Dimma fagnar 10 ára afmæli plötunnar Myrkvaverk Steinar Fjeldsted skrifar 7. september 2022 20:01 Nú í haust eru 10 ár liðin frá því að DIMMA gaf út plötuna Myrkraverk en hún markaði tímamót á ferli sveitarinnar þar sem allir textar voru á íslensku. Myrkraverk fékk mjög góðar viðtökur og má með sanni segja að þar hafi flug DIMMU hafist fyrir alvöru. Í tilefni þessa afmælis mun DIMMA spila á nokkrum tónleikum, þar sem Myrkraverk verður leikin í heild sinni ásamt öðrum vinsælum ópusum sveitarinnar. Mörg þessara laga hafa ekki heyrst lengi á tónleikum og ólíklegt að þau verði leikin aftur í bráð. Næstu tónleikar DIMMU sem þegar eru komnir í sölu á tix.is eru í Bæjarbíói á föstudaginn 9. september, Edinborgarhúsinu á Ísafirði þann 24. september og svo hápunkturinn; Stórtónleikar í Íþróttahöllinni á Akureyri. Tónleikarnir í Íþróttahöllinni verða mikið sjónarspil og þeir allra flottustu sem DIMMA hefur haldið síðan sveitin var með tvenna uppselda útgáfutónleika í Eldborg fyrir plötuna Þögn. Það er margt sem myrkrinu býr í.. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið
Í tilefni þessa afmælis mun DIMMA spila á nokkrum tónleikum, þar sem Myrkraverk verður leikin í heild sinni ásamt öðrum vinsælum ópusum sveitarinnar. Mörg þessara laga hafa ekki heyrst lengi á tónleikum og ólíklegt að þau verði leikin aftur í bráð. Næstu tónleikar DIMMU sem þegar eru komnir í sölu á tix.is eru í Bæjarbíói á föstudaginn 9. september, Edinborgarhúsinu á Ísafirði þann 24. september og svo hápunkturinn; Stórtónleikar í Íþróttahöllinni á Akureyri. Tónleikarnir í Íþróttahöllinni verða mikið sjónarspil og þeir allra flottustu sem DIMMA hefur haldið síðan sveitin var með tvenna uppselda útgáfutónleika í Eldborg fyrir plötuna Þögn. Það er margt sem myrkrinu býr í.. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið