Í fyrsta sinn í tuttugu ár sem Ronaldo spilar ekki í Meistaradeildinni Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2022 14:30 Cristiano Ronaldo virðist þurfa að gera sér að góðu að vera varamaður hjá liði sem spilar ekki í Meistaradeildinni. Getty/Kieran Cleeves Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, fullyrti á blaðamannafundi í dag að með komu Antony og Martin Dubravka yrðu ekki frekari breytingar á leikmannahópi liðsins fyrir lok félagaskiptagluggans. Ten Hag sagði þar með alveg ljóst að Cristiano Ronaldo yrði áfram hjá félaginu en það þýðir að þessi 37 ára gamli Portúgali verður ekki með í Meistaradeild Evrópu í haust, í fyrsta sinn í tvo áratugi. Þess í stað spilar hann í Evrópudeildinni, með United. „Það er á hreinu, auðvitað [að Ronaldo er enn í mínum áætlunum]. Við þurfum gæðaleikmenn og við þurfum fleiri til að ráða við þennan fjölda leikja og þétta dagskrá til að halda stöðugleika. Það ætlum við okkur að gera,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag en hann hefur nýtt Ronaldo sem varamann í síðustu leikjum. Koma brasilíska kantmannsins Antony frá Ajax táknar því ekki brotthvarf Ronaldos. Ten Hag gat ekki svarað því hvenær Antony gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir United en Sky Sports segir að líklega verði það ekki gegn Leicester á morgun heldur gegn Arsenal á sunnudaginn. United er einnig að ganga frá því að fá markvörðinn Martin Dubravka frá Newcastle til að veita David de Gea samkeppni en þar með er leikmannahópur liðsins klár að mati Ten Hag: „Ég held það. Þetta eru lokin á þessum félagaskiptaglugga. En ef að frábær tækifæri bjóðast þá þarf toppklúbbur alltaf að vera á tánum,“ sagði Ten Hag. Hann lét ekki draga sig út í umræðu um hægri bakvörð Barcelona, Sergino Dest, sem orðaður hefur verið við United en sagði að annar hægri bakvörður, Aaron Wan-Bissaka, yrði áfram hjá félaginu. „Auðvitað, Aaron er enn hérna og við munum halda honum. Þessi hópur mun haldast frá september og að minnsta kosti fram í janúar. Þetta er hópurinn sem mun spila á þessari leiktíð,“ sagði Ten Hag. United verður án Anthony Martial á morgun vegna meiðsla en miðvörðurinn Victor Lindelöf er byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik eftir meiðsli. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira
Ten Hag sagði þar með alveg ljóst að Cristiano Ronaldo yrði áfram hjá félaginu en það þýðir að þessi 37 ára gamli Portúgali verður ekki með í Meistaradeild Evrópu í haust, í fyrsta sinn í tvo áratugi. Þess í stað spilar hann í Evrópudeildinni, með United. „Það er á hreinu, auðvitað [að Ronaldo er enn í mínum áætlunum]. Við þurfum gæðaleikmenn og við þurfum fleiri til að ráða við þennan fjölda leikja og þétta dagskrá til að halda stöðugleika. Það ætlum við okkur að gera,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag en hann hefur nýtt Ronaldo sem varamann í síðustu leikjum. Koma brasilíska kantmannsins Antony frá Ajax táknar því ekki brotthvarf Ronaldos. Ten Hag gat ekki svarað því hvenær Antony gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir United en Sky Sports segir að líklega verði það ekki gegn Leicester á morgun heldur gegn Arsenal á sunnudaginn. United er einnig að ganga frá því að fá markvörðinn Martin Dubravka frá Newcastle til að veita David de Gea samkeppni en þar með er leikmannahópur liðsins klár að mati Ten Hag: „Ég held það. Þetta eru lokin á þessum félagaskiptaglugga. En ef að frábær tækifæri bjóðast þá þarf toppklúbbur alltaf að vera á tánum,“ sagði Ten Hag. Hann lét ekki draga sig út í umræðu um hægri bakvörð Barcelona, Sergino Dest, sem orðaður hefur verið við United en sagði að annar hægri bakvörður, Aaron Wan-Bissaka, yrði áfram hjá félaginu. „Auðvitað, Aaron er enn hérna og við munum halda honum. Þessi hópur mun haldast frá september og að minnsta kosti fram í janúar. Þetta er hópurinn sem mun spila á þessari leiktíð,“ sagði Ten Hag. United verður án Anthony Martial á morgun vegna meiðsla en miðvörðurinn Victor Lindelöf er byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik eftir meiðsli.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira