Í sárum eftir að hundurinn var aflífaður án nokkurs fyrirvara Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2022 17:14 Kasper hafði verið með fjölskyldunni í níu ár. Hundur fjölskyldu á Siglufirði var aflífaður á föstudaginn, einum og hálfum tíma eftir að hann var tekinn af þeim. Hundurinn var ekki settur í geðmat líkt og Heilbrigðiseftirlitið fer fram á. Fjölskyldan segist ekki hafa fengið að vita að það ætti að aflífa hann fyrr aðgerðin var þegar hafin í öðru bæjarfélagi. Díana Mirela býr ásamt fjölskyldu sinni á Siglufirði og var stödd á bensínstöð Olís þar í bæ á fimmtudaginn ásamt móður sinni, barni sínu og fjölskylduhundi þeirra, Kasper, sem var blanda af Boxer, Border Collie og Shar-Pei. Kasper beit þar í hendi manns sem gekk í átt að bíl sínum. „Hundurinn var eitthvað stressaður og þetta gerðist allt mjög hratt. Maðurinn var á leið í bílinn sinn og hundurinn réðst á höndina hans. Hann hefur alltaf verið mjög passasamur með mömmu minni. Hún missti takið á hundinum, hún var að sjá um þriggja mánaða son minn sem var í vagni hjá henni og var að vakna,“ segir Díana í samtali við fréttastofu. Hún segist ekki vera viss um hvað hafi gerst hjá Kasper. Hún ítrekar að maðurinn sem var bitinn hafi ekki gert neitt til að styggja hundinn. Kasper var mjög ljúfur hundur að sögn Díönu. Ekkert var gert í málinu þennan fimmtudag en kvöldið eftir fékk faðir Díönu símtal frá lögreglunni þar sem honum var sagt að lögreglumenn væru á leiðinni að sækja hundinn. „Þá héldum við að hann væri að fara í geðmat en eins mikið og við spurðum hvað ætti að gera við hundinn sagði lögreglan að það væri ekki vitað, það væri ekkert að segja. Það voru bara engin svör. Ég var þá að svæfa barnið mitt inni í herbergi og náði ekki einu sinni að segja bless við hundinn minn. Ég hélt að þau myndu halda honum í nokkra daga,“ segir Díana. Þarna var klukkan átta að kvöldi til en rúmlega klukkustund síðar fékk fjölskyldan annað símtal frá lögreglunni. Þá var búið að flytja Kasper til Akureyrar og búið að taka ákvörðun um að aflífa hann. Vissu ekki af geðmatinu Samkvæmt Hundahald.is, upplýsingavef fyrir eigendur hunda og almenning, þá fer Heilbrigðiseftirlitið fram á óháð mat á skapgerð hunda sem bíta. Eftir að búið er að meta skapgerðina er hægt að fara fram á að hundi sé lógað. „Ég grátbað þá um að hugsa sig betur um. Þá vissum við ekki að hundar ættu að fara í geðmat og láta greina hvernig hann er, hvernig skapgerðin í hundinum er. Þannig að þau slepptu því skrefi. Mér skilst að það skref taki nokkra daga og það sé ekki gert sama dag og hundurinn er tekinn,“ segir Díana. Fengu ekki að kveðja hann Við öllum spurningum fjölskyldunnar fékkst það svar að þetta væri eitthvað sem þyrfti að gera. Díana spurði þá hvort þau gætu fengið að vera hjá Kasper á meðan hann yrði svæfður. Það var því miður orðið of seint fyrir það. „Við fengum ekki að kveðja hann, við fengum ekki neitt. Hann var örugglega bara aflífaður á sama tíma og löggan var að segja að þetta væri það eina í stöðunni,“ segir Díana. Ein ummæli lögreglunnar sitja í Díönu. „Lögreglan sagði við mig, sem mér fannst frekar skrítið, að við mættum kæra þetta eftir á ef okkur litist ekki vel á hvernig þetta var gert. Sem hljómar eins og þau vissu upp á sig sökina og að þetta væri kannski ekki beint rétta leiðin. Það er alveg frekar furðulegt að fá þetta komment,“ segir Díana. Díana gagnrýnir það að hafa ekki fengið að kveðja hundinn sinn. Skoða sinn rétt Fjölskyldan fékk aldrei nein gögn í hendurnar sem sýndu fram á að taka ætti hundinn af þeim. Þá segir Díana að engin skýrsla hafi verið gerð í tengslum við málið. Nú er fjölskyldan að skoða sinn rétt og athuga hvort það sé hægt að gera eitthvað í málinu. Þau vilja samt benda á að sama hvort þetta séu reglur eða ekki, þá sé þetta ekki í lagi. „Við viljum ekki að einhver annar lendi í þessu því það er alveg örugglega alveg jafn sárt fyrir einhvern annan,“ segir Díana að lokum. Þau svör fengust hjá Lögreglunni á Akureyri síðdegis að enginn væri á vakt sem gæti svarað fyrir þetta mál. Hægt væri að reyna aftur á morgun. Dýr Gæludýr Hundar Fjallabyggð Lögreglan Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Díana Mirela býr ásamt fjölskyldu sinni á Siglufirði og var stödd á bensínstöð Olís þar í bæ á fimmtudaginn ásamt móður sinni, barni sínu og fjölskylduhundi þeirra, Kasper, sem var blanda af Boxer, Border Collie og Shar-Pei. Kasper beit þar í hendi manns sem gekk í átt að bíl sínum. „Hundurinn var eitthvað stressaður og þetta gerðist allt mjög hratt. Maðurinn var á leið í bílinn sinn og hundurinn réðst á höndina hans. Hann hefur alltaf verið mjög passasamur með mömmu minni. Hún missti takið á hundinum, hún var að sjá um þriggja mánaða son minn sem var í vagni hjá henni og var að vakna,“ segir Díana í samtali við fréttastofu. Hún segist ekki vera viss um hvað hafi gerst hjá Kasper. Hún ítrekar að maðurinn sem var bitinn hafi ekki gert neitt til að styggja hundinn. Kasper var mjög ljúfur hundur að sögn Díönu. Ekkert var gert í málinu þennan fimmtudag en kvöldið eftir fékk faðir Díönu símtal frá lögreglunni þar sem honum var sagt að lögreglumenn væru á leiðinni að sækja hundinn. „Þá héldum við að hann væri að fara í geðmat en eins mikið og við spurðum hvað ætti að gera við hundinn sagði lögreglan að það væri ekki vitað, það væri ekkert að segja. Það voru bara engin svör. Ég var þá að svæfa barnið mitt inni í herbergi og náði ekki einu sinni að segja bless við hundinn minn. Ég hélt að þau myndu halda honum í nokkra daga,“ segir Díana. Þarna var klukkan átta að kvöldi til en rúmlega klukkustund síðar fékk fjölskyldan annað símtal frá lögreglunni. Þá var búið að flytja Kasper til Akureyrar og búið að taka ákvörðun um að aflífa hann. Vissu ekki af geðmatinu Samkvæmt Hundahald.is, upplýsingavef fyrir eigendur hunda og almenning, þá fer Heilbrigðiseftirlitið fram á óháð mat á skapgerð hunda sem bíta. Eftir að búið er að meta skapgerðina er hægt að fara fram á að hundi sé lógað. „Ég grátbað þá um að hugsa sig betur um. Þá vissum við ekki að hundar ættu að fara í geðmat og láta greina hvernig hann er, hvernig skapgerðin í hundinum er. Þannig að þau slepptu því skrefi. Mér skilst að það skref taki nokkra daga og það sé ekki gert sama dag og hundurinn er tekinn,“ segir Díana. Fengu ekki að kveðja hann Við öllum spurningum fjölskyldunnar fékkst það svar að þetta væri eitthvað sem þyrfti að gera. Díana spurði þá hvort þau gætu fengið að vera hjá Kasper á meðan hann yrði svæfður. Það var því miður orðið of seint fyrir það. „Við fengum ekki að kveðja hann, við fengum ekki neitt. Hann var örugglega bara aflífaður á sama tíma og löggan var að segja að þetta væri það eina í stöðunni,“ segir Díana. Ein ummæli lögreglunnar sitja í Díönu. „Lögreglan sagði við mig, sem mér fannst frekar skrítið, að við mættum kæra þetta eftir á ef okkur litist ekki vel á hvernig þetta var gert. Sem hljómar eins og þau vissu upp á sig sökina og að þetta væri kannski ekki beint rétta leiðin. Það er alveg frekar furðulegt að fá þetta komment,“ segir Díana. Díana gagnrýnir það að hafa ekki fengið að kveðja hundinn sinn. Skoða sinn rétt Fjölskyldan fékk aldrei nein gögn í hendurnar sem sýndu fram á að taka ætti hundinn af þeim. Þá segir Díana að engin skýrsla hafi verið gerð í tengslum við málið. Nú er fjölskyldan að skoða sinn rétt og athuga hvort það sé hægt að gera eitthvað í málinu. Þau vilja samt benda á að sama hvort þetta séu reglur eða ekki, þá sé þetta ekki í lagi. „Við viljum ekki að einhver annar lendi í þessu því það er alveg örugglega alveg jafn sárt fyrir einhvern annan,“ segir Díana að lokum. Þau svör fengust hjá Lögreglunni á Akureyri síðdegis að enginn væri á vakt sem gæti svarað fyrir þetta mál. Hægt væri að reyna aftur á morgun.
Dýr Gæludýr Hundar Fjallabyggð Lögreglan Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira