Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2022 21:00 Ingibjörg Gunnarsdóttir, fyrrverandi eigandi þriggja hrossa sem nú eru sögð sæta illri meðferð í Borgarnesi. Vísir/Arnar Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. Vísir greindi fyrstur miðla frá málinu síðdegis í gær og ræddi við Steinunni Árnadóttur organista í Borgarneskirkju sem lýsti áhyggjum sveitunga sinna vegna illrar meðferðar á hrossunum. Myndband sem Steinunn tók af hryssu og folaldi úr stóðinu í hesthúsabyggðinni við Borgarnes 16. ágúst síðastliðinn má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. Hestarnir voru settir út eftir að málið komst í fjölmiðla og fréttastofa hafði uppi á einu trippanna, sem sýnt var í beinni útsendingu og einnig má sjá í fréttinni. Ingibjörg Gunnarsdóttir er fyrrverandi eigandi þriggja hryssa úr stóðinu, sem sýndar eru í fréttinni sem folöld þegar þær voru í eigu Ingibjargar. Og á þessari mynd innan úr hesthúsinu í Borgarfirði eru þær allar samankomnar að sögn Ingibjargar, grindhoraðar og þjáðar að sjá. Brúna hryssan með blesuna sem liggur á gólfi stíunnar til vinstri er ekki úr röðum Ingibjargar. Hinar þrjár á myndinni telur hún að hafi verið keyptar hjá sér í fyrra. „Þetta var bara mjög mikið sjokk. Systir mín hringdi í mig í gær og var bara grátandi yfir þessu. Við leggjum metnað í að sinna okkar dýrum vel og höfum lagt metnað í að tryggja að þau fari á góða staði. Þetta var bara mikið áfall. Og ótrúlegt að þetta geti gerst að einhver hagi sér svona,“ segir Ingibjörg. Engin svör Kaupandi hafi lofað hryssunum góðu heimili, loforð sem greinilega hafi verið þverbrotið. Hún, og fleiri fyrrverandi eigendur, hafi haft samband við MAST og núverandi eigendur. „Og myndum náttúrulega helst vilja taka hrossin til baka. Við höfum góða aðstöðu til að veita þeim það sem þau þurfa og höfum miklar áhyggjur af þeim í þessum aðstæðum, og í höndum þessara aðila sem virðast ekki betur í stakk búin að sinna þeim en þetta.“ En þið hafið engin svör fengið? „Við höfum engin svör fengið, hvorki frá kaupandanum né MAST.“ Hvernig finnst þér stemningin í hestasamfélaginu út af þessu? „Það eru allir bara gjörsamlega miður sín. Fólk trúir ekki að þetta geti gerst. Fólk er bara orðlaust,“ segir Ingibjörg. Ekki náðist í núverandi eigendur hrossanna við vinnslu fréttarinnar. Dýraheilbrigði Borgarbyggð Hestar Dýraníð í Borgarfirði Tengdar fréttir Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. 1. september 2022 16:28 Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 1. september 2022 10:27 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Vísir greindi fyrstur miðla frá málinu síðdegis í gær og ræddi við Steinunni Árnadóttur organista í Borgarneskirkju sem lýsti áhyggjum sveitunga sinna vegna illrar meðferðar á hrossunum. Myndband sem Steinunn tók af hryssu og folaldi úr stóðinu í hesthúsabyggðinni við Borgarnes 16. ágúst síðastliðinn má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. Hestarnir voru settir út eftir að málið komst í fjölmiðla og fréttastofa hafði uppi á einu trippanna, sem sýnt var í beinni útsendingu og einnig má sjá í fréttinni. Ingibjörg Gunnarsdóttir er fyrrverandi eigandi þriggja hryssa úr stóðinu, sem sýndar eru í fréttinni sem folöld þegar þær voru í eigu Ingibjargar. Og á þessari mynd innan úr hesthúsinu í Borgarfirði eru þær allar samankomnar að sögn Ingibjargar, grindhoraðar og þjáðar að sjá. Brúna hryssan með blesuna sem liggur á gólfi stíunnar til vinstri er ekki úr röðum Ingibjargar. Hinar þrjár á myndinni telur hún að hafi verið keyptar hjá sér í fyrra. „Þetta var bara mjög mikið sjokk. Systir mín hringdi í mig í gær og var bara grátandi yfir þessu. Við leggjum metnað í að sinna okkar dýrum vel og höfum lagt metnað í að tryggja að þau fari á góða staði. Þetta var bara mikið áfall. Og ótrúlegt að þetta geti gerst að einhver hagi sér svona,“ segir Ingibjörg. Engin svör Kaupandi hafi lofað hryssunum góðu heimili, loforð sem greinilega hafi verið þverbrotið. Hún, og fleiri fyrrverandi eigendur, hafi haft samband við MAST og núverandi eigendur. „Og myndum náttúrulega helst vilja taka hrossin til baka. Við höfum góða aðstöðu til að veita þeim það sem þau þurfa og höfum miklar áhyggjur af þeim í þessum aðstæðum, og í höndum þessara aðila sem virðast ekki betur í stakk búin að sinna þeim en þetta.“ En þið hafið engin svör fengið? „Við höfum engin svör fengið, hvorki frá kaupandanum né MAST.“ Hvernig finnst þér stemningin í hestasamfélaginu út af þessu? „Það eru allir bara gjörsamlega miður sín. Fólk trúir ekki að þetta geti gerst. Fólk er bara orðlaust,“ segir Ingibjörg. Ekki náðist í núverandi eigendur hrossanna við vinnslu fréttarinnar.
Dýraheilbrigði Borgarbyggð Hestar Dýraníð í Borgarfirði Tengdar fréttir Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. 1. september 2022 16:28 Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 1. september 2022 10:27 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41
Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. 1. september 2022 16:28
Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 1. september 2022 10:27