Innlent

Sprengisandur: Skattamál, innviðauppbygging, umhverfismál og málefni fatlaðs fólks

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Í dag verður eitt og annað á Sprengisandinum. Gunnar Smári Egilsson hefur ritað sjö greinar um skattamál og segir skattkerfið íslenska hygla hinum ríku og að það auki á ójöfnuð. Óli Björn Kárason alþingismaður Sjálfstæðisflokksins verður til andsvara.

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins ræðir umfangsmikla innviðauppbyggingu og svarar spurningum um hana, við ræðum líka fleiri mál sem hátt ber í pólitíkinni.

Umhverfisstofnun sendi nýverið frá sér bráðabirgðaútreikninga sem sýna að losun gróðurhúsalofttegunda jókst um þrjú prósent á Íslandi á milli ára 2020 og 2021. Vonbrigði segja margir um þetta, Auður Önnu Magnúsardóttir framkvæmdastjóri Landverndar ræðir þessa stöðu.

Og vonbrigðin eru víðar:

Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður ÖBÍ - hún segir fjárlagafrumvarpið nýja ein allsherjar vonbrigði fyrir fatlað fólk, þar sé ekkert að hafa og loforð um 10% aukningu fjár í málefni fatlaðra sé í raun bara 1%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×