Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

KSÍ, einkaneysla og tunglferðir verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum í dag.

Ár er í dag síðan Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður Knattspyrnusambands Íslands. Mörgum þykir lítið hafa breyst síðan.

Hjólareiðasamband Íslands segir viðbrögð hafa verið fumlaus þegar ungur maður slasaðist í hjólakeppni. Verkferlar verði þó endurskoðaðir.

Nýjar tölur um neyslu landsmanna benda til þess að að einkaneysla verði áfram kröftug. Þar vega þungt ferðalög erlendis og bifreiðakaup.

Vonir standa til að nýr kafli í sögu tunglferða hefjist í dag, þegar geimfari með þremur gínum innanborðs verður skotið á loft.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×