„Erum búin að bíða eftir þessari höll síðan við vorum sex ára eða eitthvað“ Jón Már Ferro skrifar 15. september 2022 22:30 Bjarni á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vilhelm „Að hafa náð svona góðum leik í vígsluleiknum. Það er smá ævintýri yfir þessu,“ sagði hrærður Bjarni Fritzon, þjálfari ÍR, eftir frábæran sigur á Haukum 33-29 í fyrsta leik félagsins á nýjum heimavelli í Skógarseli. „Við hittum bara á daginn okkar. Við erum líka bara búnir að leggja hart að okkur og við erum með fullt af hæfileikum í þessu liði.“ Þrátt fyrir frábæran leik var Bjarni jarðbundinn og stóískur aðspurður hvort að það hafi ekki allt gegnið upp. „Þetta er bara svolítið fyndið. Maður tapar, þá er maður eitthvað, allt ómögulegt. Svo vinnur maður og allt frábært. Auðvitað er fullt sem við þurfum að laga og þetta er langt tímabil. Við gerum bara nákvæmlega það sem við gerðum eftir síðasta leik. Við bara vöknum á morgun og reynum að verða betri.“ Eðlilega var þjálfari Breiðhyltinga stoltur af sinu liði. Sérstaklega vegna þess að ÍR-ingum var spáð falli fyrir tímabilið. „Mér fannst bara mjög mikið hjarta í strákunum og mér fannst þeir koma út úr skelinni miðað við síðasta leik. Við töluðum mikið um það, það er búið að afskrifa okkur svolítið. Við höfum aldrei neinu að tapa þannig við eigum ekkert að vera stressaðir heldur fullir tilhökkunnar og keyra á þetta innan okkar skipulags. Mér fannst þeir ná því bara vel í dag. Varnarleikurinn var heillt yfir, þar til við fórum að missa aðeins undir lokin, var mjög góður. Mér fannst þeir líka ná að keyra tempóið svolítið vel upp.“ Bjarni útskýrði hvernig það hafi verið að leggja upp varnarleik á móti jafn góðu liði og Haukum. „Það er ekkert grín að setja upp varnarleik á móti svona liði sem er eiginlega með tvær línur. Það er að segja, þeir eru með skotmenn svo eru þeir með frábæra maður á mann leikmenn. Við vorum bara með ákveðið skipulag í huga og það er það sem skóp þennan virkilega góða varnarleik var að hjálparvörnin var frábær. Ákefðin var svo góð, nota hendurnar, tilbúnir að fórna sér og það er það sem gerði þetta extra.“ ÍR-ingar eru búnir að bíða lengi eftir nýrri æfinga og keppnishöll. „Þetta er svolítið merkilegt fyrir okkur sem erum rótgrónir ÍR-ingar, þá erum við búin að bíða eftir þessari höll síðan við vorum 6 ára eða eitthvað, þannig við erum komin heim.“ „Við erum bara að verða félag, það er bara það sem er að gerast,“ sagði hrærður Bjarni að lokum. ÍR Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Haukar 33-29 | Vígðu nýtt íþróttahús með sigri Fyrsti keppnisleikurinn í nýju íþróttahúsi við Skógarsel fór fram þegar ÍR tók á móti Haukum í annari umferð Olís-deildar karla í kvöld. Fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 33-29. 15. september 2022 21:00 Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
„Við hittum bara á daginn okkar. Við erum líka bara búnir að leggja hart að okkur og við erum með fullt af hæfileikum í þessu liði.“ Þrátt fyrir frábæran leik var Bjarni jarðbundinn og stóískur aðspurður hvort að það hafi ekki allt gegnið upp. „Þetta er bara svolítið fyndið. Maður tapar, þá er maður eitthvað, allt ómögulegt. Svo vinnur maður og allt frábært. Auðvitað er fullt sem við þurfum að laga og þetta er langt tímabil. Við gerum bara nákvæmlega það sem við gerðum eftir síðasta leik. Við bara vöknum á morgun og reynum að verða betri.“ Eðlilega var þjálfari Breiðhyltinga stoltur af sinu liði. Sérstaklega vegna þess að ÍR-ingum var spáð falli fyrir tímabilið. „Mér fannst bara mjög mikið hjarta í strákunum og mér fannst þeir koma út úr skelinni miðað við síðasta leik. Við töluðum mikið um það, það er búið að afskrifa okkur svolítið. Við höfum aldrei neinu að tapa þannig við eigum ekkert að vera stressaðir heldur fullir tilhökkunnar og keyra á þetta innan okkar skipulags. Mér fannst þeir ná því bara vel í dag. Varnarleikurinn var heillt yfir, þar til við fórum að missa aðeins undir lokin, var mjög góður. Mér fannst þeir líka ná að keyra tempóið svolítið vel upp.“ Bjarni útskýrði hvernig það hafi verið að leggja upp varnarleik á móti jafn góðu liði og Haukum. „Það er ekkert grín að setja upp varnarleik á móti svona liði sem er eiginlega með tvær línur. Það er að segja, þeir eru með skotmenn svo eru þeir með frábæra maður á mann leikmenn. Við vorum bara með ákveðið skipulag í huga og það er það sem skóp þennan virkilega góða varnarleik var að hjálparvörnin var frábær. Ákefðin var svo góð, nota hendurnar, tilbúnir að fórna sér og það er það sem gerði þetta extra.“ ÍR-ingar eru búnir að bíða lengi eftir nýrri æfinga og keppnishöll. „Þetta er svolítið merkilegt fyrir okkur sem erum rótgrónir ÍR-ingar, þá erum við búin að bíða eftir þessari höll síðan við vorum 6 ára eða eitthvað, þannig við erum komin heim.“ „Við erum bara að verða félag, það er bara það sem er að gerast,“ sagði hrærður Bjarni að lokum.
ÍR Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Haukar 33-29 | Vígðu nýtt íþróttahús með sigri Fyrsti keppnisleikurinn í nýju íþróttahúsi við Skógarsel fór fram þegar ÍR tók á móti Haukum í annari umferð Olís-deildar karla í kvöld. Fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 33-29. 15. september 2022 21:00 Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Haukar 33-29 | Vígðu nýtt íþróttahús með sigri Fyrsti keppnisleikurinn í nýju íþróttahúsi við Skógarsel fór fram þegar ÍR tók á móti Haukum í annari umferð Olís-deildar karla í kvöld. Fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 33-29. 15. september 2022 21:00