Alþýðusamband Íslands njóti sannmælis Halldór Oddsson skrifar 14. september 2022 07:01 Vegna umræðu um meint áhrifaleysi Alþýðusambands Íslands gagnvart stjórnvöldum vil ég segja þetta: Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar. Staðreyndin er sú að skýr og vönduð sýn innan hreyfingarinnar er talsvert líklegri til að ná máli en sundurleitni og gífuryrði. Ég tala nú ekki um ef samstaðan er slík að ætla má að hreyfingin sé reiðubúin að beita vopnum sínum til að ná fram kjara- og réttarbótum fyrir íslenskt launafólk. Helstu ástæður fyrir meintu áhrifaleysi ASÍ við að ná sínu fram gagnvart stjórnvöldum tel ég að eigi fyrst og fremst að skrifast á samstöðuleysi og skort á vilja forsvarsmanna aðildarfélaga til að sameina rödd hreyfingarinnar í sterk og skýr skilaboð. Eðli málsins samkvæmt verður allt forsvarsfólk aðildarfélaga ASÍ að axla ábyrgð á því að raðirnar séu þéttar og áherslurnar skýrar. Með þessum orðum er það ekki ætlun mín að beina spjótum að ákveðnu forsvarsfólki umfram annað í þeim efnum. ASÍ er, þegar allt kemur til alls, verkfæri stéttarfélaganna. Það er ábyrgð þeirra að beita því vel eða illa. Veruleiki þar sem margar lágróma raddir tala út og suður þýðir að stjórnvöld þurfa aðeins að hlusta á enduróm eigin orða þegar ákvarðanir sem varða lífsviðurværi alþýðu landsins eru teknar. Þegar okkur hefur tekist að sameina raddir okkar og áherslur gagnvart stjórnvöldum höfum við náð mikilsverðum árangri og nefni ég nokkur nýleg dæmi: -Almenna íbúðakerfið (Bjarg-íbúðafélag) – 2016 -Keðjuábyrgð í opinberum framkvæmdum – 2016 -Keðjuábyrgð (þjónustuveitendur frá EES / Starfsmannaleigur) – 2018 -Leiðrétting/hækkun greiðslna úr Ábyrgðasjóði launa – 2018 -Ný almenn lög um jafna meðferð á vinnumarkaði – 2018 -Endurskoðuð þrep í tekjuskattskerfi – 2019 -Tengsl vinnu og leigu í húsaleigulögum rofin – 2019 -Lengra og betra fæðingarorlof – 2020 -Hækkun lífeyrissjóðsiðgjalds lögbundin – 2022 En betur má ef duga skal, og já, vissulega er stundum erfitt að finna samhljóminn í svo stórri hreyfingu. Á sama tíma og ég tek fegins hendi og fagna allri umræðu um gagnsemi og uppbyggingu hreyfingarinnar, þá biðla ég til þeirra sem hvað mest hafa sig í frammi að leyfa ASÍ að njóta sannmælis í umræðunni. Við eigum ekki að ræða hvort við ætlum að vera saman, heldur hvernig við ætlum að vera saman. Með hagsmuni launafólks á Íslandi fyrir brjósti, vona ég innilega að komandi forsetar og miðstjórnarfulltrúar beri gæfu til að sameina hreyfinguna í samstillta og öfluga rödd. Við erum 130.000 félagar og ef við viljum erum við óstöðvandi. Höfundur starfar hjá Alþýðusambandi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Kjaramál Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Vegna umræðu um meint áhrifaleysi Alþýðusambands Íslands gagnvart stjórnvöldum vil ég segja þetta: Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar. Staðreyndin er sú að skýr og vönduð sýn innan hreyfingarinnar er talsvert líklegri til að ná máli en sundurleitni og gífuryrði. Ég tala nú ekki um ef samstaðan er slík að ætla má að hreyfingin sé reiðubúin að beita vopnum sínum til að ná fram kjara- og réttarbótum fyrir íslenskt launafólk. Helstu ástæður fyrir meintu áhrifaleysi ASÍ við að ná sínu fram gagnvart stjórnvöldum tel ég að eigi fyrst og fremst að skrifast á samstöðuleysi og skort á vilja forsvarsmanna aðildarfélaga til að sameina rödd hreyfingarinnar í sterk og skýr skilaboð. Eðli málsins samkvæmt verður allt forsvarsfólk aðildarfélaga ASÍ að axla ábyrgð á því að raðirnar séu þéttar og áherslurnar skýrar. Með þessum orðum er það ekki ætlun mín að beina spjótum að ákveðnu forsvarsfólki umfram annað í þeim efnum. ASÍ er, þegar allt kemur til alls, verkfæri stéttarfélaganna. Það er ábyrgð þeirra að beita því vel eða illa. Veruleiki þar sem margar lágróma raddir tala út og suður þýðir að stjórnvöld þurfa aðeins að hlusta á enduróm eigin orða þegar ákvarðanir sem varða lífsviðurværi alþýðu landsins eru teknar. Þegar okkur hefur tekist að sameina raddir okkar og áherslur gagnvart stjórnvöldum höfum við náð mikilsverðum árangri og nefni ég nokkur nýleg dæmi: -Almenna íbúðakerfið (Bjarg-íbúðafélag) – 2016 -Keðjuábyrgð í opinberum framkvæmdum – 2016 -Keðjuábyrgð (þjónustuveitendur frá EES / Starfsmannaleigur) – 2018 -Leiðrétting/hækkun greiðslna úr Ábyrgðasjóði launa – 2018 -Ný almenn lög um jafna meðferð á vinnumarkaði – 2018 -Endurskoðuð þrep í tekjuskattskerfi – 2019 -Tengsl vinnu og leigu í húsaleigulögum rofin – 2019 -Lengra og betra fæðingarorlof – 2020 -Hækkun lífeyrissjóðsiðgjalds lögbundin – 2022 En betur má ef duga skal, og já, vissulega er stundum erfitt að finna samhljóminn í svo stórri hreyfingu. Á sama tíma og ég tek fegins hendi og fagna allri umræðu um gagnsemi og uppbyggingu hreyfingarinnar, þá biðla ég til þeirra sem hvað mest hafa sig í frammi að leyfa ASÍ að njóta sannmælis í umræðunni. Við eigum ekki að ræða hvort við ætlum að vera saman, heldur hvernig við ætlum að vera saman. Með hagsmuni launafólks á Íslandi fyrir brjósti, vona ég innilega að komandi forsetar og miðstjórnarfulltrúar beri gæfu til að sameina hreyfinguna í samstillta og öfluga rödd. Við erum 130.000 félagar og ef við viljum erum við óstöðvandi. Höfundur starfar hjá Alþýðusambandi Íslands.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun