Bjarni ekki stressaður fyrir skýrslunni um Íslandsbanka Snorri Másson skrifar 11. september 2022 16:01 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill halda áfram að selja Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra kveðst enn þeirrar skoðunar að íslenska ríkið eigi að selja þann 100 milljarða króna hlut sem það á eftir í Íslandsbanka. Hann segir að færð hafi verið ágæt rök fyrir því að rannsókn Ríkisendurskoðunar hafi tekið sinn tíma og vonast eftir uppbyggilegum ábendingum úr væntanlegri skýrslu. 22,5 prósenta hlutur úr Íslandsbanka var seldur í lokuðu útboði í lok mars, mikil umræða skapaðist í apríl með tilheyrandi mótmælum á Austurvelli, skýrsla var þá boðuð í júní, en hefur svo dregist fram í júlí, svo ágúst, svo september og nú segir Ríkisendurskoðun að gera megi ráð fyrir henni fyrir lok mánaðar. Skýringin sem veitt er á töfinni eru annir Ríkisendurskoðunar við önnur verkefni, og svo að úttektin sjálf sé umfangsmeiri en menn gerðu sér grein fyrir í upphafi. Hvað finnst þér um þá töf sem hefur orðið? „Mér finnst nú hafa verið færð ágæt rök fyrir því að rannsóknin taki að jafnaði þennan tíma. Kannski vorum við með óraunhæfar væntingar í upphafi. Þetta bara kemur þegar þetta kemur,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Hefurðu haft ávæning um efni skýrslunnar? „Nei, ég hef ekki innsýn í það en ég held að svona margra mánaða vinna hljóti að skila góðri yfirsýn yfir það sem máli skiptir.“ Er eitthvað stress fyrir henni? „Neinei, ég tel að það sem við gerðum í ráðuneytinu hljóti að standast ágætlega skoðun. Við höfum auðvitað haft tilefni til að fara aftur yfir það í sumar og verið í samskiptum við ríkisendurskoðun vegna þess, en það eru margir aðrir þátttakendur í þessu ferli sem ég hef ekki jafngóða yfirsýn yfir.“ Bjarni vonast til þess að ráðuneytið fái uppbyggilegar ábendingar í skýrslunni. Grundvallaratriðið sé hvort lögum hafi verið fylgt og góðum stjórnsýsluvenjum. Fjármálaráðherrann segir að það hafi skipt miklu máli fyrir ríkissjóð að fá inn þá fimmtíu milljarða sem fengust við söluna, enda hafi með þeim verið hægt að fjármagna ýmis verkefni án lántöku. „Og ég er enn þeirrar skoðunar að íslenska ríkið eigi að selja þennan rúmlega 100 milljarða hlut sem við eigum enn þá í Íslandsbanka. Við eigum að taka þá peninga og við eigum að setja þá í vegi, í innviðafjárfestingar, í flutningskerfi raforku og aðra innviði sem gera Ísland að samkeppnishæfara landi,“ segir Bjarni. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokametrunum sem muni „vekja athygli“ Úttekt ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokametrunum og styttist mjög í að hún fari í umsagnarferli. Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, treysti sér ekki til að nefna dagsetningu í þessu samhengi en sagði ljóst að úttektin verði tilbúin fyrir lok þessa mánaðar. 6. september 2022 15:37 Arion banki og Íslandsbanki hækka vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánavaxta bankans sem taka gildi í dag, en vaxtahækkanir hjá Íslandsbanka munu taka gildi á föstudaginn. Tilkynnt er um hækkunina í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans 24. ágúst síðastliðinn. 5. september 2022 10:53 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
22,5 prósenta hlutur úr Íslandsbanka var seldur í lokuðu útboði í lok mars, mikil umræða skapaðist í apríl með tilheyrandi mótmælum á Austurvelli, skýrsla var þá boðuð í júní, en hefur svo dregist fram í júlí, svo ágúst, svo september og nú segir Ríkisendurskoðun að gera megi ráð fyrir henni fyrir lok mánaðar. Skýringin sem veitt er á töfinni eru annir Ríkisendurskoðunar við önnur verkefni, og svo að úttektin sjálf sé umfangsmeiri en menn gerðu sér grein fyrir í upphafi. Hvað finnst þér um þá töf sem hefur orðið? „Mér finnst nú hafa verið færð ágæt rök fyrir því að rannsóknin taki að jafnaði þennan tíma. Kannski vorum við með óraunhæfar væntingar í upphafi. Þetta bara kemur þegar þetta kemur,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Hefurðu haft ávæning um efni skýrslunnar? „Nei, ég hef ekki innsýn í það en ég held að svona margra mánaða vinna hljóti að skila góðri yfirsýn yfir það sem máli skiptir.“ Er eitthvað stress fyrir henni? „Neinei, ég tel að það sem við gerðum í ráðuneytinu hljóti að standast ágætlega skoðun. Við höfum auðvitað haft tilefni til að fara aftur yfir það í sumar og verið í samskiptum við ríkisendurskoðun vegna þess, en það eru margir aðrir þátttakendur í þessu ferli sem ég hef ekki jafngóða yfirsýn yfir.“ Bjarni vonast til þess að ráðuneytið fái uppbyggilegar ábendingar í skýrslunni. Grundvallaratriðið sé hvort lögum hafi verið fylgt og góðum stjórnsýsluvenjum. Fjármálaráðherrann segir að það hafi skipt miklu máli fyrir ríkissjóð að fá inn þá fimmtíu milljarða sem fengust við söluna, enda hafi með þeim verið hægt að fjármagna ýmis verkefni án lántöku. „Og ég er enn þeirrar skoðunar að íslenska ríkið eigi að selja þennan rúmlega 100 milljarða hlut sem við eigum enn þá í Íslandsbanka. Við eigum að taka þá peninga og við eigum að setja þá í vegi, í innviðafjárfestingar, í flutningskerfi raforku og aðra innviði sem gera Ísland að samkeppnishæfara landi,“ segir Bjarni.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokametrunum sem muni „vekja athygli“ Úttekt ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokametrunum og styttist mjög í að hún fari í umsagnarferli. Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, treysti sér ekki til að nefna dagsetningu í þessu samhengi en sagði ljóst að úttektin verði tilbúin fyrir lok þessa mánaðar. 6. september 2022 15:37 Arion banki og Íslandsbanki hækka vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánavaxta bankans sem taka gildi í dag, en vaxtahækkanir hjá Íslandsbanka munu taka gildi á föstudaginn. Tilkynnt er um hækkunina í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans 24. ágúst síðastliðinn. 5. september 2022 10:53 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Stjórnsýsluúttekt á lokametrunum sem muni „vekja athygli“ Úttekt ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokametrunum og styttist mjög í að hún fari í umsagnarferli. Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, treysti sér ekki til að nefna dagsetningu í þessu samhengi en sagði ljóst að úttektin verði tilbúin fyrir lok þessa mánaðar. 6. september 2022 15:37
Arion banki og Íslandsbanki hækka vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánavaxta bankans sem taka gildi í dag, en vaxtahækkanir hjá Íslandsbanka munu taka gildi á föstudaginn. Tilkynnt er um hækkunina í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans 24. ágúst síðastliðinn. 5. september 2022 10:53