Alls voru 24 lið í pottinum í dag sem munu keppa um tólf laus sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar sem hefst
Liðin skiptust í tvær mismunandi leiðir, annars vegar meistaraleið, þar sem eru lið sem urðu landsmeistarar heimafyrir, þar á meðal Valur, og hins vegar deildarleið þar sem eru lið sem unnu sér inn sæti í keppninni með góðum árangri í sinni deild en urðu ekki meistarar.
Sex Íslendingalið voru í pottinum, auk Vals, fjögur í meistaraleiðinni og þrjú í deildarleiðinni. Íslenski landsliðshópurinn í fótbolta hefur því eflaust fylgst spenntur með í morgun en landsliðið undirbýr sig fyrir leik við Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli annað kvöld.
Valur dróst gegn Slaviu Prag frá Tékklandi og mun spila fyrri leik liðanna á sínum heimavelli áður en liðið fer til tékknesku höfuðborgarinnar. Svava Rós Guðmundsdóttir, er í liði Brann sem dróst á móti Rosengård, liði Guðrúnar Arnardóttur.
Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Juventus fara til Danmerkur og mæta dönsku meisturunum Köge. Glódís Perla Viggósdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir mæta Real Sociedad ásamt liðsfélögum sínum í Bayern München.
Diljá Ýr Zomers og Häcken eiga strembið verkefni fyrir höndum er þær mæta Paris Saint-Germain frá Frakklandi og sömu sögu er að segja af Selmu Sól Magnúsdóttur og Rosenborg sem mæta Real Madrid frá Spáni.
Meistaraleið
Vorskla-Kharkiv (Úkraína) - Vllaznia (Albanía
Sarajevo (Bosnía) - Zurich (Sviss)
Rangers (Skotland) - Benfica (Portúgal)
KuPS Kuopio (Finnland) - St. Pölten (Austurríki)
Valur (Ísland) - Slavia Prag (Tékkland)
Brann (Noregur) - Rosengård (Svíþjóð)
Köge (Danmörk) - Juventus (Ítalía)
Deildarleið
Arsenal (England) - Ajax (Holland)
Paris Saint-Germain (Frakkland) - Häcken (Svíþjóð)
Real Sociedad (Spánn) - Bayern München (Þýskaland)
Rosenborg (Noregur) - Real Madrid (Spánn)
Sparta Prag (Tékkland) - Roma (Ítalía)