Bjarni ekki stressaður fyrir skýrslunni um Íslandsbanka Snorri Másson skrifar 11. september 2022 16:01 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill halda áfram að selja Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra kveðst enn þeirrar skoðunar að íslenska ríkið eigi að selja þann 100 milljarða króna hlut sem það á eftir í Íslandsbanka. Hann segir að færð hafi verið ágæt rök fyrir því að rannsókn Ríkisendurskoðunar hafi tekið sinn tíma og vonast eftir uppbyggilegum ábendingum úr væntanlegri skýrslu. 22,5 prósenta hlutur úr Íslandsbanka var seldur í lokuðu útboði í lok mars, mikil umræða skapaðist í apríl með tilheyrandi mótmælum á Austurvelli, skýrsla var þá boðuð í júní, en hefur svo dregist fram í júlí, svo ágúst, svo september og nú segir Ríkisendurskoðun að gera megi ráð fyrir henni fyrir lok mánaðar. Skýringin sem veitt er á töfinni eru annir Ríkisendurskoðunar við önnur verkefni, og svo að úttektin sjálf sé umfangsmeiri en menn gerðu sér grein fyrir í upphafi. Hvað finnst þér um þá töf sem hefur orðið? „Mér finnst nú hafa verið færð ágæt rök fyrir því að rannsóknin taki að jafnaði þennan tíma. Kannski vorum við með óraunhæfar væntingar í upphafi. Þetta bara kemur þegar þetta kemur,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Hefurðu haft ávæning um efni skýrslunnar? „Nei, ég hef ekki innsýn í það en ég held að svona margra mánaða vinna hljóti að skila góðri yfirsýn yfir það sem máli skiptir.“ Er eitthvað stress fyrir henni? „Neinei, ég tel að það sem við gerðum í ráðuneytinu hljóti að standast ágætlega skoðun. Við höfum auðvitað haft tilefni til að fara aftur yfir það í sumar og verið í samskiptum við ríkisendurskoðun vegna þess, en það eru margir aðrir þátttakendur í þessu ferli sem ég hef ekki jafngóða yfirsýn yfir.“ Bjarni vonast til þess að ráðuneytið fái uppbyggilegar ábendingar í skýrslunni. Grundvallaratriðið sé hvort lögum hafi verið fylgt og góðum stjórnsýsluvenjum. Fjármálaráðherrann segir að það hafi skipt miklu máli fyrir ríkissjóð að fá inn þá fimmtíu milljarða sem fengust við söluna, enda hafi með þeim verið hægt að fjármagna ýmis verkefni án lántöku. „Og ég er enn þeirrar skoðunar að íslenska ríkið eigi að selja þennan rúmlega 100 milljarða hlut sem við eigum enn þá í Íslandsbanka. Við eigum að taka þá peninga og við eigum að setja þá í vegi, í innviðafjárfestingar, í flutningskerfi raforku og aðra innviði sem gera Ísland að samkeppnishæfara landi,“ segir Bjarni. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokametrunum sem muni „vekja athygli“ Úttekt ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokametrunum og styttist mjög í að hún fari í umsagnarferli. Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, treysti sér ekki til að nefna dagsetningu í þessu samhengi en sagði ljóst að úttektin verði tilbúin fyrir lok þessa mánaðar. 6. september 2022 15:37 Arion banki og Íslandsbanki hækka vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánavaxta bankans sem taka gildi í dag, en vaxtahækkanir hjá Íslandsbanka munu taka gildi á föstudaginn. Tilkynnt er um hækkunina í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans 24. ágúst síðastliðinn. 5. september 2022 10:53 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
22,5 prósenta hlutur úr Íslandsbanka var seldur í lokuðu útboði í lok mars, mikil umræða skapaðist í apríl með tilheyrandi mótmælum á Austurvelli, skýrsla var þá boðuð í júní, en hefur svo dregist fram í júlí, svo ágúst, svo september og nú segir Ríkisendurskoðun að gera megi ráð fyrir henni fyrir lok mánaðar. Skýringin sem veitt er á töfinni eru annir Ríkisendurskoðunar við önnur verkefni, og svo að úttektin sjálf sé umfangsmeiri en menn gerðu sér grein fyrir í upphafi. Hvað finnst þér um þá töf sem hefur orðið? „Mér finnst nú hafa verið færð ágæt rök fyrir því að rannsóknin taki að jafnaði þennan tíma. Kannski vorum við með óraunhæfar væntingar í upphafi. Þetta bara kemur þegar þetta kemur,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Hefurðu haft ávæning um efni skýrslunnar? „Nei, ég hef ekki innsýn í það en ég held að svona margra mánaða vinna hljóti að skila góðri yfirsýn yfir það sem máli skiptir.“ Er eitthvað stress fyrir henni? „Neinei, ég tel að það sem við gerðum í ráðuneytinu hljóti að standast ágætlega skoðun. Við höfum auðvitað haft tilefni til að fara aftur yfir það í sumar og verið í samskiptum við ríkisendurskoðun vegna þess, en það eru margir aðrir þátttakendur í þessu ferli sem ég hef ekki jafngóða yfirsýn yfir.“ Bjarni vonast til þess að ráðuneytið fái uppbyggilegar ábendingar í skýrslunni. Grundvallaratriðið sé hvort lögum hafi verið fylgt og góðum stjórnsýsluvenjum. Fjármálaráðherrann segir að það hafi skipt miklu máli fyrir ríkissjóð að fá inn þá fimmtíu milljarða sem fengust við söluna, enda hafi með þeim verið hægt að fjármagna ýmis verkefni án lántöku. „Og ég er enn þeirrar skoðunar að íslenska ríkið eigi að selja þennan rúmlega 100 milljarða hlut sem við eigum enn þá í Íslandsbanka. Við eigum að taka þá peninga og við eigum að setja þá í vegi, í innviðafjárfestingar, í flutningskerfi raforku og aðra innviði sem gera Ísland að samkeppnishæfara landi,“ segir Bjarni.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokametrunum sem muni „vekja athygli“ Úttekt ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokametrunum og styttist mjög í að hún fari í umsagnarferli. Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, treysti sér ekki til að nefna dagsetningu í þessu samhengi en sagði ljóst að úttektin verði tilbúin fyrir lok þessa mánaðar. 6. september 2022 15:37 Arion banki og Íslandsbanki hækka vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánavaxta bankans sem taka gildi í dag, en vaxtahækkanir hjá Íslandsbanka munu taka gildi á föstudaginn. Tilkynnt er um hækkunina í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans 24. ágúst síðastliðinn. 5. september 2022 10:53 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Stjórnsýsluúttekt á lokametrunum sem muni „vekja athygli“ Úttekt ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokametrunum og styttist mjög í að hún fari í umsagnarferli. Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, treysti sér ekki til að nefna dagsetningu í þessu samhengi en sagði ljóst að úttektin verði tilbúin fyrir lok þessa mánaðar. 6. september 2022 15:37
Arion banki og Íslandsbanki hækka vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánavaxta bankans sem taka gildi í dag, en vaxtahækkanir hjá Íslandsbanka munu taka gildi á föstudaginn. Tilkynnt er um hækkunina í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans 24. ágúst síðastliðinn. 5. september 2022 10:53