Brynjólfur telur ásakanir á hendur sér með svæsnustu persónuárásum íslenskrar stjórnmálasögu Jakob Bjarnar og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 14. september 2022 16:37 Væringarnar innan Flokks fólksins eiga sér nokkurn aðdraganda en í gær stigu þrjár konur fram og sökuðu karla innan flokksins um niðrandi framkomu í sinn garð og áreiti. Brynjólfur segir ásakanirnar óásættanlegar og að annað hvort fari hann frá eða þær. Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir, oddviti Flokks fólksins á Akureyri, er ómyrkur í máli í samtali við fréttastofu þar sem hann svarar ásökunum á hendur sér frá flokkssystrum sínum nyrðra. Hann segir aðeins tvennt í stöðunni, annað hvort fari hann frá eða konurnar. „Ásakanir Málfríðar Þórðardóttir, Hannesínu Scheving og Tinnu Guðmundsdóttur á hendur okkur Jóni Hjaltasyni eru algjörlega tilhæfulausar og geta flokkast undir svæsnustu pesónuárásir í íslenskri stjórnmálasögu,“ segir Brynjólfur en vænta má yfirlýsingar frá honum innan tíðar. Flokkur fólksins skelfur og nötrar eftir að þrjár konur í forystusveitinni á Akureyri stigu fram í gær og sökuðu karlpening flokksins nyrðra um niðrandi framkomu í sinn garð; einelti, hótanir og í sömum tilfellum hafi verið um kynferðislega áreitni að ræða. Ásakanirnar voru ekki settar fram gegn neinum nafngreindum aðilum en ekki er um marga sem til greina koma. Atburðaráðsin var hröð í gær en nú liggur fyrir að atburðir sem um ræði eigi sér talsvert langan aðdraganda. Inga vildi að Brynjólfur stigi til hliðar Að sögn Brynjólfs vildi Inga Sæland, formaður flokksins, að hann stigi til hliðar sem bæjarfulltrúi flokksins eftir veikindi sem hann hafði átt við að stríða fyrr á árinu. Hún hafi hringt gagngert í sig fyrir viku síðan til að tilkynna þá ákvörðun sína. „Að ég færi í veikindaleyfi einn, tveir og þrír eða yrði rekinn úr flokknum.“ En hún hafi þá dregið það til baka samdægurs. Brynjólfur metur það svo í samtali við fréttastofu að Jakob Frímann Magnússon, þingmaður kjördæmisins, hafi hlutast til um að Inga breytti um kúrs í því máli. Að sögn Brynjólfs hafði Inga Sæland samband við hann fyrir viku og vildi þá að hann stigi til hliðar. Hún dró þá afstöðu sína hins vegar til baka en Bryjólfur metur það svo að þar hafi Jakob Frímann, þingmaður kjördæmisins, hlutast til um málið.vísir/vilhelm Málið sprakk hins vegar fyrst út í gær en þá birti Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður flokksins, yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem hann greindi frá því að hann hefði óskað eftir stjórnarfundi þar sem teknar yrðu fyrir ásakanir um andlegt ofbeldi og kynferðislegt áreiti sem kvenleiðtogar flokksins á Akureyri segðu sig hafa mátt sæta. Strax í kjölfarið stigu konurnar þrjár áðurnefndar fram. Telur framgöngu Guðmundar Inga ámælisverða Vísir ræddi í gær meðal annarra við Jón Hjaltason, þriðja mann á lista flokksins á sveitarstjórnarstiginu á Akureyri, en ásakanirnar hlutu að beinast að honum auk annarra. En hann vísaði þessum ásökunum alfarið á bug. Það gerir Brynjólfur nú einnig. „Við munum óska eftir lögreglurannsókn á aðdraganda þessarar aðfarar,“ segir Brynjólfur og bætir því við að viðbrögð og framganga Guðmundar Inga varaformanns séu með algjörum eindæmum sé litið til sambærilegra mála. Inga Sæland, formaður flokksins, boðaði til fundar aðalstjórnar Flokks fólksins, sem fram fór strax í gærkvöldi. Hún þvertók fyrir, að loknum þeim fundi, að nokkur í forystusveit flokksins á Akureyri hafi verið sakaður um kynferðislegt áreiti. Inga segir dapurt að því hugtaki hafi verið slengt fram í ásökunum þriggja kvenna innan flokksins því nú liggi allir undir grun. Fréttaflutningur langt fyrir neðan öll velsæmismörk Brynjólfur segir að „fundirinn“ hafi hafnað því að hlusta á sjónarmið hans og Jóns, sem Jón þó óskaði sérstaklega eftir. Þá hefur Brynjólfur sitthvað að athuga við umfjöllun fjölmiðla um þetta mál. „Fréttaflutningur sumra fjölmiðla er langt fyrir neðan öll velsæmismörk og myndbirting í ruv.is er meiðandi fyrir afkomendur okkar og kannski þegar búin að valda skaða sem ekki verður bættur.“ Brynjólfur segir aukinheldur að á þessari stundu geti hann ekki séð hvernig þessi „fullkomlega augljósi trúnaðarbrestur“ verði lagfærður: „Þó að ég sé enn dyggur fylgjandi stefnumála Flokks fólksins get ég ekki átt samleið með áðurnefndum flokkssystrum mínum og ég á ekkert vantalað við fyrr en þær taka orð sín aftur opinberlega,“ segir hann og bætir við að hann hafi ekki mikla trú á því að Inga og stjórn flokksins sé vel til þess fallin að lægja öldurnar á komandi dögum. Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Barði í borðið en kannast ekki við ásakanir um kynferðislega áreitni Jón Hjaltason, þriðji maður á lista Flokks fólksins á Akureyri, segist telja að sá illvilji sem þrjár konur í forystu flokksins fyrir norðan hafa talað um sé vísun í atvik sem átti sér stað þegar forystan ræddi mögulegt veikindafrí oddvitans á fundi. 14. september 2022 07:06 Málið sé yfirgripsmeira en nokkur bjóst við Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir stjórn flokksins harmi slegna og sorgmædda vegna frásagna kvenna innan flokksins sem lýst hafa lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. Mennirnir sem ásakanirnar beinast að ætla að fara fram á lögreglurannsókn á málinu. Inga fagnar því, og segir málið afar yfirgripsmikið. 13. september 2022 22:05 Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
„Ásakanir Málfríðar Þórðardóttir, Hannesínu Scheving og Tinnu Guðmundsdóttur á hendur okkur Jóni Hjaltasyni eru algjörlega tilhæfulausar og geta flokkast undir svæsnustu pesónuárásir í íslenskri stjórnmálasögu,“ segir Brynjólfur en vænta má yfirlýsingar frá honum innan tíðar. Flokkur fólksins skelfur og nötrar eftir að þrjár konur í forystusveitinni á Akureyri stigu fram í gær og sökuðu karlpening flokksins nyrðra um niðrandi framkomu í sinn garð; einelti, hótanir og í sömum tilfellum hafi verið um kynferðislega áreitni að ræða. Ásakanirnar voru ekki settar fram gegn neinum nafngreindum aðilum en ekki er um marga sem til greina koma. Atburðaráðsin var hröð í gær en nú liggur fyrir að atburðir sem um ræði eigi sér talsvert langan aðdraganda. Inga vildi að Brynjólfur stigi til hliðar Að sögn Brynjólfs vildi Inga Sæland, formaður flokksins, að hann stigi til hliðar sem bæjarfulltrúi flokksins eftir veikindi sem hann hafði átt við að stríða fyrr á árinu. Hún hafi hringt gagngert í sig fyrir viku síðan til að tilkynna þá ákvörðun sína. „Að ég færi í veikindaleyfi einn, tveir og þrír eða yrði rekinn úr flokknum.“ En hún hafi þá dregið það til baka samdægurs. Brynjólfur metur það svo í samtali við fréttastofu að Jakob Frímann Magnússon, þingmaður kjördæmisins, hafi hlutast til um að Inga breytti um kúrs í því máli. Að sögn Brynjólfs hafði Inga Sæland samband við hann fyrir viku og vildi þá að hann stigi til hliðar. Hún dró þá afstöðu sína hins vegar til baka en Bryjólfur metur það svo að þar hafi Jakob Frímann, þingmaður kjördæmisins, hlutast til um málið.vísir/vilhelm Málið sprakk hins vegar fyrst út í gær en þá birti Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður flokksins, yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem hann greindi frá því að hann hefði óskað eftir stjórnarfundi þar sem teknar yrðu fyrir ásakanir