Útgjaldaaukning mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála Snorri Másson skrifar 12. september 2022 11:09 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023 á blaðamannafundi í ráðuneyti sínu við Arnarhvol. Útgjaldaaukning til velferðarmála er mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála að sögn fjármálaráðherra sem kynnti fjárlög ársins 2023 í dag. Ráðherra kom það að sögn á óvart hve góðar og langt umfram spár efnahagshorfurnar eru á þessari stundu. Tónninn í fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjárlög fyrir árið 2023 í ráðuneyti sínu í morgun var ólíkur því sem heyra mátti þegar hann kynnti sama plagg fyrir ári síðan. Þá var því spáð að halli ríkissjóðs næmi 169 milljörðum króna árið 2022 en árið 2023 stefnir í að hallinn verði áttatíu milljörðum króna minni; nefnilega 89 milljarðar. „Það hefur komið mér ánægjulega á óvart að við skyldum hafa farið svona langt fram úr því sem spáð var um framtíðina. Ef við horfum til dæmis á árið 2023 þá er staðan allt önnur og miklu betri en við höfðum áhyggjur af fyrir einungis örfáum misserum síðan,“ segir Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu. Verðbólgan hefur verið meiri en gert var ráð fyrir, hún stendur í 9,7 prósentum. Þótt boðað sé aðhald í ríkisfjármálunum, hækka útgjöld um tæpa 80 milljarða frá því sem var árið 2022. „Þegar verðbólga gerir vart við sig eins og núna er þá veldur það manni ákveðnum áhyggjum. Og maður hefur áhyggjur af þeim sérstaklega sem verða helst fyrir barðinu á verðbólgunni. Þess vegna erum við að gera það sem ríkisfjármálin geta gert, við beitum þeim og leggjumst á árar saman og sláum hana niður. Við getum haft væntingar um að ná tökum á henni,“ segir Bjarni. Veita á auknum fjörutíu milljörðum í hækkun bóta og breytingar á tekjuskatti til að styðja meðal annars við örorkulífeyrisþega. Bjarni segir að þar með sé betur gert en sögulega hefur þekkst í að standa með tekjulægri hópum í verðbólguástandi. „Þetta er nú mikilvægt til að viðhalda góðum samfélagssáttmála, tel ég,“ segir Bjarni. Markverð tíðindi úr fjárlögunum eru annars þau að nú á að 5% lágmarksvörugjald verður nú sett á allar innfluttar bifreiðar á næsta ári, sem þýðir að fullur afsláttur vegna rafbíla heyrir sögunni til. Atvinnuleysi er lágt í sögulegu samhengi og nemur rétt rúmum þremur prósentum, samanborið við tæp 11 prósent í janúar 2021. Loks reiknar áætlunin með því að restin af Íslandsbanka, eign upp á um 100 milljarða, verði seld á næsta ári. Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. 12. september 2022 09:21 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Sjá meira
Tónninn í fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjárlög fyrir árið 2023 í ráðuneyti sínu í morgun var ólíkur því sem heyra mátti þegar hann kynnti sama plagg fyrir ári síðan. Þá var því spáð að halli ríkissjóðs næmi 169 milljörðum króna árið 2022 en árið 2023 stefnir í að hallinn verði áttatíu milljörðum króna minni; nefnilega 89 milljarðar. „Það hefur komið mér ánægjulega á óvart að við skyldum hafa farið svona langt fram úr því sem spáð var um framtíðina. Ef við horfum til dæmis á árið 2023 þá er staðan allt önnur og miklu betri en við höfðum áhyggjur af fyrir einungis örfáum misserum síðan,“ segir Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu. Verðbólgan hefur verið meiri en gert var ráð fyrir, hún stendur í 9,7 prósentum. Þótt boðað sé aðhald í ríkisfjármálunum, hækka útgjöld um tæpa 80 milljarða frá því sem var árið 2022. „Þegar verðbólga gerir vart við sig eins og núna er þá veldur það manni ákveðnum áhyggjum. Og maður hefur áhyggjur af þeim sérstaklega sem verða helst fyrir barðinu á verðbólgunni. Þess vegna erum við að gera það sem ríkisfjármálin geta gert, við beitum þeim og leggjumst á árar saman og sláum hana niður. Við getum haft væntingar um að ná tökum á henni,“ segir Bjarni. Veita á auknum fjörutíu milljörðum í hækkun bóta og breytingar á tekjuskatti til að styðja meðal annars við örorkulífeyrisþega. Bjarni segir að þar með sé betur gert en sögulega hefur þekkst í að standa með tekjulægri hópum í verðbólguástandi. „Þetta er nú mikilvægt til að viðhalda góðum samfélagssáttmála, tel ég,“ segir Bjarni. Markverð tíðindi úr fjárlögunum eru annars þau að nú á að 5% lágmarksvörugjald verður nú sett á allar innfluttar bifreiðar á næsta ári, sem þýðir að fullur afsláttur vegna rafbíla heyrir sögunni til. Atvinnuleysi er lágt í sögulegu samhengi og nemur rétt rúmum þremur prósentum, samanborið við tæp 11 prósent í janúar 2021. Loks reiknar áætlunin með því að restin af Íslandsbanka, eign upp á um 100 milljarða, verði seld á næsta ári.
Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. 12. september 2022 09:21 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Sjá meira
Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. 12. september 2022 09:21