Áfrýjar í nauðgunarmáli Ronaldo Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 15:30 Málið gegn Ronaldo hefur dregist töluvert og mun gera það enn frekar. EPA-EFE/Peter Powell Kathryn Mayorga hefur áfrýjað ákvörðun héraðsdómara í Bandaríkjunum sem vísaði í sumar frá lögsókn sem hún höfðaði gegn fótboltastjörnunni Cristiano Ronaldo vegna meintar nauðgunar árið 2009. Mayorga ásakar Ronaldo um að hafa brotið á sér í þakíbúð í Las Vegas sumarið 2009, en sama sumar gekk hann í raðir Real Madrid frá Manchester United og varð dýrasti knattspyrnumaður heims á þeim tíma. Málið komst fyrst í fjölmiðla árið 2017 en það hafði verið afgreitt árið 2010 þar sem lögmenn Mayorga og Ronaldo sættust á 275 þúsund punda sáttagreiðslu svo að málið yrði látið niður falla. Upphæðin jafngildir tæplega 46 milljónum króna. Mayorga tók málið upp að nýju þegar það komst í fjölmiðla 2017 en saksóknarar vestanhafs ákváðu að aðhafast ekki í málinu og settu ekki fram kæru gegn Ronaldo eftir að hafa farið yfir atriði máls. Mayorga höfðaði þá einkamál gegn Ronaldo árið 2018 en féll frá því máli ári síðar. Ekki lá ljóst fyrir hvort að Ronaldo hafi greitt frekari bætur á þeim tímapunkti. Hún höfðaði annað mál í fyrra en því var vísað frá af héraðsdómaranum Jennifer Dorsey í sumar. Dorsey sakaði lögmann Mayorga um blekkingar og að hafa sett fram illa fengin skjöl í málinu. Enn fremur sagði dómarinn sagði rökin að baki lögsókninni bæði „fáránleg og ósannfærandi“. Eftir að málinu var vísað frá lögsóttu lögmenn Ronaldos lögmann Mayorga og kröfðu um bætur upp á 626 þúsund pund, um 83 milljónir króna. Lögmenn Mayorga hafa nú áfrýjað ákvörðun Dorsey og verður sú áfrýjun tekin til skoðunar fyrir rétti í San Francisco á þriðjudaginn kemur. Mayorga krefst 54 milljón punda skaðabóta frá Ronaldo vegna meintrar nauðgunarinnar, tæplega níu milljarða króna - um 200 sinnum hærri upphæð en hún fékk greidda árið 2010. Ronaldo hefur alla tíð neitað sök en eftir að Mayorga höfðaði málið opinberlega árið 2018 sagði hann: „Ég neita staðfastlega öllum þeim ásökunum sem eru á mig lagðar. Nauðgun er viðurstyggilegur glæpur sem gengur gegn öllu því sem ég er og trúi á“. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Almenningur gæti fengið að sjá lögregluskýrsluna um Cristiano Ronaldo Alríkisdómstóll í Las Vegas hefur opnað á möguleikann á því að skýrsla Las Vegas lögreglunnar um Cristiano Ronaldo verði gerð opinber. 17. mars 2022 09:31 Nauðgunarmál á hendur Ronaldo fellt niður Saksóknarar töldu nægilegar sannanir fyrir meintri nauðgun ekki vera til staðar. 22. júlí 2019 20:06 Nauðgunarkæra gegn Cristiano Ronaldo felld niður Ekki kemur fram í dómskjölum hvort að Ronaldo hafi gert sátt við konu sem sakaði hann um nauðgun í Las Vegas fyrir tíu árum. 5. júní 2019 08:44 Yfirlýsing Cristiano Ronaldo: Gögn í nauðgunarmálinu bæði illa fengin og uppskálduð Gögn sem Kathryn Mayorga og lögmenn hennar búa yfir í málsókn hennar á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo vegna meintrar nauðgunar eru bæði illa fengin og uppskálduð að sögn lögfræðings Portúgalans sem gaf út yfirlýsingu fyrir hans hönd í dag. 10. október 2018 19:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Mayorga ásakar Ronaldo um að hafa brotið á sér í þakíbúð í Las Vegas sumarið 2009, en sama sumar gekk hann í raðir Real Madrid frá Manchester United og varð dýrasti knattspyrnumaður heims á þeim tíma. Málið komst fyrst í fjölmiðla árið 2017 en það hafði verið afgreitt árið 2010 