit hjá henni, þá tekur hún úr munninum teiknibólu og segir „Amma, maturinn stingur“ og segir mér að hún hafi meitt sig í tönnunum. Ég spyr hana hvað hún er með þá var hún með teiknibólu í munninum,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu. Hefði getað farið verr Ásta fann tvær teiknibólur í viðbót í pokanum sem barnabarn hennar hafði verið að borða úr. Hún vissi ekki hvernig hún ætti að bregðast við en hafði samband við innflytjandann og kjörbúðina. Kjörbúðin tók vöruna samstundis úr hillum hjá sér. „Þetta er bara hræðilegt. Ég á ársgamalt barnabarn, ef ég hefði verið að mata hana þá hefði hún kyngt í þessu,“ segir Ásta. Telur þetta vera skemmdarverk Hún gerir ráð fyrir að um sé að ræða skemmdarverk hjá einhverjum sem starfar við framleiðslu vörunnar en morgunkornið er framleitt í Litáen. „Það hlýtur eiginlega vera, það getur enginn sagt mér að teiknibóla fari óvart í morgunmat hjá börnum. Þetta er lokaður pakki og innsiglaður og allt,“ segir Ásta. Í samtali við fréttastofu segir Axel Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Omax ehf. sem flytur vöruna inn, að fyrirtækið skoða málið í samráði við MAST sem sér um innköllun vörunnar. Síðasti söludagur morgunkornsins sem teiknibólurnar fundust í er 18. júlí 2023. Börn og uppeldi Matur Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Ásta Gunna Kristjánsdóttir sat í gærmorgun heima hjá sér ásamt þriggja ára barnabarni sínu sem var í heimsókn yfir helgina. Barnabarn Ástu var að borða morgunkorn sem hún hafði keypt tveimur vikum áður á Siglufirði. Morgunkornið heitir Cocoa Alpha Bites og er frá fyrirtækinu BEAR. „Hún fær morgunmat einn dag þarna fyrir norðan og svo tek ég pakkann með mér heim. Svo er hún hjá mér núna um helgina og ég gef henni að borða. Ég sit hjá henni, þá tekur hún úr munninum teiknibólu og segir „Amma, maturinn stingur“ og segir mér að hún hafi meitt sig í tönnunum. Ég spyr hana hvað hún er með þá var hún með teiknibólu í munninum,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu. Hefði getað farið verr Ásta fann tvær teiknibólur í viðbót í pokanum sem barnabarn hennar hafði verið að borða úr. Hún vissi ekki hvernig hún ætti að bregðast við en hafði samband við innflytjandann og kjörbúðina. Kjörbúðin tók vöruna samstundis úr hillum hjá sér. „Þetta er bara hræðilegt. Ég á ársgamalt barnabarn, ef ég hefði verið að mata hana þá hefði hún kyngt í þessu,“ segir Ásta. Telur þetta vera skemmdarverk Hún gerir ráð fyrir að um sé að ræða skemmdarverk hjá einhverjum sem starfar við framleiðslu vörunnar en morgunkornið er framleitt í Litáen. „Það hlýtur eiginlega vera, það getur enginn sagt mér að teiknibóla fari óvart í morgunmat hjá börnum. Þetta er lokaður pakki og innsiglaður og allt,“ segir Ásta. Í samtali við fréttastofu segir Axel Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Omax ehf. sem flytur vöruna inn, að fyrirtækið skoða málið í samráði við MAST sem sér um innköllun vörunnar. Síðasti söludagur morgunkornsins sem teiknibólurnar fundust í er 18. júlí 2023.
Börn og uppeldi Matur Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira