Sara, Guðrún og Cloé gætu beðið Vals Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 12:01 Sara Björk Gunnarsdóttir er byrjuð að láta til sín taka hjá Juventus. Getty/Jonathan Moscrop Það er ljóst að Íslandsmeistara Vals bíður krefjandi verkefni í umspilinu um að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Mögulega mætir liðið Ítalíumeisturum Juventus, með landsliðsfyrirliðanna Söru Björk Gunnarsdóttur innanborðs. Valskonur freista þess að leika sama leik og Blikar gerðu fyrir ári síðan með því að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Riðlakeppnin var tekin upp í fyrra þegar fyrirkomulagi Meistaradeildar var breytt og með sínum árangri náðu Blikar að spila fótbolta fram að jólum, við stórlið á borð við Real Madrid og PSG. Þó að Breiðablik sé fallið úr leik í undankeppninni í ár þá er liðið mun ofar en Valur á styrkleikalista UEFA. Það hjálpaði Blikum að fá viðráðanlegri andstæðing í umspilinu í fyrra, þegar liðið mætti Osijek frá Króatíu. Valskonur eru hins vegar í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið í ár, 1. september. Það þýðir að þær gætu dregist gegn afar sterkum andstæðingum á borð við Juventus eða Rosengård, sem Guðrún Arnardóttir leikur með. Þriðji Íslendingurinn sem Valskonur gætu mætt er Cloé Eyja Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV og landsliðskona Kanada, sem spilar með Benfica. Liðin sjö sem Valur gæti dregist gegn: Slavia Prag, Tékklandi Rosengård, Svíþjóð Juventus, Ítalíu St. Pölten, Austurríki Zürich, Sviss Vllaznia, Albaníu Benfica, Portúgal Liðin sem eru í neðri styrkleikaflokki meistaraleiðar: SFK 2000 Sarajevo, Bosníu Köge, Danmörku Valur, Íslandi Vorskla-Kharkiv, Úkraínu Brann, Noregi Rangers, Skotlandi KuPS Kuopio, Finnlandi Sveindís eina með öruggt sæti Liðin keppast um að bætast í hóp með meisturum Lyon, Barcelona, Chelsea og Wolfsburg sem þegar eru örugg um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg, er eini Íslendingurinn sem nú þegar á öruggt sæti þar. Umspilið skiptist í tvennt; meistaraleið og deildarleið. Á deildarleiðinni spila lið sem urðu ekki meistarar í sínu landi en enduðu í 2. eða 3. sæti í einhverri af sterkustu deildum Evrópu. Efri styrkleikaflokkur á deildarleið: PSG, Frakklandi Bayern München, Þýskalandi Arsenal, Englandi Sparta Prag, Tékklandi Real Madrid, Spáni Neðri styrkleikaflokkur á deildarleið: Ajax, Hollandi Häcken, Svíþjóð Real Sociedad, Spáni Rosenborg, Noregi Roma, Ítalíu Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Fótbolti Tengdar fréttir Sara lagði upp tvö í Meistaradeildarsigri Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, lagði upp tvö mörk Juventus er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 2-1 sigri gegn ísraelska liðinu Kiryat Gat í kvöld. 21. ágúst 2022 20:26 Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21 Svava kom inn af bekknum er Brann tryggði sér sæti í umspili Svava Rós Guðmundsdóttir lék seinustu 25 mínútur leiksins fyrir norska liðið Brann er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppi Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri gegn serbneska liðinu Subotica. 21. ágúst 2022 18:54 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Valskonur freista þess að leika sama leik og Blikar gerðu fyrir ári síðan með því að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Riðlakeppnin var tekin upp í fyrra þegar fyrirkomulagi Meistaradeildar var breytt og með sínum árangri náðu Blikar að spila fótbolta fram að jólum, við stórlið á borð við Real Madrid og PSG. Þó að Breiðablik sé fallið úr leik í undankeppninni í ár þá er liðið mun ofar en Valur á styrkleikalista UEFA. Það hjálpaði Blikum að fá viðráðanlegri andstæðing í umspilinu í fyrra, þegar liðið mætti Osijek frá Króatíu. Valskonur eru hins vegar í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið í ár, 1. september. Það þýðir að þær gætu dregist gegn afar sterkum andstæðingum á borð við Juventus eða Rosengård, sem Guðrún Arnardóttir leikur með. Þriðji Íslendingurinn sem Valskonur gætu mætt er Cloé Eyja Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV og landsliðskona Kanada, sem spilar með Benfica. Liðin sjö sem Valur gæti dregist gegn: Slavia Prag, Tékklandi Rosengård, Svíþjóð Juventus, Ítalíu St. Pölten, Austurríki Zürich, Sviss Vllaznia, Albaníu Benfica, Portúgal Liðin sem eru í neðri styrkleikaflokki meistaraleiðar: SFK 2000 Sarajevo, Bosníu Köge, Danmörku Valur, Íslandi Vorskla-Kharkiv, Úkraínu Brann, Noregi Rangers, Skotlandi KuPS Kuopio, Finnlandi Sveindís eina með öruggt sæti Liðin keppast um að bætast í hóp með meisturum Lyon, Barcelona, Chelsea og Wolfsburg sem þegar eru örugg um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg, er eini Íslendingurinn sem nú þegar á öruggt sæti þar. Umspilið skiptist í tvennt; meistaraleið og deildarleið. Á deildarleiðinni spila lið sem urðu ekki meistarar í sínu landi en enduðu í 2. eða 3. sæti í einhverri af sterkustu deildum Evrópu. Efri styrkleikaflokkur á deildarleið: PSG, Frakklandi Bayern München, Þýskalandi Arsenal, Englandi Sparta Prag, Tékklandi Real Madrid, Spáni Neðri styrkleikaflokkur á deildarleið: Ajax, Hollandi Häcken, Svíþjóð Real Sociedad, Spáni Rosenborg, Noregi Roma, Ítalíu
Slavia Prag, Tékklandi Rosengård, Svíþjóð Juventus, Ítalíu St. Pölten, Austurríki Zürich, Sviss Vllaznia, Albaníu Benfica, Portúgal
SFK 2000 Sarajevo, Bosníu Köge, Danmörku Valur, Íslandi Vorskla-Kharkiv, Úkraínu Brann, Noregi Rangers, Skotlandi KuPS Kuopio, Finnlandi
PSG, Frakklandi Bayern München, Þýskalandi Arsenal, Englandi Sparta Prag, Tékklandi Real Madrid, Spáni
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Fótbolti Tengdar fréttir Sara lagði upp tvö í Meistaradeildarsigri Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, lagði upp tvö mörk Juventus er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 2-1 sigri gegn ísraelska liðinu Kiryat Gat í kvöld. 21. ágúst 2022 20:26 Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21 Svava kom inn af bekknum er Brann tryggði sér sæti í umspili Svava Rós Guðmundsdóttir lék seinustu 25 mínútur leiksins fyrir norska liðið Brann er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppi Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri gegn serbneska liðinu Subotica. 21. ágúst 2022 18:54 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Sara lagði upp tvö í Meistaradeildarsigri Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, lagði upp tvö mörk Juventus er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 2-1 sigri gegn ísraelska liðinu Kiryat Gat í kvöld. 21. ágúst 2022 20:26
Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21
Svava kom inn af bekknum er Brann tryggði sér sæti í umspili Svava Rós Guðmundsdóttir lék seinustu 25 mínútur leiksins fyrir norska liðið Brann er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppi Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri gegn serbneska liðinu Subotica. 21. ágúst 2022 18:54
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð