PGA-tímabilinu lýkur í Atlanta: Scheffler getur skráð sig á spjöld sögunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2022 15:01 Scottie Scheffler verður í sviðljósinu á mótinu. EPA-EFE/ROBERT PERRY PGA-tímabilið 2021-22 í golfi lýkur nú um helgina þegar Tour Championship-mótið fer fram á East Lake-vellinum í Atlanta. Sem stendur er hinn 26 ára gamli Scottie Scheffler, efsti kylfingur heimslistans, líklegastur til að hreppa hnossið en hann gæti sett met á mótinu. Tour Championship-mótið er hluti af PGA-mótaröðinni og hefur nær alltaf verið eitt síðasta mót mótaraðarinnar. Patrick Cantlay fór með sigur af hólmi í fyrra, Dustin Johnson þar áður og Rory McIlroy árið 2019. Electricity at East lake The all-time best shots from the @PlayoffFinale pic.twitter.com/TVZjY1rY49— PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2022 Scheffler hefur átt frábært ár og er í þeirri stöðu að hann gæti endað sem sá kylfingur sem hefur þénað mest yfir stakt tímabil á PGA-mótaröðinni frá upphafi. Kylfingurinn hefur nú verið samfleytt á toppi heimslistans í 22 vikur og þá hefur hann rakað inn 14 milljónum Bandaríkjadala á tímabilinu en það samsvarar tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna. Ekki nóg með það heldur getur Scheffler komist í fámennan hóp kylfinga sem hafa unnið fimm eða fleiri PGA-mót á einu tímabili. Tiger Woods hefur gert það átta sinnum á ferli sínum en hinir eru Nick Price, Vijay Singh, Jason Day, Jordan Spieth og Justin Thomas. Scheffler kemst í þann hóp með sigri um helgina. Ekki nóg með það heldur vann hann Masters-mótið sem og önnur mót sem töldu aðeins tólf hæsta kylfinga heimslistans. Scheffler getur því með sanni fullkomnað eitt besta tímabil í sögu PGA-mótaraðarinnar með sigri um helgina. Wednesday prep at East Lake Scottie Scheffler and @Collin_Morikawa teed it up together for some last-minute practice before the @PlayoffFinale. pic.twitter.com/PoJCTKgJY3— PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2022 Tour Championship verður sýnt beint á Stöð 2 Golf þangað til skorið verður úr um hver sigrar á sunnudaginn kemur. Dagskrá mótsins má sjá hér að neðan. Fimmtudagur 25. ágúst: 17.00 til 22.00. Föstudagur 26. ágúst: 17.00 til 22.00. Laugardagur 27. ágúst: 17.00 til 23.00. Sunnudagur 28. ágúst: 16.00 til 22.00. Golf Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tour Championship-mótið er hluti af PGA-mótaröðinni og hefur nær alltaf verið eitt síðasta mót mótaraðarinnar. Patrick Cantlay fór með sigur af hólmi í fyrra, Dustin Johnson þar áður og Rory McIlroy árið 2019. Electricity at East lake The all-time best shots from the @PlayoffFinale pic.twitter.com/TVZjY1rY49— PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2022 Scheffler hefur átt frábært ár og er í þeirri stöðu að hann gæti endað sem sá kylfingur sem hefur þénað mest yfir stakt tímabil á PGA-mótaröðinni frá upphafi. Kylfingurinn hefur nú verið samfleytt á toppi heimslistans í 22 vikur og þá hefur hann rakað inn 14 milljónum Bandaríkjadala á tímabilinu en það samsvarar tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna. Ekki nóg með það heldur getur Scheffler komist í fámennan hóp kylfinga sem hafa unnið fimm eða fleiri PGA-mót á einu tímabili. Tiger Woods hefur gert það átta sinnum á ferli sínum en hinir eru Nick Price, Vijay Singh, Jason Day, Jordan Spieth og Justin Thomas. Scheffler kemst í þann hóp með sigri um helgina. Ekki nóg með það heldur vann hann Masters-mótið sem og önnur mót sem töldu aðeins tólf hæsta kylfinga heimslistans. Scheffler getur því með sanni fullkomnað eitt besta tímabil í sögu PGA-mótaraðarinnar með sigri um helgina. Wednesday prep at East Lake Scottie Scheffler and @Collin_Morikawa teed it up together for some last-minute practice before the @PlayoffFinale. pic.twitter.com/PoJCTKgJY3— PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2022 Tour Championship verður sýnt beint á Stöð 2 Golf þangað til skorið verður úr um hver sigrar á sunnudaginn kemur. Dagskrá mótsins má sjá hér að neðan. Fimmtudagur 25. ágúst: 17.00 til 22.00. Föstudagur 26. ágúst: 17.00 til 22.00. Laugardagur 27. ágúst: 17.00 til 23.00. Sunnudagur 28. ágúst: 16.00 til 22.00.
Fimmtudagur 25. ágúst: 17.00 til 22.00. Föstudagur 26. ágúst: 17.00 til 22.00. Laugardagur 27. ágúst: 17.00 til 23.00. Sunnudagur 28. ágúst: 16.00 til 22.00.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira