Þörf á stöðugum aðgerðum í heilbrigðisþjónustu Heimir Már Pétursson skrifar 6. september 2022 12:09 Starfsfólk bráðamóttöku Landsspítalans hefur ítrekað kvartað undan mikilu álagi og aðstöðuleysi. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir stjórnvöld hafa brugðist við vanda Landsspítalans með ýmsum hætti. Eðilega þyngist róðurinn á spítalanum með mikilli fjölgun ferðamanna og gangsetningu samfélagsins að loknum faraldrinum. Fjórtán hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landsspítalans sögðu nýlega upp störfum vegna mikils álags. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af álagi í heilbrigðisþjónustunni alla daga. Ríkisstjórnin hafi brugðist við stöðunni með skipan viðbragðsteymis í upphafi sumars. Það hafi farið í aðgerðir með heilbrigðisstofnunum og þeim sem best til þekktu sem ásamt þrautseigju starfsfólks hafi bætt stöðuna. „Þær alla vega skiluðu því að við fórum í gegnum sumarið. En auðvitað er róðurinn þungur þegar við fáum jafn mikið af ferðamönnum sem bætast við álagið og svo er öll þjóðin komin á fleygiferð,“ segir Willum. Það væri hins vegar ástæða til að huga vel að mönnuninni þar sem breytingar í samfélaginu hafi aukið eftirspurnina eftir heilbrigðisþjónustu gífurlega. Willum Þór Þórsson segir stjórnvöld hafa gripið til fjölþættra aðgerða til að bregðast við álaginu á bráðadeildinni. Hins vegar væri þörf á fjölþættum aðgerðum til viðbótar.Stöð 2/Egill Álagið á takmarkaðan mannauð hafi því aukist mikið. Nú væri unnið að því að taka saman betri upplýsingar um mönnunina í ráðuneytinu en auðvitað tæki tíma að mennta fólk til starfa í heilbrigðisþjónustunni. Brugðist hafi verið við kröfum um betri aðstæður og laun starfsfólks á bráðamóttökunni. „Meðal annarra aðgerða fór Landsspítalinn í viðbótargreiðslur inn á bráðamóttökuna í sumar. Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt vegna þess að við erum með fleiri stofnanir sem þurfa að taka höndum saman. Það er mikið álag á bráðamóttöku víða. Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Suðurnesja og út um allt land,“ segir heilbrigðisráðherra. Landsspítalinn hafi tekið saman útskýringar á flestum uppsagnanna. Fólk væri að flytja sig til. Fara í önnur störf innan heilbrigðisþjónustunnar eða flytja milli landa. Þótt hann þekkti ekki til einstakra uppsagna mætti reikna með að fólk færði sig frekar til þegar álagið væri mikið og fólk orðið þreytt. Þessu yrði að mæta með fjölþættum aðgerðum. Það hafi meðal annars verið gert með opnun bráðadagdeildar innan spítalans sem hafi létt álagið. „Það var tekið yfirflæði inn á deildir. Við höfum farið í að flýta fyrir opnun rýma. Við erum að opna endurhæfinarrými í samvinnu við Eir. Það er verið að opna endurhæfingarrými núna á Sólvangi í Hafnarfirði. Það er mjög stutt í að við opnum Móberg í Árborg, fjörutíu rými. Þetta mun allt hjálpa til," segir heilbrigðisráðherra. Þá væri verið að skoða alla bráðaþjónustu í landinu. Þú óttast ekki að það myndist hreint og klárt neyðarástand á bráðamóttökunni? „Það er auðvitað búið að vera neyðarástand allt of lengi. Það er vont að vera alltaf í einhverju neyðarviðbragði. Það er alveg rétt. Við þurfum að koma þessu í skikkanlegt horf,“ segir Willum Þór Þórsson. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir „Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er“ Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt það er að fjórtán hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum á bráðamóttöku Landspítala. Þetta segja tveir hjúkrunarfræðinganna. Uppsögn var að þeirra sögn síðasta úrræðið. 2. september 2022 19:33 Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Fjórtán hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landsspítalans sögðu nýlega upp störfum vegna mikils álags. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af álagi í heilbrigðisþjónustunni alla daga. Ríkisstjórnin hafi brugðist við stöðunni með skipan viðbragðsteymis í upphafi sumars. Það hafi farið í aðgerðir með heilbrigðisstofnunum og þeim sem best til þekktu sem ásamt þrautseigju starfsfólks hafi bætt stöðuna. „Þær alla vega skiluðu því að við fórum í gegnum sumarið. En auðvitað er róðurinn þungur þegar við fáum jafn mikið af ferðamönnum sem bætast við álagið og svo er öll þjóðin komin á fleygiferð,“ segir Willum. Það væri hins vegar ástæða til að huga vel að mönnuninni þar sem breytingar í samfélaginu hafi aukið eftirspurnina eftir heilbrigðisþjónustu gífurlega. Willum Þór Þórsson segir stjórnvöld hafa gripið til fjölþættra aðgerða til að bregðast við álaginu á bráðadeildinni. Hins vegar væri þörf á fjölþættum aðgerðum til viðbótar.Stöð 2/Egill Álagið á takmarkaðan mannauð hafi því aukist mikið. Nú væri unnið að því að taka saman betri upplýsingar um mönnunina í ráðuneytinu en auðvitað tæki tíma að mennta fólk til starfa í heilbrigðisþjónustunni. Brugðist hafi verið við kröfum um betri aðstæður og laun starfsfólks á bráðamóttökunni. „Meðal annarra aðgerða fór Landsspítalinn í viðbótargreiðslur inn á bráðamóttökuna í sumar. Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt vegna þess að við erum með fleiri stofnanir sem þurfa að taka höndum saman. Það er mikið álag á bráðamóttöku víða. Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Suðurnesja og út um allt land,“ segir heilbrigðisráðherra. Landsspítalinn hafi tekið saman útskýringar á flestum uppsagnanna. Fólk væri að flytja sig til. Fara í önnur störf innan heilbrigðisþjónustunnar eða flytja milli landa. Þótt hann þekkti ekki til einstakra uppsagna mætti reikna með að fólk færði sig frekar til þegar álagið væri mikið og fólk orðið þreytt. Þessu yrði að mæta með fjölþættum aðgerðum. Það hafi meðal annars verið gert með opnun bráðadagdeildar innan spítalans sem hafi létt álagið. „Það var tekið yfirflæði inn á deildir. Við höfum farið í að flýta fyrir opnun rýma. Við erum að opna endurhæfinarrými í samvinnu við Eir. Það er verið að opna endurhæfingarrými núna á Sólvangi í Hafnarfirði. Það er mjög stutt í að við opnum Móberg í Árborg, fjörutíu rými. Þetta mun allt hjálpa til," segir heilbrigðisráðherra. Þá væri verið að skoða alla bráðaþjónustu í landinu. Þú óttast ekki að það myndist hreint og klárt neyðarástand á bráðamóttökunni? „Það er auðvitað búið að vera neyðarástand allt of lengi. Það er vont að vera alltaf í einhverju neyðarviðbragði. Það er alveg rétt. Við þurfum að koma þessu í skikkanlegt horf,“ segir Willum Þór Þórsson.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir „Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er“ Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt það er að fjórtán hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum á bráðamóttöku Landspítala. Þetta segja tveir hjúkrunarfræðinganna. Uppsögn var að þeirra sögn síðasta úrræðið. 2. september 2022 19:33 Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er“ Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt það er að fjórtán hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum á bráðamóttöku Landspítala. Þetta segja tveir hjúkrunarfræðinganna. Uppsögn var að þeirra sögn síðasta úrræðið. 2. september 2022 19:33
Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent