Feðgarnir með stöðu sakbornings Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 08:59 Feðgarnir eru með stöðu sakbornings í málinu. Vísir Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst, og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og Evu vopnaður skotvopni. Þetta staðfestir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt fréttinni er tengdadóttir hjónanna ekki með stöðu sakbornings í málinu en samkvæmt heimildum var hún stödd á heimilinu þegar árásin var framin. Skýrsla var tekin af Kára í gær en hann liggur enn á sjúkrahúsi og er veikburða. Ástand hans var þó metið þannig á mánudag að hann gæti gefið lögreglu skýrslu um atburðarrásina á heimili hans á Blönduósi. Fréttastofa greindi frá því í gær að talið væri að Brynjar Þór Guðmundsson, sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og eiginkonu hans, væri annar sakborninga. Að sögn Páleyjar í Fréttablaðinu er það ekki svo. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að atburðarásin hafi verið á þann veg að Brynjar Þór skaut Evu Hrund til bana og særði Kára alvarlega. Uppkominn sonur hjónanna, sem talinn er hafa í framhaldinu stöðvað vopnaðan árásarmanninn, hefur stöðu sakbornings hjá lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann gestur á heimili foreldra sinna ásamt unnustu og ungu barni. Sonurinn var handtekinn ásamt unnustu sinni á vettvangi og tekin af þeim skýrsla. Þeim var báðum sleppt samdægurs úr haldi lögreglu. Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Tengdar fréttir Kominn til meðvitundar og gaf skýrslu hjá lögreglu Karlmaður á sextugsaldri sem varð fyrir skotárás á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst er kominn til meðvitundar. Tekin var skýrsla af honum vegna rannsóknar málsins í gær. 30. ágúst 2022 14:50 Stefndu að því í gær að taka skýrslu af Kára Kári Kárason, maðurinn sem var skotinn á Blönduósi og hefur legið þungt haldinn á Landspítalanum er kominn til meðvitundar. Er líðan hans þannig að í gær var stefnt að því að taka af honum skýrslu um atburðarásina morguninn 21. ágúst síðastliðinn. 30. ágúst 2022 06:33 Rannsóknin flókin og erfitt að gefa upplýsingar sem hægt sé að standa við á þessu stigi Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, segir að enn sem komið er sé aðeins gróf mynd komin á atburðarásina í skotárásinni á Blönduósi á sunnudag. Hún er sammála því að mikilvægt sé að lögregla upplýsi um gang rannsókna á sakamálum en segir að lögregla hafi einfaldlega ekki haft neinu nýju við að bæta síðustu daga. 26. ágúst 2022 12:31 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Þetta staðfestir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt fréttinni er tengdadóttir hjónanna ekki með stöðu sakbornings í málinu en samkvæmt heimildum var hún stödd á heimilinu þegar árásin var framin. Skýrsla var tekin af Kára í gær en hann liggur enn á sjúkrahúsi og er veikburða. Ástand hans var þó metið þannig á mánudag að hann gæti gefið lögreglu skýrslu um atburðarrásina á heimili hans á Blönduósi. Fréttastofa greindi frá því í gær að talið væri að Brynjar Þór Guðmundsson, sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og eiginkonu hans, væri annar sakborninga. Að sögn Páleyjar í Fréttablaðinu er það ekki svo. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að atburðarásin hafi verið á þann veg að Brynjar Þór skaut Evu Hrund til bana og særði Kára alvarlega. Uppkominn sonur hjónanna, sem talinn er hafa í framhaldinu stöðvað vopnaðan árásarmanninn, hefur stöðu sakbornings hjá lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann gestur á heimili foreldra sinna ásamt unnustu og ungu barni. Sonurinn var handtekinn ásamt unnustu sinni á vettvangi og tekin af þeim skýrsla. Þeim var báðum sleppt samdægurs úr haldi lögreglu.
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Tengdar fréttir Kominn til meðvitundar og gaf skýrslu hjá lögreglu Karlmaður á sextugsaldri sem varð fyrir skotárás á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst er kominn til meðvitundar. Tekin var skýrsla af honum vegna rannsóknar málsins í gær. 30. ágúst 2022 14:50 Stefndu að því í gær að taka skýrslu af Kára Kári Kárason, maðurinn sem var skotinn á Blönduósi og hefur legið þungt haldinn á Landspítalanum er kominn til meðvitundar. Er líðan hans þannig að í gær var stefnt að því að taka af honum skýrslu um atburðarásina morguninn 21. ágúst síðastliðinn. 30. ágúst 2022 06:33 Rannsóknin flókin og erfitt að gefa upplýsingar sem hægt sé að standa við á þessu stigi Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, segir að enn sem komið er sé aðeins gróf mynd komin á atburðarásina í skotárásinni á Blönduósi á sunnudag. Hún er sammála því að mikilvægt sé að lögregla upplýsi um gang rannsókna á sakamálum en segir að lögregla hafi einfaldlega ekki haft neinu nýju við að bæta síðustu daga. 26. ágúst 2022 12:31 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Kominn til meðvitundar og gaf skýrslu hjá lögreglu Karlmaður á sextugsaldri sem varð fyrir skotárás á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst er kominn til meðvitundar. Tekin var skýrsla af honum vegna rannsóknar málsins í gær. 30. ágúst 2022 14:50
Stefndu að því í gær að taka skýrslu af Kára Kári Kárason, maðurinn sem var skotinn á Blönduósi og hefur legið þungt haldinn á Landspítalanum er kominn til meðvitundar. Er líðan hans þannig að í gær var stefnt að því að taka af honum skýrslu um atburðarásina morguninn 21. ágúst síðastliðinn. 30. ágúst 2022 06:33
Rannsóknin flókin og erfitt að gefa upplýsingar sem hægt sé að standa við á þessu stigi Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, segir að enn sem komið er sé aðeins gróf mynd komin á atburðarásina í skotárásinni á Blönduósi á sunnudag. Hún er sammála því að mikilvægt sé að lögregla upplýsi um gang rannsókna á sakamálum en segir að lögregla hafi einfaldlega ekki haft neinu nýju við að bæta síðustu daga. 26. ágúst 2022 12:31