Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að einn umsækjandi hafi dregið umsókn sína til baka, en þriggja manna hæfnisnefnd mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til forsætisráðherra sem skipar svo í embættið til fimm ára.
Nýr hagstofustjóri mun taka við af Ólafi Hjálmarssyni sem gegnt hefur embættinu síðustu fjórtán ár. Hann óskaði eftir því í sumar að verða færður til í starfi og tók hann við sem skrifstofustjóri fjármálaráðs um síðustu mánaðamót.
Elsa Björk Knútsdóttir, sem hefur verið falið að sinna starfsskyldum hagstofustjóra til 1. nóvember 2022, er í hópi umsækjenda.
Nöfn umsækjenda:
- Aríel Jóhann Árnason, viðskiptafræðingur.
- Arndís Vilhjálmsdóttir, fagstjóri.
- Áróra Líf Kjerúlf, móttökuritari.
- Böðvar Þórisson, forstjóri.
- Elsa Björk Knútsdóttir, sviðsstjóri.
- Gísli Már Gíslason, fagstjóri.
- Guðrún Johnsen, lektor.
- Heiðrún Erika Guðmundsdóttir, deildarstjóri.
- Hrafnhildur Arnkelsdóttir, sviðsstjóri.
- Steinþór Kolbeinsson, tölvunarfræðingur.
- Sigurður Erlingsson, stjórnarformaður.
- Sverrir Jensson, veðurfræðingur.
- Þorsteinn Þorsteinsson, deildarstjóri.
Hagstofa Íslands er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir forsætisráðherra. Hagstofan er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu og hefur forystu um tilhögun, samræmingu og framkvæmd hennar og um samskipti við alþjóðastofnanir um hagskýrslu- og tölfræðimál.