Ryan Giggs brotnaði niður og grét er hann bar vitni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2022 12:01 Áttundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs fór fram í gær. Hér er hann ásamt verjendum sínum. EPA-EFE/PAUL CURRIE Áttundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. Annan daginn í röð bar Giggs vitni og að þessu sinni brotnaði hann niður í réttarsalnum og grét. Gerðist það í kjölfar þess er hann var beðinn að rifja upp kvöldið þegar hann var handtekinn, kvöldið sem hann er ásakaður um að skalla Kate og gefa Emmu olnbogaskot. Þegar Giggs var beðinn um að rifja upp hvernig það var að eyða nóttinni á Pendleton lögreglustöðinni þá brotnaði leikmaðurinn fyrrverandi niður. „Sú nótt var versta upplifun ævi minnar,“ sagði Giggs eftir að hafa fengið augnablik til að jafna sig. Worst experience of my life - Giggs breaks down in tears as he recalls his night in a police cell.Day 8: the cross-examination.Giggs admits his messages to Kate Greville - evil, horrible c*** - could look threatening and bullying. Full report https://t.co/3vbxKpwHgl— Daniel Taylor (@DTathletic) August 17, 2022 Í kjölfarið var hann spurður spjörunum úr af Peter Wright, saksóknara málsins. Giggs var spurður hvort hann væri skapvargur, sjálfselskur og svikull maður með stuttan kveikiþráð ásamt því að vera öfundsjúkur og gaslýsa maka sinn er hann væri spurður út í hegðun sína. Giggs viðurkenndi að hann gæti verið með stuttan þráð en neitaði öðrum ásökunum. „Þú hélst, hvað einkalíf þitt varðar, að þú gætir gert það sem þér sýndist og komist upp með það? Alveg þangað til lögreglan kom. Það er sannleikurinn, ekki satt? Þú trúðir því alveg þangað til konan sem þú hafðir stjórnað og kúgað í fleiri ár steig upp gegn þér,“ spurði Wright einnig. Giggs neitar því að hafa skallað Kate Chris Daw, lögmaður Giggs, spurði hann beint út hvort hann hefði viljandi skallað Kate í andlitið. Leikmaðurinn fyrrverandi neitaði. Giggs sagði að þau hafi verið að rífast og hann hafi verið símann hennar Kate, hún hafði áður tekið símann hans svo þetta var ekkert nýtt. Þau runnu og það endaði þannig að hann lá ofan á henni. Kate hafi þá tekið upp á því að reyna sparka í höfuð hans sex eða sjö sinnum. „Ég var bara að verja höfuð mitt,“ sagði Giggs. Áfram héldu stimpingarnar og samkvæmt Giggs rákust höfuð þeirra saman eftir að Kate hafði gripið í úlnlið hans. Giggs sá í kjölfarið að hún var slösuð en hún féll aftur á bak sagði hann. Það var þá sem Emma hringdi á lögregluna. „Ég sá að andrúmsloftið hafði breyst og þær (systurnar tvær) voru að saka mig um eitthvað sem ég hafði ekki gert. Ég var ringlaður og hræddur þar sem þetta leit nú út fyrir að vera allt öðruvísi en það sem í raun og veru gerðist. Ég var hræddur,“ sagði Giggs um atvikið. Viðurkennir að hafa leikið sér að tilfinningum Kate Giggs viðurkenndi að hann hefði sent smáskilaboð á þáverandi kærustu hennar til að leika sér að tilfinningum hennar. „Ég mun ofsækja þig (e. stalk) eins og óður maður, þú veist hversu góður ég er í því,“ stóð í einum smáskilaboðunum. Giggs viðurkenndi einnig að hann hefði mætt óboðinn í íbúð Kate og fyrir utan líkamsræktarstöðina hennar. Aðspurður hvort hann væri að ofsækja hana á samfélagsmiðlum þá sagðist hann ekki vita hvort hann væri að því eður ei. Aðspurður út í tölvupósta sem hann hafði sent Kate þá viðurkenndi Giggs að þeir litu út eins og hótanir. Einnig viðurkenndi leikmaðurinn fyrrverandi tölvupóstarnir létu hann líta út eins og fant sem væri afbrýðisamur. Greville hafði ásakað Giggs um að henda fartölvutösku í höfuð sitt og að höggið hefði skilið eftir sig stóra kúlu. Er hann bar vitni sagði Giggs að umrætt atvik hefði aldrei átt sér stað. Varðandi þvottavélina Kate hafði áður sagt að Giggs hefði notað uppþvottavél heimilisins til að gera lítið úr henni með því að segja að hún gæti ekki eldhúsáhöld rétt í hana. Giggs þvertók fyrir það en sagði að hann hefði á endanum kallað til „liðsfundar.“ Ástæðan var sú að á meðan Covid-19 stóð sem hæst bjó Kate honum sem og dóttir hans og kærasti hennar. Vélin var reglulega fyllt og að mati Giggs voru ekki alltaf allir hlutirnir á réttum stað í vélinni. Hann sagði því hlæjandi að á endanum hefði hann hugsað „jæja þetta er nóg“ og kallað til „liðsfundar“ eins og hann kallaði það. Þar fór hann yfir hvernig væri best að setja í vélina. Réttarhöldin halda áfram í dag. Fótbolti Heimilisofbeldi Mál Ryan Giggs Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Annan daginn í röð bar Giggs vitni og að þessu sinni brotnaði hann niður í réttarsalnum og grét. Gerðist það í kjölfar þess er hann var beðinn að rifja upp kvöldið þegar hann var handtekinn, kvöldið sem hann er ásakaður um að skalla Kate og gefa Emmu olnbogaskot. Þegar Giggs var beðinn um að rifja upp hvernig það var að eyða nóttinni á Pendleton lögreglustöðinni þá brotnaði leikmaðurinn fyrrverandi niður. „Sú nótt var versta upplifun ævi minnar,“ sagði Giggs eftir að hafa fengið augnablik til að jafna sig. Worst experience of my life - Giggs breaks down in tears as he recalls his night in a police cell.Day 8: the cross-examination.Giggs admits his messages to Kate Greville - evil, horrible c*** - could look threatening and bullying. Full report https://t.co/3vbxKpwHgl— Daniel Taylor (@DTathletic) August 17, 2022 Í kjölfarið var hann spurður spjörunum úr af Peter Wright, saksóknara málsins. Giggs var spurður hvort hann væri skapvargur, sjálfselskur og svikull maður með stuttan kveikiþráð ásamt því að vera öfundsjúkur og gaslýsa maka sinn er hann væri spurður út í hegðun sína. Giggs viðurkenndi að hann gæti verið með stuttan þráð en neitaði öðrum ásökunum. „Þú hélst, hvað einkalíf þitt varðar, að þú gætir gert það sem þér sýndist og komist upp með það? Alveg þangað til lögreglan kom. Það er sannleikurinn, ekki satt? Þú trúðir því alveg þangað til konan sem þú hafðir stjórnað og kúgað í fleiri ár steig upp gegn þér,“ spurði Wright einnig. Giggs neitar því að hafa skallað Kate Chris Daw, lögmaður Giggs, spurði hann beint út hvort hann hefði viljandi skallað Kate í andlitið. Leikmaðurinn fyrrverandi neitaði. Giggs sagði að þau hafi verið að rífast og hann hafi verið símann hennar Kate, hún hafði áður tekið símann hans svo þetta var ekkert nýtt. Þau runnu og það endaði þannig að hann lá ofan á henni. Kate hafi þá tekið upp á því að reyna sparka í höfuð hans sex eða sjö sinnum. „Ég var bara að verja höfuð mitt,“ sagði Giggs. Áfram héldu stimpingarnar og samkvæmt Giggs rákust höfuð þeirra saman eftir að Kate hafði gripið í úlnlið hans. Giggs sá í kjölfarið að hún var slösuð en hún féll aftur á bak sagði hann. Það var þá sem Emma hringdi á lögregluna. „Ég sá að andrúmsloftið hafði breyst og þær (systurnar tvær) voru að saka mig um eitthvað sem ég hafði ekki gert. Ég var ringlaður og hræddur þar sem þetta leit nú út fyrir að vera allt öðruvísi en það sem í raun og veru gerðist. