Enn fjölgar hneykslismálum í sex ára sögu Flokks fólksins Bjarki Sigurðsson skrifar 15. september 2022 07:01 Mikið hefur drifið á daga flokksins síðan hann var stofnaður árið 2016. Vísir/Vilhelm/Flokkur fólksins Kjörnir fulltrúar Flokks fólksins hafa ýmist neyðst til að segja af sér eða verið hvattir til þess í tengslum við erfið mál sem dunið hafa á flokknum á til þess að gera stuttum líftíma hans. Nú síðast sökuðu þrjár konur innan flokksins samflokksmenn sína um lítilsvirðandi framkomu í sinn garð. Flokkur fólksins bauð sig fyrst fram til Alþingiskosninga árið 2016 og hlaut 3,5 prósent atkvæða og engan þingmann. Ári seinna var hins vegar boðað aftur til kosninga og þá var flokkurinn búinn að stórauka fylgi sitt. Fékk 6,9 prósent atkvæða og fjóra menn inn á þing, þau Ingu Sæland, Guðmund Inga Kristinsson, Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason. Flokkur fólksins var kominn á kortið. Hent úr þingveislu Í apríl árið 2018 sagði varaþingmaður Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, Guðmundur Sævar Sævarsson, sig frá varaþingmennsku eftir atvik í þingveislu á Hótel sögu. Greint var frá því í fjölmiðlum að Guðmundur hafi áreitt konur í veislunni með óviðeigandi snertingum þar til fólk hafði fengið nóg. Starfsmenn hentu honum úr veislunni að lokum. „Á sama tíma hef ég gert mér fulla grein fyrir því að ég á við áfengisvandamál að stríða sem ég er að fá aðstoð við, en á eftir langa vegferð þar. Er klárt að ég þarf að huga að minni eigin vegferð og opinber staða er ekki rétti vettvangurinn fyrir mig í dag,“ sagði Guðmundur í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í kjölfar atviksins. Setið að sumbli á Klaustri Í nóvember árið 2018 birtist umfjöllun bæði í DV og Stundinni umfjöllun sem fljótlega fékk viðurnefnið Klaustursmálið. Upptaka hafði náðst af samtali milli fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja úr Flokki fólksins á barnum Klaustur við Kirkjutorg. Þingmennirnir sem ræddu þar saman voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, og Ólafur og Karl Gauti úr Flokki fólksins. Ýmis óviðeigandi ummæli voru látin falla í samtali sem mörg hver þóttu lýsa kvenfyrirlitningu. Bergþór kallaði Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, „húrrandi klikkaða kuntu“. Hvorki Ólafur né Karl Gauti komu henni til varnar. Í kjölfar umfjöllunar um Klaustursmálið bað Inga þá Ólaf og Karl Gauta að segja af sér þingmennsku. Það gerðu þeir þó ekki. Þeir sögðu sig úr Flokki fólksins og gengu til liðs við þingmennina sem sátu með þeim þetta kvöld á barnum í Miðflokknum. Þannig fækkaði þingmönnum flokksins um helming og eftir sátu Inga og Guðmundur sem einu þingmenn flokksins. Á tveimur listum Næstu Alþingiskosningar voru í september árið 2021 og fékk Inga til liðs við sig stórskotalið til að leiða lista flokksins. Má nefna tónlistarmanninn Jakob Frímann Magnússon og Tómas Andrés Tómasson, oftast þekktur sem Tommi á Búllunni. Fyrsta sæti lista flokksins í Norðvesturkjördæmi skipaði Eyjólfur Ármannsson lögfræðingur. Í öðru sæti var síðan kerfóðrarinn Ágúst Heiðar Ólafsson. Í ljós kom að Ágúst var í framboði víðar en fyrir Flokk fólksins. Þannig var hann skráður á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Við þessa uppgötun bað Ágúst um að vera tekin af lista Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem var gert. Hann var að lokum einnig fjarlægður af framboðslista Flokks fólksins. Það er þunn lína á