Í fyrsta sinn í tuttugu ár sem Ronaldo spilar ekki í Meistaradeildinni Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2022 14:30 Cristiano Ronaldo virðist þurfa að gera sér að góðu að vera varamaður hjá liði sem spilar ekki í Meistaradeildinni. Getty/Kieran Cleeves Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, fullyrti á blaðamannafundi í dag að með komu Antony og Martin Dubravka yrðu ekki frekari breytingar á leikmannahópi liðsins fyrir lok félagaskiptagluggans. Ten Hag sagði þar með alveg ljóst að Cristiano Ronaldo yrði áfram hjá félaginu en það þýðir að þessi 37 ára gamli Portúgali verður ekki með í Meistaradeild Evrópu í haust, í fyrsta sinn í tvo áratugi. Þess í stað spilar hann í Evrópudeildinni, með United. „Það er á hreinu, auðvitað [að Ronaldo er enn í mínum áætlunum]. Við þurfum gæðaleikmenn og við þurfum fleiri til að ráða við þennan fjölda leikja og þétta dagskrá til að halda stöðugleika. Það ætlum við okkur að gera,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag en hann hefur nýtt Ronaldo sem varamann í síðustu leikjum. Koma brasilíska kantmannsins Antony frá Ajax táknar því ekki brotthvarf Ronaldos. Ten Hag gat ekki svarað því hvenær Antony gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir United en Sky Sports segir að líklega verði það ekki gegn Leicester á morgun heldur gegn Arsenal á sunnudaginn. United er einnig að ganga frá því að fá markvörðinn Martin Dubravka frá Newcastle til að veita David de Gea samkeppni en þar með er leikmannahópur liðsins klár að mati Ten Hag: „Ég held það. Þetta eru lokin á þessum félagaskiptaglugga. En ef að frábær tækifæri bjóðast þá þarf toppklúbbur alltaf að vera á tánum,“ sagði Ten Hag. Hann lét ekki draga sig út í umræðu um hægri bakvörð Barcelona, Sergino Dest, sem orðaður hefur verið við United en sagði að annar hægri bakvörður, Aaron Wan-Bissaka, yrði áfram hjá félaginu. „Auðvitað, Aaron er enn hérna og við munum halda honum. Þessi hópur mun haldast frá september og að minnsta kosti fram í janúar. Þetta er hópurinn sem mun spila á þessari leiktíð,“ sagði Ten Hag. United verður án Anthony Martial á morgun vegna meiðsla en miðvörðurinn Victor Lindelöf er byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik eftir meiðsli. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Ten Hag sagði þar með alveg ljóst að Cristiano Ronaldo yrði áfram hjá félaginu en það þýðir að þessi 37 ára gamli Portúgali verður ekki með í Meistaradeild Evrópu í haust, í fyrsta sinn í tvo áratugi. Þess í stað spilar hann í Evrópudeildinni, með United. „Það er á hreinu, auðvitað [að Ronaldo er enn í mínum áætlunum]. Við þurfum gæðaleikmenn og við þurfum fleiri til að ráða við þennan fjölda leikja og þétta dagskrá til að halda stöðugleika. Það ætlum við okkur að gera,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag en hann hefur nýtt Ronaldo sem varamann í síðustu leikjum. Koma brasilíska kantmannsins Antony frá Ajax táknar því ekki brotthvarf Ronaldos. Ten Hag gat ekki svarað því hvenær Antony gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir United en Sky Sports segir að líklega verði það ekki gegn Leicester á morgun heldur gegn Arsenal á sunnudaginn. United er einnig að ganga frá því að fá markvörðinn Martin Dubravka frá Newcastle til að veita David de Gea samkeppni en þar með er leikmannahópur liðsins klár að mati Ten Hag: „Ég held það. Þetta eru lokin á þessum félagaskiptaglugga. En ef að frábær tækifæri bjóðast þá þarf toppklúbbur alltaf að vera á tánum,“ sagði Ten Hag. Hann lét ekki draga sig út í umræðu um hægri bakvörð Barcelona, Sergino Dest, sem orðaður hefur verið við United en sagði að annar hægri bakvörður, Aaron Wan-Bissaka, yrði áfram hjá félaginu. „Auðvitað, Aaron er enn hérna og við munum halda honum. Þessi hópur mun haldast frá september og að minnsta kosti fram í janúar. Þetta er hópurinn sem mun spila á þessari leiktíð,“ sagði Ten Hag. United verður án Anthony Martial á morgun vegna meiðsla en miðvörðurinn Victor Lindelöf er byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik eftir meiðsli.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira