Ætla að sækja allar hækkanir í fjárlagafrumvarpinu aftur í kjarasamningum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. september 2022 13:05 Ragnar Þór er formaður VR. vísir/vilhelm Formaður VR segir fyrirhugaðar skattahækkanir í nýju fjárlagafrumvarpi koma til með að hafa bein áhrif á kröfur félagsins við komandi kjarasamningsgerð. Hann hefði viljað sjá stórar aðgerðir eins og leiguþak í frumvarpinu til að sporna gegn verðbólgunni. Hærra vörugjald á bifreiðum og hækkun skatta á bensíni, tóbaki og áfengi eru á meðal þess sem finna má í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög hafa bent á að þetta muni hafa mest áhrif á lág- og meðaltekjufólk og auka við verðbólguna. „Það er alveg ljóst að sá kostnaðarauki sem fyrirtæki hafa verið að velta út í verðlagið, bæði vegna hækkandi hrávöruverðs og svo ástandsins í heiminum, að það hafa engar tilraunir verið gerðar neins staðar í okkar samfélagi til að sýna samfélagslega ábyrgð og reyna að halda verðbólgunni í skefjum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vegna þess muni félagið reikna út aukinn kostnað í daglegu lífi sinna félagsmanna vegna verðbólgunnar og setja hann beint inn í kröfur sínar í komandi kjaraviðræðum í haust. Fjárlagafrumvarpið mun koma til með að hafa bein áhrif á þær kröfur að sögn Ragnars. „Já að sjálfsögðu. Af hverju ættum við að gefa eitthvað eftir í okkar kröfum. Af hverju eigum við ekki að velta kostnaðarauka okkar heimilis inn í okkar launakröfur, sem að aftur er okkar gjald fyrir að skapa hér verðmæti í okkar samfélagi. Þannig ég sé enga ástæðu til annars en að við förum að haga okkur eitthvað öðruvísi en fyrirtækin hafa verið að gera, fjármálakerfið og eins og ég segi við munum setja þetta beint út í kröfugerðina. Það er bara ekkert flóknara en það,“ segir hann. Vill leiguþak eins og hjá Dönum Hann saknar þá beinna aðgerða til að stemma stigu við verðbólgunni í fjárlagafrumvarpinu eins og ríki í kring um okkur hafi verið að gera. „Og þá kannski fyrst og fremst varðandi húsnæðismálin. Það er ekkert sem bendir til annars en að ríkið sé frekar að draga úr stuðningi frekar en hitt og maður skilur bara ekki á hvaða vegferð íslenska ríkisstjórnin er á,“ segir Ragnar. Hann hefði viljað sjá frekari áform um uppbyggingu á húsnæði og leiguþak, líkt og Danir eru að koma á hjá sér. Kjaramál Stéttarfélög Fjármál heimilisins Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Hærra vörugjald á bifreiðum og hækkun skatta á bensíni, tóbaki og áfengi eru á meðal þess sem finna má í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög hafa bent á að þetta muni hafa mest áhrif á lág- og meðaltekjufólk og auka við verðbólguna. „Það er alveg ljóst að sá kostnaðarauki sem fyrirtæki hafa verið að velta út í verðlagið, bæði vegna hækkandi hrávöruverðs og svo ástandsins í heiminum, að það hafa engar tilraunir verið gerðar neins staðar í okkar samfélagi til að sýna samfélagslega ábyrgð og reyna að halda verðbólgunni í skefjum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vegna þess muni félagið reikna út aukinn kostnað í daglegu lífi sinna félagsmanna vegna verðbólgunnar og setja hann beint inn í kröfur sínar í komandi kjaraviðræðum í haust. Fjárlagafrumvarpið mun koma til með að hafa bein áhrif á þær kröfur að sögn Ragnars. „Já að sjálfsögðu. Af hverju ættum við að gefa eitthvað eftir í okkar kröfum. Af hverju eigum við ekki að velta kostnaðarauka okkar heimilis inn í okkar launakröfur, sem að aftur er okkar gjald fyrir að skapa hér verðmæti í okkar samfélagi. Þannig ég sé enga ástæðu til annars en að við förum að haga okkur eitthvað öðruvísi en fyrirtækin hafa verið að gera, fjármálakerfið og eins og ég segi við munum setja þetta beint út í kröfugerðina. Það er bara ekkert flóknara en það,“ segir hann. Vill leiguþak eins og hjá Dönum Hann saknar þá beinna aðgerða til að stemma stigu við verðbólgunni í fjárlagafrumvarpinu eins og ríki í kring um okkur hafi verið að gera. „Og þá kannski fyrst og fremst varðandi húsnæðismálin. Það er ekkert sem bendir til annars en að ríkið sé frekar að draga úr stuðningi frekar en hitt og maður skilur bara ekki á hvaða vegferð íslenska ríkisstjórnin er á,“ segir Ragnar. Hann hefði viljað sjá frekari áform um uppbyggingu á húsnæði og leiguþak, líkt og Danir eru að koma á hjá sér.
Kjaramál Stéttarfélög Fjármál heimilisins Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11