milli þess að vera í framboði á tveimur listum og engum lista. Í staðinn fyrir Ágúst tók Þórunn Björg Bjarnadóttir, landbúnaðarverkakona, annað sætið á lista flokksins. Hún átti þó eftir að segja skilið við flokkinn áður en yfir lauk. Þórunn og hestarnir í Borgarnesi Þórunn var kjörin sem fyrsti varaþingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hún yfirgaf flokkinn á dögunum vegna tengsla við dýraníðsmál sem skekur Borgarfjörð. Þórunn og dóttir hennar, Jenný Ósk Vignisdóttir sem var í 9. sæti listans fyrir síðustu kosningar, eru sakaðar um illa meðferð hrossa á bæ nærri Borgarnesi. Hestarnir voru margir hverjir vannærðir og innilokaðir án dagsbirtu. MAST er með málið til skoðunar en íbúar á svæðinu eru langþreyttir á aðgerðarleysi í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru hestarnir skráðir í eigu Þórunnar en dóttir hennar Jenný er í sambandi með manninum sem sakaður er um dýraníð. „Þetta er vægast sagt skelfilegt. Það verður bara að horfast í augu við það að í samfélaginu á sér stað því miður ótrúlega mikið af illri meðferð á dýrum án þess að við vitum af því,“ sagði Inga Sæland í samtali við Reykjavík síðdegis um málið. Við setningu Alþingis í gær var staðfest að Þórunn og Jenný hefðu báðar sagt af sér varaþingmennsku. Tommi í Taílandi Tommi á Búllunni var fenginn til að leiða lista flokksins í Alþingiskosningunum í fyrrahaust í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann sló snemma í gegn, þá sérstaklega mannlega eðli hans sem aðrir þingmenn eiga það til að glata, en á fyrstu mánuðum þingsins tókst honum að dotta í þingsal og stíga í ræðustól í gallabuxum. Það eru þó hvorki buxur né svefnvenjur Tomma sem hafa vakið mesta athygli síðan hann settist á þing, heldur skilaboð sem hann sendi á félaga sinn er hann var í Taílandsferð. Félaginn tók skjáskot af skilaboðunum og fóru þau í dreifingu á netinu. Í skilaboðunum ræddi Tommi um konur sem hann hafði sofið hjá í ferð sinni. Ein dásamleg 26 ára ca. 45 kg var að yfirgefa herbergið smokklaust. En byrjaði á nuddkonunni fyrr í dag, kvöldið er ungt, 20.21, skrifaði Tommi í einum skilaboðanna. Í samtali við Vísi sagðist hann ekki líta á að hann hafi greitt fyrir kynlíf á meðan hann var úti, enda sé aldrei vísað til greiðslu í skilaboðunum sem fóru í dreifingu. Aðspurður hvort hann hafi einhvern tímann greitt fyrir kynlíf sagði hann: „Eins og ég sagði við þig, ég hef boðið konu út að borða og það hefur endað með kynlífi. Ef það er að borga fyrir kynlíf, þá, ja, hvað á ég að segja við þig? Er það að borga fyrir kynlíf?“ Inga sagðist stolt standa við bak Tómasar í kjölfar umfjöllunar um skilaboðin, sem og allur flokkurinn. Hún sagði ekki koma öðrum við hjá hverjum Tommi hefði sængað í Taílandi. Jakob Frímann og liprunarbréfið Rétt fyrir kosningarnar í fyrra birti DV umfjöllun um liprunarbréf sem Jakob Frímann Magnússon, oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, hafði skrifað undir til að koma barni til föður síns sem þá var búsettur erlendis. Móðir drengsins, sem hann bjó hjá á þeim tíma, vissi ekki af útgáfu bréfsins en Jakob og faðir drengsins voru tengdir. Bréfið var síðar afturkallað þegar drengurinn var kominn út til föðurins og baðst Jakob afsökunar á því að hafa skrifað bréfið. Hann hafi einungis ætlað að hjálpa dreng sem var að hans sögn „fórnarlamb harðvítugrar forræðisdeilu.“ Í kjölfar umfjöllunar DV hófust miklar ritdeilur milli DV og föður drengsins. Ritstjóri og aðstoðarritstjóri DV, Björn Þorfinnsson og Erla Hlynsdóttir, sögðust hafa orðið miklu áreiti vegna málsins. DV tilkynnti föður drengsins til Barnaverndar og sökuðu hann um að hafa beitt syni sínum til að þagga niður í umfjöllun miðilsins. Faðirinn sagði son sinn hafa átt frumkvæðið að því að mótmæla fréttaflutningnum. Kvenfyrirlitning fyrir norðan Í gær birti Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, óvænt færslu á Facebook-síðu sinni. Þar sagðist hann að boða þyrfti til stjórnarfundar hjá Flokki fólksins vegna andlegs ofbeldis og kynferðislegrar áreitni sem kvenleiðtogar flokksins á Akureyri hefðu mátt þola. Stuttu síðar stigu þrjár efstu konur á lista flokksins í kjördæminu fram. Í yfirlýsingu til fjölmiðla sögðu þær karlmenn innan flokksins hafa kallað þær geðveikar og vanhæfar. Inga Sæland birti einnig yfirlýsingu stuttu seinna þar sem hún sagðist vera harmi slegin eftir að hafa lesið yfirlýsingu kvennanna og kallaði til stjórnarfundar sem fram fór strax í gær. Tveir þeirra karlmanna sem skipuðu lista flokksins í sveitarstjórnarkosningum sögðu í samtali við Vísi í gær að ásakanirnar væru tilhæfulausar. Jón Hjaltason sem skipaði þriðja sæti flokksins sagði að upp hafi komið ágreiningur en ekki hafi verið um að ræða einelti eða kynferðislegt ofbeldi. Enn voru línurnar nokkuð óskýrar þar til í morgun þegar Jón sagði í samtali við mbl.is að konurnar hafi sóst eftir því að oddviti flokksins, Brynjólfur Ingvarsson, færi í veikindafrí. Jón hafi þá spurt Málfríði Þórðardóttur, eina kvennanna, hvort það væri við hæfi að ræða endalok Brynjólfs í bæjarstjórn að honum fjarverandi og barði í borðið. Málfríður hafi yfirgefið fundinn grátandi en hún hafi að sögn Jóns mætt grátandi á fundinn. Þá hefur Inga sagt dapurt að ásökunum um kynferðislegt áreiti hafi verið slengt fram. Flokkur fólksins Alþingi Dýraníð í Borgarfirði Upptökur á Klaustur bar Alþingiskosningar 2021 Fréttaskýringar Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Flokkur fólksins bauð sig fyrst fram til Alþingiskosninga árið 2016 og hlaut 3,5 prósent atkvæða og engan þingmann. Ári seinna var hins vegar boðað aftur til kosninga og þá var flokkurinn búinn að stórauka fylgi sitt. Fékk 6,9 prósent atkvæða og fjóra menn inn á þing, þau Ingu Sæland, Guðmund Inga Kristinsson, Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason. Flokkur fólksins var kominn á kortið. Hent úr þingveislu Í apríl árið 2018 sagði varaþingmaður Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, Guðmundur Sævar Sævarsson, sig frá varaþingmennsku eftir atvik í þingveislu á Hótel sögu. Greint var frá því í fjölmiðlum að Guðmundur hafi áreitt konur í veislunni með óviðeigandi snertingum þar til fólk hafði fengið nóg. Starfsmenn hentu honum úr veislunni að lokum. „Á sama tíma hef ég gert mér fulla grein fyrir því að ég á við áfengisvandamál að stríða sem ég er að fá aðstoð við, en á eftir langa vegferð þar. Er klárt að ég þarf að huga að minni eigin vegferð og opinber staða er ekki rétti vettvangurinn fyrir mig í dag,“ sagði Guðmundur í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í kjölfar atviksins. Setið að sumbli á Klaustri Í nóvember árið 2018 birtist umfjöllun bæði í DV og Stundinni umfjöllun sem fljótlega fékk viðurnefnið Klaustursmálið. Upptaka hafði náðst af samtali milli fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja úr Flokki fólksins á barnum Klaustur við Kirkjutorg. Þingmennirnir sem ræddu þar saman voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, og Ólafur og Karl Gauti úr Flokki fólksins. Ýmis óviðeigandi ummæli voru látin falla í samtali sem mörg hver þóttu lýsa kvenfyrirlitningu. Bergþór kallaði Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, „húrrandi klikkaða kuntu“. Hvorki Ólafur né Karl Gauti komu henni til varnar. Í kjölfar umfjöllunar um Klaustursmálið bað Inga þá Ólaf og Karl Gauta að segja af sér þingmennsku. Það gerðu þeir þó ekki. Þeir sögðu sig úr Flokki fólksins og gengu til liðs við þingmennina sem sátu með þeim þetta kvöld á barnum í Miðflokknum. Þannig fækkaði þingmönnum flokksins um helming og eftir sátu Inga og Guðmundur sem einu þingmenn flokksins. Á tveimur listum Næstu Alþingiskosningar voru í september árið 2021 og fékk Inga til liðs við sig stórskotalið til að leiða lista flokksins. Má nefna tónlistarmanninn Jakob Frímann Magnússon og Tómas Andrés Tómasson, oftast þekktur sem Tommi á Búllunni. Fyrsta sæti lista flokksins í Norðvesturkjördæmi skipaði Eyjólfur Ármannsson lögfræðingur. Í öðru sæti var síðan kerfóðrarinn Ágúst Heiðar Ólafsson. Í ljós kom að Ágúst var í framboði víðar en fyrir Flokk fólksins. Þannig var hann skráður á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Við þessa uppgötun bað Ágúst um að vera tekin af lista Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem var gert. Hann var að lokum einnig fjarlægður af framboðslista Flokks fólksins. Það er þunn lína á milli þess að vera í framboði á tveimur listum og engum lista. Í staðinn fyrir Ágúst tók Þórunn Björg Bjarnadóttir, landbúnaðarverkakona, annað sætið á lista flokksins. Hún átti þó eftir að segja skilið við flokkinn áður en yfir lauk. Þórunn og hestarnir í Borgarnesi Þórunn var kjörin sem fyrsti varaþingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hún yfirgaf flokkinn á dögunum vegna tengsla við dýraníðsmál sem skekur Borgarfjörð. Þórunn og dóttir hennar, Jenný Ósk Vignisdóttir sem var í 9. sæti listans fyrir síðustu kosningar, eru sakaðar um illa meðferð hrossa á bæ nærri Borgarnesi. Hestarnir voru margir hverjir vannærðir og innilokaðir án dagsbirtu. MAST er með málið til skoðunar en íbúar á svæðinu eru langþreyttir á aðgerðarleysi í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru hestarnir skráðir í eigu Þórunnar en dóttir hennar Jenný er í sambandi með manninum sem sakaður er um dýraníð. „Þetta er vægast sagt skelfilegt. Það verður bara að horfast í augu við það að í samfélaginu á sér stað því miður ótrúlega mikið af illri meðferð á dýrum án þess að við vitum af því,“ sagði Inga Sæland í samtali við Reykjavík síðdegis um málið. Við setningu Alþingis í gær var staðfest að Þórunn og Jenný hefðu báðar sagt af sér varaþingmennsku. Tommi í Taílandi Tommi á Búllunni var fenginn til að leiða lista flokksins í Alþingiskosningunum í fyrrahaust í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann sló snemma í gegn, þá sérstaklega mannlega eðli hans sem aðrir þingmenn eiga það til að glata, en á fyrstu mánuðum þingsins tókst honum að dotta í þingsal og stíga í ræðustól í gallabuxum. Það eru þó hvorki buxur né svefnvenjur Tomma sem hafa vakið mesta athygli síðan hann settist á þing, heldur skilaboð sem hann sendi á félaga sinn er hann var í Taílandsferð. Félaginn tók skjáskot af skilaboðunum og fóru þau í dreifingu á netinu. Í skilaboðunum ræddi Tommi um konur sem hann hafði sofið hjá í ferð sinni. Ein dásamleg 26 ára ca. 45 