Kvöldfréttir Stöðvar 2 Snorri Másson skrifar 3. september 2022 18:01 Sindri Sindrason les. Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. Fjallað er um þetta og annað í kvöldfréttum Stöðvar 2. Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. Míkhaíl Gorbatsjov var borinn til grafar í Rússlandi dag en hann lést á þriðjudag, 91 árs að aldri. Fjöldi fólks safnaðist saman við Hús Verkalýðsins í Mosku þar sem útför fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna fór fram og var sendiherra Íslands í Rússlandi meðal sendiherra sem vottuðu honum virðingu sína. Vladímír Pútín Rússlandsforseti var þó ekki viðstaddur en hann lagði blóm á kistuna á fimmtudag. Gorbatsjov var leiðtogi Sovétríkjanna á árunum 1985 til 1991 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1990 fyrir sinn þátt í að draga úr spennu milli austurs og vesturs. Hann var virtur víða um heim, einna helst á Vesturlöndum, en margir í heimalandinu kenndu honum aftur á móti um fall Sovétríkjanna. Það gæti stefnt í metár í komum skemmtiferðaskipa og búist er við enn tíðari skipakomum á næsta ári. Kaupmenn í miðbænum segja farþegana verðmæta kúnna. Lögreglan, þar á meðal sérsveitarmenn, fóru á vettvang til að hafa afskipti af mönnum við Hagkaup í Skeifunni á fimmta tímanum í dag. Aðilar máls höfðu tekist á en talið er að einn þeirra eða fleiri hafi verið í annarlegu ástandi. Töluverður viðbúnaður var á svæðinu enda voru samkvæmt upplýsingum fréttastofu barefli í spilinu, þótt ekki hafi það verið hnífar eða byssur. Einn var fluttur á lögreglustöð til viðræðna eftir atburðarásina en málið er í rannsókn hjá lögreglu. Það á ekki að vera leiðinlegt að taka upp rófur og þannig er það alls ekki hjá rófubónda í Árborg því þar er dansað og sungið um leið og unnið er með rófurnar. Magnús Hlynur kíkti á stemminguna í rófugarðinum. Það er sannkölluð hátíðarstemmning í Reykjanesbæ þar sem Ljósahátíð nær hámarki í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem hátíðin fer fram en henni var aflýst síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. Við verðum þar í beinni. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. Míkhaíl Gorbatsjov var borinn til grafar í Rússlandi dag en hann lést á þriðjudag, 91 árs að aldri. Fjöldi fólks safnaðist saman við Hús Verkalýðsins í Mosku þar sem útför fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna fór fram og var sendiherra Íslands í Rússlandi meðal sendiherra sem vottuðu honum virðingu sína. Vladímír Pútín Rússlandsforseti var þó ekki viðstaddur en hann lagði blóm á kistuna á fimmtudag. Gorbatsjov var leiðtogi Sovétríkjanna á árunum 1985 til 1991 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1990 fyrir sinn þátt í að draga úr spennu milli austurs og vesturs. Hann var virtur víða um heim, einna helst á Vesturlöndum, en margir í heimalandinu kenndu honum aftur á móti um fall Sovétríkjanna. Það gæti stefnt í metár í komum skemmtiferðaskipa og búist er við enn tíðari skipakomum á næsta ári. Kaupmenn í miðbænum segja farþegana verðmæta kúnna. Lögreglan, þar á meðal sérsveitarmenn, fóru á vettvang til að hafa afskipti af mönnum við Hagkaup í Skeifunni á fimmta tímanum í dag. Aðilar máls höfðu tekist á en talið er að einn þeirra eða fleiri hafi verið í annarlegu ástandi. Töluverður viðbúnaður var á svæðinu enda voru samkvæmt upplýsingum fréttastofu barefli í spilinu, þótt ekki hafi það verið hnífar eða byssur. Einn var fluttur á lögreglustöð til viðræðna eftir atburðarásina en málið er í rannsókn hjá lögreglu. Það á ekki að vera leiðinlegt að taka upp rófur og þannig er það alls ekki hjá rófubónda í Árborg því þar er dansað og sungið um leið og unnið er með rófurnar. Magnús Hlynur kíkti á stemminguna í rófugarðinum. Það er sannkölluð hátíðarstemmning í Reykjanesbæ þar sem Ljósahátíð nær hámarki í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem hátíðin fer fram en henni var aflýst síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. Við verðum þar í beinni.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði