Handbolti

HSÍ tilkynnir 22 leikmanna æfingahóp fyrir forkeppni HM

Atli Arason skrifar
Íslenska landsliðið leikur mikilvæga leiki gegn Ísrael í forkeppni HM þann 5. og 6. nóvember.
Íslenska landsliðið leikur mikilvæga leiki gegn Ísrael í forkeppni HM þann 5. og 6. nóvember. HSÍ

HSÍ hefur tilkynnt 22 leikmanna æfingahóp íslenska kvennalandsliðsins í handbolta sem undirbýr sig fyrir komandi leiki í forkeppni HM 2024.

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn sem kemur til æfinga þann 26. september til 1. október í undirbúningi fyrir leiki liðsins í forkeppni HM 2024 en Ísland leikur gegn Ísrael þann 5. og 6. nóvember.

Athygli vekur að Arnar valdi fimm leikmenn úr undir 18 ára landsliði Íslands sem stóðu sig vel á HM yngri landsliða í sumar.

„Markmiðið með valinu er að veita ungum og efnilegum handknattleikskonum tækifæri á að vera hluti af A-landsliði kvenna,“ segir í tilkynningu HSÍ.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, leikmaður Ringkøbing, og Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, geta ekki tekið þátt með hópnum að þessu sinni vegna meiðsla.

Markverðir:

  • Hafdís Renötudóttir, Fram
  • Ethel Gyða Bjarnasen, HK
  • Sara Sif Helgadóttir, Valur

Aðrir leikmenn:

  • Aldís Ásta Heimisdóttir, Skara HF
  • Andrea Jacobsen, EH Aalborg
  • Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen
  • Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar
  • Elísa Elíasdóttir, ÍBV
  • Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV
  • Hildigunnur Einarsdóttir, Valur
  • Lilja Ágústsdóttir, Valur
  • Lovísa Thompson, Ringköbing Håndbold
  • Perla Ruth Albertsdóttir, Fram
  • Rakel Sara Elvarsdóttir, Volda
  • Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór
  • Sandra Erlingsdóttir, Metzingen
  • Steinunn Björnsdóttir, Fram
  • Sunna Jónsdóttir, ÍBV (
  • Thea Imani Sturludóttir, Valur
  • Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss
  • Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór
  • Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram

Tengdar fréttir

Verður frá í sex til átta mánuði

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Ringköbing og íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, verður frá keppni vegna mjaðmarmeiðsla næstu sex til átta mánuði.

„Hún var ekki valin“

Arnar Pétursson segir að Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, hafi einfaldlega ekki verið valin í íslenska landsliðið í handbolta sem mætir Tyrklandi í tveimur leikjum í undankeppni EM í byrjun næsta mánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×