kg var að yfirgefa herbergið smokklaust. En byrjaði á nuddkonunni fyrr í dag, kvöldið er ungt, 20.21, skrifaði Tommi í einum skilaboðanna. Í samtali við Vísi sagðist hann ekki líta á að hann hafi greitt fyrir kynlíf á meðan hann var úti, enda sé aldrei vísað til greiðslu í skilaboðunum sem fóru í dreifingu. Aðspurður hvort hann hafi einhvern tímann greitt fyrir kynlíf sagði hann: „Eins og ég sagði við þig, ég hef boðið konu út að borða og það hefur endað með kynlífi. Ef það er að borga fyrir kynlíf, þá, ja, hvað á ég að segja við þig? Er það að borga fyrir kynlíf?“ Inga sagðist stolt standa við bak Tómasar í kjölfar umfjöllunar um skilaboðin, sem og allur flokkurinn. Hún sagði ekki koma öðrum við hjá hverjum Tommi hefði sængað í Taílandi. Jakob Frímann og liprunarbréfið Rétt fyrir kosningarnar í fyrra birti DV umfjöllun um liprunarbréf sem Jakob Frímann Magnússon, oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, hafði skrifað undir til að koma barni til föður síns sem þá var búsettur erlendis. Móðir drengsins, sem hann bjó hjá á þeim tíma, vissi ekki af útgáfu bréfsins en Jakob og faðir drengsins voru tengdir. Bréfið var síðar afturkallað þegar drengurinn var kominn út til föðurins og baðst Jakob afsökunar á því að hafa skrifað bréfið. Hann hafi einungis ætlað að hjálpa dreng sem var að hans sögn „fórnarlamb harðvítugrar forræðisdeilu.“ Í kjölfar umfjöllunar DV hófust miklar ritdeilur milli DV og föður drengsins. Ritstjóri og aðstoðarritstjóri DV, Björn Þorfinnsson og Erla Hlynsdóttir, sögðust hafa orðið miklu áreiti vegna málsins. DV tilkynnti föður drengsins til Barnaverndar og sökuðu hann um að hafa beitt syni sínum til að þagga niður í umfjöllun miðilsins. Faðirinn sagði son sinn hafa átt frumkvæðið að því að mótmæla fréttaflutningnum. Kvenfyrirlitning fyrir norðan Í gær birti Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, óvænt færslu á Facebook-síðu sinni. Þar sagðist hann að boða þyrfti til stjórnarfundar hjá Flokki fólksins vegna andlegs ofbeldis og kynferðislegrar áreitni sem kvenleiðtogar flokksins á Akureyri hefðu mátt þola. Stuttu síðar stigu þrjár efstu konur á lista flokksins í kjördæminu fram. Í yfirlýsingu til fjölmiðla sögðu þær karlmenn innan flokksins hafa kallað þær geðveikar og vanhæfar. Inga Sæland birti einnig yfirlýsingu stuttu seinna þar sem hún sagðist vera harmi slegin eftir að hafa lesið yfirlýsingu kvennanna og kallaði til stjórnarfundar sem fram fór strax í gær. Tveir þeirra karlmanna sem skipuðu lista flokksins í sveitarstjórnarkosningum sögðu í samtali við Vísi í gær að ásakanirnar væru tilhæfulausar. Jón Hjaltason sem skipaði þriðja sæti flokksins sagði að upp hafi komið ágreiningur en ekki hafi verið um að ræða einelti eða kynferðislegt ofbeldi. Enn voru línurnar nokkuð óskýrar þar til í morgun þegar Jón sagði í samtali við mbl.is að konurnar hafi sóst eftir því að oddviti flokksins, Brynjólfur Ingvarsson, færi í veikindafrí. Jón hafi þá spurt Málfríði Þórðardóttur, eina kvennanna, hvort það væri við hæfi að ræða endalok Brynjólfs í bæjarstjórn að honum fjarverandi og barði í borðið. Málfríður hafi yfirgefið fundinn grátandi en hún hafi að sögn Jóns mætt grátandi á fundinn. Þá hefur Inga sagt dapurt að ásökunum um kynferðislegt áreiti hafi verið slengt fram.
Flokkur fólksins Alþingi Dýraníð í Borgarfirði Upptökur á Klaustur bar Alþingiskosningar 2021 Fréttaskýringar Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira