Áminntur vegna ummæla sinna um hælisleitendur og samkynhneigða Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 17:42 Ríkissaksóknari hefur ekki tjáð sig um ummæli Helga Magnúsar þar til nú. vísir/vilhelm Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaskóknara vegna ummæla hans um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn. „Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?,“ skrifaði Helgi á Facebook við umfjöllun fréttastofu um upplifun hinsegin hælisleitanda af því að vera sakaður um að ljúga til um kynhneigð sína. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og yfirmaður Helga hefur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla, þar til nú. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segist Sigríður hafa áminnt Helga í gær, fimmtudag, vegna ummælanna. Mbl.is greindi fyrst frá. Áminning Sigríðar er reist á því að ummæli Helga hafi „varpað rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt,“ og vísar hún til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ummælin hafi grafið undan virðingu og trausti til embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.vísir/vilhelm „Hér ber að undirstrika að vararíkissaksóknari er staðgengill ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds hér á landi. Vararíkissaksóknara ber því að vera öðrum ákærendum fyrirmynd í allri sinni framgöngu,“ segir í svari Sigríðar. Í kjölfar ummælanna sagði Helgi Magnús að sér þyki vænt um samkynhneigða en ekki megi gera ráð fyrir að allir segðu satt til um kynhneigð sína. Skaðinn var þó skeður enda vöktu ummælin hörð viðbrögð. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði ummæli Helga slá sig illa og Samtökin '78 kærðu vararíkissaksóknarann til lögreglu þar sem þau telja ummælin falla undir hatursorðræðu. Sigríður áréttir að lokum að áminningin varði einungis háttsemi vararíkissaksóknara utan starfs en „ekki störf hans sem vararíkissaksóknari sem engar athugasemdir hafa verið gerðar við.“ Hinsegin Hælisleitendur Dómstólar Tengdar fréttir Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41 Samtökin '78 kæra vararíkissaksóknara til lögreglu Samtökin 78, samtök hinsegin fólks á Íslandi munu kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara til lögreglu í dag vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur. 26. júlí 2022 06:35 Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. 23. júlí 2022 10:49 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
„Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?,“ skrifaði Helgi á Facebook við umfjöllun fréttastofu um upplifun hinsegin hælisleitanda af því að vera sakaður um að ljúga til um kynhneigð sína. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og yfirmaður Helga hefur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla, þar til nú. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segist Sigríður hafa áminnt Helga í gær, fimmtudag, vegna ummælanna. Mbl.is greindi fyrst frá. Áminning Sigríðar er reist á því að ummæli Helga hafi „varpað rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt,“ og vísar hún til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ummælin hafi grafið undan virðingu og trausti til embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.vísir/vilhelm „Hér ber að undirstrika að vararíkissaksóknari er staðgengill ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds hér á landi. Vararíkissaksóknara ber því að vera öðrum ákærendum fyrirmynd í allri sinni framgöngu,“ segir í svari Sigríðar. Í kjölfar ummælanna sagði Helgi Magnús að sér þyki vænt um samkynhneigða en ekki megi gera ráð fyrir að allir segðu satt til um kynhneigð sína. Skaðinn var þó skeður enda vöktu ummælin hörð viðbrögð. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði ummæli Helga slá sig illa og Samtökin '78 kærðu vararíkissaksóknarann til lögreglu þar sem þau telja ummælin falla undir hatursorðræðu. Sigríður áréttir að lokum að áminningin varði einungis háttsemi vararíkissaksóknara utan starfs en „ekki störf hans sem vararíkissaksóknari sem engar athugasemdir hafa verið gerðar við.“
Hinsegin Hælisleitendur Dómstólar Tengdar fréttir Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41 Samtökin '78 kæra vararíkissaksóknara til lögreglu Samtökin 78, samtök hinsegin fólks á Íslandi munu kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara til lögreglu í dag vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur. 26. júlí 2022 06:35 Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. 23. júlí 2022 10:49 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41
Samtökin '78 kæra vararíkissaksóknara til lögreglu Samtökin 78, samtök hinsegin fólks á Íslandi munu kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara til lögreglu í dag vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur. 26. júlí 2022 06:35
Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. 23. júlí 2022 10:49