um andlegt ofbeldi og kynferðislegt áreiti sem kvenleiðtogar flokksins á Akureyri segðu sig hafa mátt sæta. Strax í kjölfarið stigu konurnar þrjár áðurnefndar fram. Telur framgöngu Guðmundar Inga ámælisverða Vísir ræddi í gær meðal annarra við Jón Hjaltason, þriðja mann á lista flokksins á sveitarstjórnarstiginu á Akureyri, en ásakanirnar hlutu að beinast að honum auk annarra. En hann vísaði þessum ásökunum alfarið á bug. Það gerir Brynjólfur nú einnig. „Við munum óska eftir lögreglurannsókn á aðdraganda þessarar aðfarar,“ segir Brynjólfur og bætir því við að viðbrögð og framganga Guðmundar Inga varaformanns séu með algjörum eindæmum sé litið til sambærilegra mála. Inga Sæland, formaður flokksins, boðaði til fundar aðalstjórnar Flokks fólksins, sem fram fór strax í gærkvöldi. Hún þvertók fyrir, að loknum þeim fundi, að nokkur í forystusveit flokksins á Akureyri hafi verið sakaður um kynferðislegt áreiti. Inga segir dapurt að því hugtaki hafi verið slengt fram í ásökunum þriggja kvenna innan flokksins því nú liggi allir undir grun. Fréttaflutningur langt fyrir neðan öll velsæmismörk Brynjólfur segir að „fundirinn“ hafi hafnað því að hlusta á sjónarmið hans og Jóns, sem Jón þó óskaði sérstaklega eftir. Þá hefur Brynjólfur sitthvað að athuga við umfjöllun fjölmiðla um þetta mál. „Fréttaflutningur sumra fjölmiðla er langt fyrir neðan öll velsæmismörk og myndbirting í ruv.is er meiðandi fyrir afkomendur okkar og kannski þegar búin að valda skaða sem ekki verður bættur.“ Brynjólfur segir aukinheldur að á þessari stundu geti hann ekki séð hvernig þessi „fullkomlega augljósi trúnaðarbrestur“ verði lagfærður: „Þó að ég sé enn dyggur fylgjandi stefnumála Flokks fólksins get ég ekki átt samleið með áðurnefndum flokkssystrum mínum og ég á ekkert vantalað við fyrr en þær taka orð sín aftur opinberlega,“ segir hann og bætir við að hann hafi ekki mikla trú á því að Inga og stjórn flokksins sé vel til þess fallin að lægja öldurnar á komandi dögum.
Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Barði í borðið en kannast ekki við ásakanir um kynferðislega áreitni Jón Hjaltason, þriðji maður á lista Flokks fólksins á Akureyri, segist telja að sá illvilji sem þrjár konur í forystu flokksins fyrir norðan hafa talað um sé vísun í atvik sem átti sér stað þegar forystan ræddi mögulegt veikindafrí oddvitans á fundi. 14. september 2022 07:06 Málið sé yfirgripsmeira en nokkur bjóst við Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir stjórn flokksins harmi slegna og sorgmædda vegna frásagna kvenna innan flokksins sem lýst hafa lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. Mennirnir sem ásakanirnar beinast að ætla að fara fram á lögreglurannsókn á málinu. Inga fagnar því, og segir málið afar yfirgripsmikið. 13. september 2022 22:05 Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Barði í borðið en kannast ekki við ásakanir um kynferðislega áreitni Jón Hjaltason, þriðji maður á lista Flokks fólksins á Akureyri, segist telja að sá illvilji sem þrjár konur í forystu flokksins fyrir norðan hafa talað um sé vísun í atvik sem átti sér stað þegar forystan ræddi mögulegt veikindafrí oddvitans á fundi. 14. september 2022 07:06
Málið sé yfirgripsmeira en nokkur bjóst við Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir stjórn flokksins harmi slegna og sorgmædda vegna frásagna kvenna innan flokksins sem lýst hafa lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. Mennirnir sem ásakanirnar beinast að ætla að fara fram á lögreglurannsókn á málinu. Inga fagnar því, og segir málið afar yfirgripsmikið. 13. september 2022 22:05
Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53