þar sem lögmenn Mayorga og Ronaldo sættust á 275 þúsund punda sáttagreiðslu svo að málið yrði látið niður falla. Upphæðin jafngildir tæplega 46 milljónum króna. Mayorga tók málið upp að nýju þegar það komst í fjölmiðla 2017 en saksóknarar vestanhafs ákváðu að aðhafast ekki í málinu og settu ekki fram kæru gegn Ronaldo eftir að hafa farið yfir atriði máls. Mayorga höfðaði þá einkamál gegn Ronaldo árið 2018 en féll frá því máli ári síðar. Ekki lá ljóst fyrir hvort að Ronaldo hafi greitt frekari bætur á þeim tímapunkti. Hún höfðaði annað mál í fyrra en því var vísað frá af héraðsdómaranum Jennifer Dorsey í sumar. Dorsey sakaði lögmann Mayorga um blekkingar og að hafa sett fram illa fengin skjöl í málinu. Enn fremur sagði dómarinn sagði rökin að baki lögsókninni bæði „fáránleg og ósannfærandi“. Eftir að málinu var vísað frá lögsóttu lögmenn Ronaldos lögmann Mayorga og kröfðu um bætur upp á 626 þúsund pund, um 83 milljónir króna. Lögmenn Mayorga hafa nú áfrýjað ákvörðun Dorsey og verður sú áfrýjun tekin til skoðunar fyrir rétti í San Francisco á þriðjudaginn kemur. Mayorga krefst 54 milljón punda skaðabóta frá Ronaldo vegna meintrar nauðgunarinnar, tæplega níu milljarða króna - um 200 sinnum hærri upphæð en hún fékk greidda árið 2010. Ronaldo hefur alla tíð neitað sök en eftir að Mayorga höfðaði málið opinberlega árið 2018 sagði hann: „Ég neita staðfastlega öllum þeim ásökunum sem eru á mig lagðar. Nauðgun er viðurstyggilegur glæpur sem gengur gegn öllu því sem ég er og trúi á“.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Almenningur gæti fengið að sjá lögregluskýrsluna um Cristiano Ronaldo Alríkisdómstóll í Las Vegas hefur opnað á möguleikann á því að skýrsla Las Vegas lögreglunnar um Cristiano Ronaldo verði gerð opinber. 17. mars 2022 09:31 Nauðgunarmál á hendur Ronaldo fellt niður Saksóknarar töldu nægilegar sannanir fyrir meintri nauðgun ekki vera til staðar. 22. júlí 2019 20:06 Nauðgunarkæra gegn Cristiano Ronaldo felld niður Ekki kemur fram í dómskjölum hvort að Ronaldo hafi gert sátt við konu sem sakaði hann um nauðgun í Las Vegas fyrir tíu árum. 5. júní 2019 08:44 Yfirlýsing Cristiano Ronaldo: Gögn í nauðgunarmálinu bæði illa fengin og uppskálduð Gögn sem Kathryn Mayorga og lögmenn hennar búa yfir í málsókn hennar á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo vegna meintrar nauðgunar eru bæði illa fengin og uppskálduð að sögn lögfræðings Portúgalans sem gaf út yfirlýsingu fyrir hans hönd í dag. 10. október 2018 19:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Almenningur gæti fengið að sjá lögregluskýrsluna um Cristiano Ronaldo Alríkisdómstóll í Las Vegas hefur opnað á möguleikann á því að skýrsla Las Vegas lögreglunnar um Cristiano Ronaldo verði gerð opinber. 17. mars 2022 09:31
Nauðgunarmál á hendur Ronaldo fellt niður Saksóknarar töldu nægilegar sannanir fyrir meintri nauðgun ekki vera til staðar. 22. júlí 2019 20:06
Nauðgunarkæra gegn Cristiano Ronaldo felld niður Ekki kemur fram í dómskjölum hvort að Ronaldo hafi gert sátt við konu sem sakaði hann um nauðgun í Las Vegas fyrir tíu árum. 5. júní 2019 08:44
Yfirlýsing Cristiano Ronaldo: Gögn í nauðgunarmálinu bæði illa fengin og uppskálduð Gögn sem Kathryn Mayorga og lögmenn hennar búa yfir í málsókn hennar á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo vegna meintrar nauðgunar eru bæði illa fengin og uppskálduð að sögn lögfræðings Portúgalans sem gaf út yfirlýsingu fyrir hans hönd í dag. 10. október 2018 19:00