„Amma, maturinn stingur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 18. september 2022 14:11 Alls voru þrjár teiknibólur ofan í pokanum. Kona sem lenti í því að þriggja ára barnabarn hennar fann teiknibólur í morgunkorninu sínu segir upplifunina hafa verið hræðilega. Verið er að skoða hvernig þetta gat gerst og en það er undir Matvælastofnun komið að innkalla vöruna. Ásta Gunna Kristjánsdóttir sat í gærmorgun heima hjá sér ásamt þriggja ára barnabarni sínu sem var í heimsókn yfir helgina. Barnabarn Ástu var að borða morgunkorn sem hún hafði keypt tveimur vikum áður á Siglufirði. Morgunkornið heitir Cocoa Alpha Bites og er frá fyrirtækinu BEAR. „Hún fær morgunmat einn dag þarna fyrir norðan og svo tek ég pakkann með mér heim. Svo er hún hjá mér núna um helgina og ég gef henni að borða. Ég sit hjá henni, þá tekur hún úr munninum teiknibólu og segir „Amma, maturinn stingur“ og segir mér að hún hafi meitt sig í tönnunum. Ég spyr hana hvað hún er með þá var hún með teiknibólu í munninum,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu. Hefði getað farið verr Ásta fann tvær teiknibólur í viðbót í pokanum sem barnabarn hennar hafði verið að borða úr. Hún vissi ekki hvernig hún ætti að bregðast við en hafði samband við innflytjandann og kjörbúðina. Kjörbúðin tók vöruna samstundis úr hillum hjá sér. „Þetta er bara hræðilegt. Ég á ársgamalt barnabarn, ef ég hefði verið að mata hana þá hefði hún kyngt í þessu,“ segir Ásta. Telur þetta vera skemmdarverk Hún gerir ráð fyrir að um sé að ræða skemmdarverk hjá einhverjum sem starfar við framleiðslu vörunnar en morgunkornið er framleitt í Litáen. „Það hlýtur eiginlega vera, það getur enginn sagt mér að teiknibóla fari óvart í morgunmat hjá börnum. Þetta er lokaður pakki og innsiglaður og allt,“ segir Ásta. Í samtali við fréttastofu segir Axel Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Omax ehf. sem flytur vöruna inn, að fyrirtækið skoða málið í samráði við MAST sem sér um innköllun vörunnar. Síðasti söludagur morgunkornsins sem teiknibólurnar fundust í er 18. júlí 2023. Börn og uppeldi Matur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Ásta Gunna Kristjánsdóttir sat í gærmorgun heima hjá sér ásamt þriggja ára barnabarni sínu sem var í heimsókn yfir helgina. Barnabarn Ástu var að borða morgunkorn sem hún hafði keypt tveimur vikum áður á Siglufirði. Morgunkornið heitir Cocoa Alpha Bites og er frá fyrirtækinu BEAR. „Hún fær morgunmat einn dag þarna fyrir norðan og svo tek ég pakkann með mér heim. Svo er hún hjá mér núna um helgina og ég gef henni að borða. Ég sit hjá henni, þá tekur hún úr munninum teiknibólu og segir „Amma, maturinn stingur“ og segir mér að hún hafi meitt sig í tönnunum. Ég spyr hana hvað hún er með þá var hún með teiknibólu í munninum,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu. Hefði getað farið verr Ásta fann tvær teiknibólur í viðbót í pokanum sem barnabarn hennar hafði verið að borða úr. Hún vissi ekki hvernig hún ætti að bregðast við en hafði samband við innflytjandann og kjörbúðina. Kjörbúðin tók vöruna samstundis úr hillum hjá sér. „Þetta er bara hræðilegt. Ég á ársgamalt barnabarn, ef ég hefði verið að mata hana þá hefði hún kyngt í þessu,“ segir Ásta. Telur þetta vera skemmdarverk Hún gerir ráð fyrir að um sé að ræða skemmdarverk hjá einhverjum sem starfar við framleiðslu vörunnar en morgunkornið er framleitt í Litáen. „Það hlýtur eiginlega vera, það getur enginn sagt mér að teiknibóla fari óvart í morgunmat hjá börnum. Þetta er lokaður pakki og innsiglaður og allt,“ segir Ásta. Í samtali við fréttastofu segir Axel Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Omax ehf. sem flytur vöruna inn, að fyrirtækið skoða málið í samráði við MAST sem sér um innköllun vörunnar. Síðasti söludagur morgunkornsins sem teiknibólurnar fundust í er 18. júlí 2023.
Börn og uppeldi Matur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent