Olís-spá kvenna 2022-23: Með fullhlaðnar byssur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2022 10:00 Þrátt fyrir ungan aldur er Harpa Valey Gylfadóttir í lykilhlutverki hjá ÍBV. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 2. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst í dag, fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir ÍBV 2. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að Eyjakonur fari upp um tvö sæti frá síðasta tímabili. Eyjakonur urðu fyrir miklu áfalli fyrir síðasta tímabil þegar Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Birna Berg Haraldsdóttir meiddust alvarlega. Sú fyrrnefnda sneri aftur eftir áramót en var mjög misjöfn en sú síðarnefnda spilaði ekkert. Hrafnhildur Hanna og Birna Berg eru núna báðar komnar aftur auk þess sem ÍBV hefur endurheimt Ástu Björt Júlíusdóttir. Eyjakonur mæta því til leiks með fullhlaðnar byssur. ÍBV er með einn besta markvörð deildarinnar undanfarin ár, Mörtu Wawrzynkowska, öfluga vörn með Sunnu Jónsdóttur í broddi fylkingar og sóknin ætti að eflast til muna frá síðasta tímabili. Þess fyrir utan er leikmannahópurinn nokkuð breiður og hlutfallið milli ungra og efnilegra og eldri og reyndari leikmanna gott. Eyjakonur enduðu í 4. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili og komust í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Nú hlýtur stefnan vera sett á að taka fara allavega upp um eina tröppu. Það eru allavega forsendur fyrir því. Gengi ÍBV undanfarinn áratug 2021-22: 4. sæti+undanúrslit 2020-21: 4. sæti+undanúrslit 2019-20: 7. sæti 2018-19: 3. sæti+undanúrslit 2017-18: 3. sæti+undanúrslit 2016-17: 5. sæti 2015-16: 6. sæti+átta liða úrslit 2014-15: 4. sæti+undanúrslit 2013-14: 3. sæti+undanúrslit 2012-13: 3. sæti+undanúrslit Lykilmaðurinn Sunna Jónsdóttir er reyndasti leikmaður ÍBV.vísir/hulda margrét Sunna Jónsdóttir er óskoraður leiktogi ÍBV-liðsins og mikilvægasti leikmaður þess. Hún er einn besti varnarmaður Olís-deildarinnar og með endurkomu Birnu og Hrafnhildar Hönnu ætti ekki að mæða jafn mikið á henni í sókninni. Sunna hefur verið í Eyjum í nokkur ár og þyrstir eflaust í að vinna titil með Bandalaginu. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Ásta Björt Júlíusdóttir frá Haukum Dröfn Haraldsdóttir byrjuð aftur Farnar: Lina Cardell til Kärra (Svíþjóð) Markaðseinkunn (A-C): B Fylgist með Brotthvarf Linu Cardell ætti að opna leið fyrir Söru Dröfn Richardsdóttur inn í byrjunarlið ÍBV. Hún fær tækifæri í hægra horninu í vetur og gæti neglt þá stöðu niður til frambúðar. Sara var í íslenska U-18 ára liðinu sem endaði í 8. sæti á HM í sumar. Olís-deild kvenna ÍBV Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Svo margar spurningar en ekki jafn mörg svör Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 3. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 14. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 13. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst í dag, fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir ÍBV 2. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að Eyjakonur fari upp um tvö sæti frá síðasta tímabili. Eyjakonur urðu fyrir miklu áfalli fyrir síðasta tímabil þegar Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Birna Berg Haraldsdóttir meiddust alvarlega. Sú fyrrnefnda sneri aftur eftir áramót en var mjög misjöfn en sú síðarnefnda spilaði ekkert. Hrafnhildur Hanna og Birna Berg eru núna báðar komnar aftur auk þess sem ÍBV hefur endurheimt Ástu Björt Júlíusdóttir. Eyjakonur mæta því til leiks með fullhlaðnar byssur. ÍBV er með einn besta markvörð deildarinnar undanfarin ár, Mörtu Wawrzynkowska, öfluga vörn með Sunnu Jónsdóttur í broddi fylkingar og sóknin ætti að eflast til muna frá síðasta tímabili. Þess fyrir utan er leikmannahópurinn nokkuð breiður og hlutfallið milli ungra og efnilegra og eldri og reyndari leikmanna gott. Eyjakonur enduðu í 4. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili og komust í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Nú hlýtur stefnan vera sett á að taka fara allavega upp um eina tröppu. Það eru allavega forsendur fyrir því. Gengi ÍBV undanfarinn áratug 2021-22: 4. sæti+undanúrslit 2020-21: 4. sæti+undanúrslit 2019-20: 7. sæti 2018-19: 3. sæti+undanúrslit 2017-18: 3. sæti+undanúrslit 2016-17: 5. sæti 2015-16: 6. sæti+átta liða úrslit 2014-15: 4. sæti+undanúrslit 2013-14: 3. sæti+undanúrslit 2012-13: 3. sæti+undanúrslit Lykilmaðurinn Sunna Jónsdóttir er reyndasti leikmaður ÍBV.vísir/hulda margrét Sunna Jónsdóttir er óskoraður leiktogi ÍBV-liðsins og mikilvægasti leikmaður þess. Hún er einn besti varnarmaður Olís-deildarinnar og með endurkomu Birnu og Hrafnhildar Hönnu ætti ekki að mæða jafn mikið á henni í sókninni. Sunna hefur verið í Eyjum í nokkur ár og þyrstir eflaust í að vinna titil með Bandalaginu. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Ásta Björt Júlíusdóttir frá Haukum Dröfn Haraldsdóttir byrjuð aftur Farnar: Lina Cardell til Kärra (Svíþjóð) Markaðseinkunn (A-C): B Fylgist með Brotthvarf Linu Cardell ætti að opna leið fyrir Söru Dröfn Richardsdóttur inn í byrjunarlið ÍBV. Hún fær tækifæri í hægra horninu í vetur og gæti neglt þá stöðu niður til frambúðar. Sara var í íslenska U-18 ára liðinu sem endaði í 8. sæti á HM í sumar.
2021-22: 4. sæti+undanúrslit 2020-21: 4. sæti+undanúrslit 2019-20: 7. sæti 2018-19: 3. sæti+undanúrslit 2017-18: 3. sæti+undanúrslit 2016-17: 5. sæti 2015-16: 6. sæti+átta liða úrslit 2014-15: 4. sæti+undanúrslit 2013-14: 3. sæti+undanúrslit 2012-13: 3. sæti+undanúrslit
Komnar: Ásta Björt Júlíusdóttir frá Haukum Dröfn Haraldsdóttir byrjuð aftur Farnar: Lina Cardell til Kärra (Svíþjóð) Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild kvenna ÍBV Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Svo margar spurningar en ekki jafn mörg svör Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 3. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 14. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 13. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Olís-spá kvenna 2022-23: Svo margar spurningar en ekki jafn mörg svör Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 3. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 14. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 13. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00