Íslenskukennslu á vinnutíma inn í kjarasamninga! Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 9. september 2022 16:03 Almennir kjarasamningar standa fyrir dyrum og mörg stéttarfélög hafa mótað kröfugerð sína til atvinnurekenda, bæði um launahækkanir og ýmiss konar réttarbætur. Ég held að kröfurnar hafi yfirleitt ekki verið birtar í smáatriðum, þótt launakröfur hafi sums staðar komið fram. Launin eru vissulega mikilvæg, en ýmislegt fleira getur þó bætt hag launafólks, t.d. íslenskukunnátta sem ég hef ekki frétt til að minnst sé á í kröfum stéttarfélaga sem væri þó full ástæða til, í ljósi mikils fjölda erlends starfsfólks á vinnumarkaði. 53% félagsmanna í næststærsta stéttarfélaginu, Eflingu, eru nú þegar af erlendum uppruna og því er spáð að erlent starfsfólk verði orðið allt að helmingur vinnuaflsins fyrir miðja öldina. Það liggur fyrir að ef íslenska á að halda stöðu sinni sem aðaltungumál landsins við þessar aðstæður þarf að gera stórátak í að kenna þeim sem hingað koma málið. Þar þurfum við öll að leggjast á eitt – stjórnvöld, atvinnurekendur, verkalýðsfélög og fólkið sjálft. Íslenskukunnátta erlends starfsfólks er allra hagur. Atvinnurekendur fá starfsfólk sem getur sinnt fjölbreyttari störfum, fellur betur inn í samfélagið og er líklegt til að vera ánægðara. Fólkið sjálft verður sveigjanlegra og eykur möguleika sína á vinnumarkaði. Dregið er úr hættunni á því að fólk af erlendum uppruna einangrist í samfélaginu, með öllum þeim erfiðleikum og hættum sem því geta fylgt, bæði fyrir fólkið sjálft og samfélagið. Og íslenskan blómstrar. Þess vegna væri upplagt að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum samningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á vandaðri íslenskukennslu í vinnutíma. Atvinnurekendur bæru kostnaðinn af þeirri vinnuskerðingu sem af þessu hlytist, en stjórnvöld kæmu á móti með því að sjá til þess að mennta hæfa kennara, greiða fyrir vinnu þeirra og útvega góð kennslugögn. Miðað við nýlegar yfirlýsingar Samtaka atvinnulífsins verður að ætla að kröfum af þessu tagi yrði vel tekið – „við hljótum að senda út hvatningu til allra sem eru í aðstöðu til þess að styrkja íslenska tungu frekar en að veikja hana hægt og bítandi“ sagði framkvæmdastjóri Samtakanna nýlega í viðtali. Látum á þetta reyna! Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Kjaramál Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Almennir kjarasamningar standa fyrir dyrum og mörg stéttarfélög hafa mótað kröfugerð sína til atvinnurekenda, bæði um launahækkanir og ýmiss konar réttarbætur. Ég held að kröfurnar hafi yfirleitt ekki verið birtar í smáatriðum, þótt launakröfur hafi sums staðar komið fram. Launin eru vissulega mikilvæg, en ýmislegt fleira getur þó bætt hag launafólks, t.d. íslenskukunnátta sem ég hef ekki frétt til að minnst sé á í kröfum stéttarfélaga sem væri þó full ástæða til, í ljósi mikils fjölda erlends starfsfólks á vinnumarkaði. 53% félagsmanna í næststærsta stéttarfélaginu, Eflingu, eru nú þegar af erlendum uppruna og því er spáð að erlent starfsfólk verði orðið allt að helmingur vinnuaflsins fyrir miðja öldina. Það liggur fyrir að ef íslenska á að halda stöðu sinni sem aðaltungumál landsins við þessar aðstæður þarf að gera stórátak í að kenna þeim sem hingað koma málið. Þar þurfum við öll að leggjast á eitt – stjórnvöld, atvinnurekendur, verkalýðsfélög og fólkið sjálft. Íslenskukunnátta erlends starfsfólks er allra hagur. Atvinnurekendur fá starfsfólk sem getur sinnt fjölbreyttari störfum, fellur betur inn í samfélagið og er líklegt til að vera ánægðara. Fólkið sjálft verður sveigjanlegra og eykur möguleika sína á vinnumarkaði. Dregið er úr hættunni á því að fólk af erlendum uppruna einangrist í samfélaginu, með öllum þeim erfiðleikum og hættum sem því geta fylgt, bæði fyrir fólkið sjálft og samfélagið. Og íslenskan blómstrar. Þess vegna væri upplagt að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum samningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á vandaðri íslenskukennslu í vinnutíma. Atvinnurekendur bæru kostnaðinn af þeirri vinnuskerðingu sem af þessu hlytist, en stjórnvöld kæmu á móti með því að sjá til þess að mennta hæfa kennara, greiða fyrir vinnu þeirra og útvega góð kennslugögn. Miðað við nýlegar yfirlýsingar Samtaka atvinnulífsins verður að ætla að kröfum af þessu tagi yrði vel tekið – „við hljótum að senda út hvatningu til allra sem eru í aðstöðu til þess að styrkja íslenska tungu frekar en að veikja hana hægt og bítandi“ sagði framkvæmdastjóri Samtakanna nýlega í viðtali. Látum á þetta reyna! Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar