Úkraínska fótboltadeildin snýr aftur í miðju stríði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2022 09:30 Leikmenn Shakhtar Donetsk stilla sér upp fyrir æfingarleik á móti ítalska félaginu AS Roma á Ítalíu á dögunum. Getty/Luciano Rossi Allar keppnisíþróttir stöðvuðust í Úkraínu þegar Rússar réðust inn í landið í febrúar og þar á meðal fótboltadeildin. Úkraínustríðið stendur enn en Úkraínumenn ætla engu að síður að hefja nýtt fótboltatímabil í dag. Deildarkeppnin fer af stað með leik á sjálfum Ólympíuleikvanginum í Kiev en þar mætast ekki lið frá höfuðborginni heldur verður þarna á ferðinni táknrænn leikur á milli liða út Austurhluta landsins sem hefur orðið hvað verst út úr stríðinu. It is against the backdrop of war that, remarkably, the Ukraine Premier League re-opens on Tuesday. It is one of the most extraordinary sports stories of the year. A game of football while the fighting goes on | @henrywinter https://t.co/bUKjNcdHbg— The Times and The Sunday Times (@thetimes) August 22, 2022 Liðin sem mætast eru Shakhtar Donetsk og Metalist 1925 Kharkiv, félög sem eru bókstaflega að berjast fyrir lífi sínu í miðju stríði á þeirra heimavígstöðvum. Þau munu spila fyrsta leikinn eftir 255 daga hlé. Ólympíuleikvangurinn hefur hýst marga stórleiki í gegnum tíðina og tekur 65 þúsund manns í sæti. Engir áhorfendur verða hins vegar leyfðir á þessum leik. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir hádegi og leikmönnum verður hraðað í neðanjarðarbyrgi ef loftvarnaflauturnar fara að óma. Matchday! Ukrainian Premier League is back after 255 days! Shakhtar Vs Metalist192ALL the matches will be played in Ukraine, but without any fans. In the event of an air raid over the stadiums, the players, coaches and staff present head straight to a bomb shelter. pic.twitter.com/qlOBsKtH7x— All Sportz (@Allsportztv) August 23, 2022 „Við erum með reglur í gildi ef loftvarnaflauturnar fara í gang og við þurfum að fara í byrgin. Ég held samt að leikmenn séu stoltir af því að taka þátt í þessum leik,“ sagði Taras Stepanenko, fyrirliði Shakhtar. Þetta er merkisdagur fyrir Úkraínu því þetta er fánadagur landsins og á morgun halda þeir upp á þegar þeir fengu sjálfstæði frá Sovétríkjunum (Rússum) árið 1991. „Ég talaði við forseta okkar, Volodymyr Zelenskyy, um hversu mikilvægur fótboltinn getur verið til að dreifa huganum. Við töluðum saman um hvort að það væri mögulegt að fótboltinn gæti hjálpað okkur til að hugsa um framtíðina,“ sagði Andriy Pavelko, forseti úkraínska knattspyrnusambandsins. Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Úkraína Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Deildarkeppnin fer af stað með leik á sjálfum Ólympíuleikvanginum í Kiev en þar mætast ekki lið frá höfuðborginni heldur verður þarna á ferðinni táknrænn leikur á milli liða út Austurhluta landsins sem hefur orðið hvað verst út úr stríðinu. It is against the backdrop of war that, remarkably, the Ukraine Premier League re-opens on Tuesday. It is one of the most extraordinary sports stories of the year. A game of football while the fighting goes on | @henrywinter https://t.co/bUKjNcdHbg— The Times and The Sunday Times (@thetimes) August 22, 2022 Liðin sem mætast eru Shakhtar Donetsk og Metalist 1925 Kharkiv, félög sem eru bókstaflega að berjast fyrir lífi sínu í miðju stríði á þeirra heimavígstöðvum. Þau munu spila fyrsta leikinn eftir 255 daga hlé. Ólympíuleikvangurinn hefur hýst marga stórleiki í gegnum tíðina og tekur 65 þúsund manns í sæti. Engir áhorfendur verða hins vegar leyfðir á þessum leik. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir hádegi og leikmönnum verður hraðað í neðanjarðarbyrgi ef loftvarnaflauturnar fara að óma. Matchday! Ukrainian Premier League is back after 255 days! Shakhtar Vs Metalist192ALL the matches will be played in Ukraine, but without any fans. In the event of an air raid over the stadiums, the players, coaches and staff present head straight to a bomb shelter. pic.twitter.com/qlOBsKtH7x— All Sportz (@Allsportztv) August 23, 2022 „Við erum með reglur í gildi ef loftvarnaflauturnar fara í gang og við þurfum að fara í byrgin. Ég held samt að leikmenn séu stoltir af því að taka þátt í þessum leik,“ sagði Taras Stepanenko, fyrirliði Shakhtar. Þetta er merkisdagur fyrir Úkraínu því þetta er fánadagur landsins og á morgun halda þeir upp á þegar þeir fengu sjálfstæði frá Sovétríkjunum (Rússum) árið 1991. „Ég talaði við forseta okkar, Volodymyr Zelenskyy, um hversu mikilvægur fótboltinn getur verið til að dreifa huganum. Við töluðum saman um hvort að það væri mögulegt að fótboltinn gæti hjálpað okkur til að hugsa um framtíðina,“ sagði Andriy Pavelko, forseti úkraínska knattspyrnusambandsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Úkraína Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira