Dansað og sungið við upptöku á rófum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. september 2022 12:00 Fjóla Signý, sem stefnir á að taka upp um tuttugu tonn af Sandvíkurrófum á næstunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það á ekki að vera leiðinlegt að taka upp rófur og þannig er það alls ekki hjá rófubónda í Árborg því þar er dansað og sungið um leið og unnið er með rófurnar. Útiræktað grænmeti hefur vaxið einstaklega vel í sumar, ekki síst rófur því nú er byrjað að taka þær upp á fullum krafti, meðal annars hjá Fjólu Signý í Sandvík í Árborg, Sandvíkurrófurnar svo nefndu, en hún reiknar með að taka upp tuttugu tonn í haust. Fjóla auglýsti eftir fólki til að hjálpa sér við að taka upp og það stóð ekki á viðbrögðum, fullt af fólki hefur mætt til að aðstoða og það fær síðan rófur í staðinn með sér heim. „Ég er að taka upp rófur, það gengur mjög vel og þetta er mjög skemmtilegt,“ segir Freyja Bjarney Örvarsdóttir 11 ára, sem býr á Selfossi. „Þetta er afskaplega gaman jú, það er það. Ég er svo mikið fyrir vinnuskipti, mér finnst gott að vinna og fá eitthvað annað en peninga í staðinn,“ segir Harpa Rún Kristjánsdóttir, sem býr á Hólum á Rangárvöllum. „Já, það er mjög fín uppskera, það er búið að spretta mjög vel,” segir Fjóla Signý og bætir við. „Það eru krakkar hérna að læra að vinna, sem foreldrar senda til mín: „Já, þú verður að kenna börnunum að vinna”, þau koma hér í smástund eftir skóla og rífa upp nokkrar rófur.” „Þetta eru bestu rófur á Íslandi og þær eru lífrænt ræktaðar, það er mjög mikilvægt að það komi fram,” sögðu hressar konur, sem voru að taka upp á fullum krafti hjá Fjólu Signý. Og það vantar ekkert upp á gleðina við rófuupptökuna, þar er sungið og dansað af mikilli innlifun. Það er sungið og dansað í rófugarðinum hjá Fjólu Signý enda alltaf mikið stuð þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Landbúnaður Vinnumarkaður Grín og gaman Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Útiræktað grænmeti hefur vaxið einstaklega vel í sumar, ekki síst rófur því nú er byrjað að taka þær upp á fullum krafti, meðal annars hjá Fjólu Signý í Sandvík í Árborg, Sandvíkurrófurnar svo nefndu, en hún reiknar með að taka upp tuttugu tonn í haust. Fjóla auglýsti eftir fólki til að hjálpa sér við að taka upp og það stóð ekki á viðbrögðum, fullt af fólki hefur mætt til að aðstoða og það fær síðan rófur í staðinn með sér heim. „Ég er að taka upp rófur, það gengur mjög vel og þetta er mjög skemmtilegt,“ segir Freyja Bjarney Örvarsdóttir 11 ára, sem býr á Selfossi. „Þetta er afskaplega gaman jú, það er það. Ég er svo mikið fyrir vinnuskipti, mér finnst gott að vinna og fá eitthvað annað en peninga í staðinn,“ segir Harpa Rún Kristjánsdóttir, sem býr á Hólum á Rangárvöllum. „Já, það er mjög fín uppskera, það er búið að spretta mjög vel,” segir Fjóla Signý og bætir við. „Það eru krakkar hérna að læra að vinna, sem foreldrar senda til mín: „Já, þú verður að kenna börnunum að vinna”, þau koma hér í smástund eftir skóla og rífa upp nokkrar rófur.” „Þetta eru bestu rófur á Íslandi og þær eru lífrænt ræktaðar, það er mjög mikilvægt að það komi fram,” sögðu hressar konur, sem voru að taka upp á fullum krafti hjá Fjólu Signý. Og það vantar ekkert upp á gleðina við rófuupptökuna, þar er sungið og dansað af mikilli innlifun. Það er sungið og dansað í rófugarðinum hjá Fjólu Signý enda alltaf mikið stuð þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Landbúnaður Vinnumarkaður Grín og gaman Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira