Arnór segir frá Hansen-æði í Danmörku: „Allt farið á fleygiferð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. september 2022 15:01 Arnór Atlason og Mikkel Hansen takast á í landsleik 2010. Nú er Arnór þjálfari Danans hjá Álaborg. Getty/Christof Koepsel Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari hjá Álaborg í Danmörku, segir félagið hafa umturnast eftir komu danska landsliðsmannsins Mikkels Hansen í sumar. Önnur félög hafi tekið upp á því að færa leiki gegn Álaborg í stærri hallir til að sinna eftirspurn um miða. Arnór segir Hansen vera risastjörnu í Danmörku og að hann hafi gleymt því hversu stór frá því að þeir voru samherjar hjá AG Kaupmannahöfn 2010 til 2012. „Mikkel er risaíþróttamaður hérna í Danmörku. Ég var í rauninni búinn að gleyma því, síðan að ég var að spila með honum þarna fyrir tíu árum, hvað hann er stór. Allt frá þeim degi sem við skrifuðum undir samning við Mikkel hefur allt farið á fleygiferð í klúbbnum,“. Arnór segir Dani afar spennta fyrir því að bera stjörnuna augum. Mörg félög hafi tekið upp á því að færa leiki til vegna eftirspurnar eftir miðum á leiki við Álaborg. „Allt utanumhald í klúbbnum er orðið miklu stærra, það eru stærri umfjallanir. Allir leikir hjá okkur, hvert sem við förum, er alveg pakkað og menn komnir náttúrulega til að sjá liðið, en ekki minnst til að sjá Mikkel,“ „Við upplifum það til dæmis að lið eru farin að færa leiki á móti okkur í stærri hallir. Við erum að fara að spila á móti Skjern í Boksen í Herning og GOG er búið að færa leikinn til Óðinsvé í stærri höll þegar við komum að spila,“ segir Arnór og bætir við: „Þannig að umstangið í kringum þetta er orðið alveg svakalega mikið og það hefur rosalega mikið að segja,“ Hansen ákvað að snúa heim til Danmerkur í sumar eftir tíu ár hjá PSG í Frakklandi. Arnór er aðstoðarþjálfari hjá Álaborg undir aðalþjálfaranum Stefan Madsen. Hann segir spennandi að fá eins sterkan leikmann og Hansen til liðsins. „Ég er bara spenntur að sjá hvernig okkur tekst að fá Mikkel inn í liðið og er pottþéttur á því að hann á eftir að færa okkur heilan helling,“ segir Arnór. Spjallið við Arnór má heyra í nýjasta þætti hlaðvarps Seinni bylgjunnar sem er í spilaranum að ofan. Viðtalið við Arnór byrjar á mínútu 19 og talið berst að Hansen eftir um 27 mínútur. Danski handboltinn Danmörk Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Arnór segir Hansen vera risastjörnu í Danmörku og að hann hafi gleymt því hversu stór frá því að þeir voru samherjar hjá AG Kaupmannahöfn 2010 til 2012. „Mikkel er risaíþróttamaður hérna í Danmörku. Ég var í rauninni búinn að gleyma því, síðan að ég var að spila með honum þarna fyrir tíu árum, hvað hann er stór. Allt frá þeim degi sem við skrifuðum undir samning við Mikkel hefur allt farið á fleygiferð í klúbbnum,“. Arnór segir Dani afar spennta fyrir því að bera stjörnuna augum. Mörg félög hafi tekið upp á því að færa leiki til vegna eftirspurnar eftir miðum á leiki við Álaborg. „Allt utanumhald í klúbbnum er orðið miklu stærra, það eru stærri umfjallanir. Allir leikir hjá okkur, hvert sem við förum, er alveg pakkað og menn komnir náttúrulega til að sjá liðið, en ekki minnst til að sjá Mikkel,“ „Við upplifum það til dæmis að lið eru farin að færa leiki á móti okkur í stærri hallir. Við erum að fara að spila á móti Skjern í Boksen í Herning og GOG er búið að færa leikinn til Óðinsvé í stærri höll þegar við komum að spila,“ segir Arnór og bætir við: „Þannig að umstangið í kringum þetta er orðið alveg svakalega mikið og það hefur rosalega mikið að segja,“ Hansen ákvað að snúa heim til Danmerkur í sumar eftir tíu ár hjá PSG í Frakklandi. Arnór er aðstoðarþjálfari hjá Álaborg undir aðalþjálfaranum Stefan Madsen. Hann segir spennandi að fá eins sterkan leikmann og Hansen til liðsins. „Ég er bara spenntur að sjá hvernig okkur tekst að fá Mikkel inn í liðið og er pottþéttur á því að hann á eftir að færa okkur heilan helling,“ segir Arnór. Spjallið við Arnór má heyra í nýjasta þætti hlaðvarps Seinni bylgjunnar sem er í spilaranum að ofan. Viðtalið við Arnór byrjar á mínútu 19 og talið berst að Hansen eftir um 27 mínútur.
Danski handboltinn Danmörk Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira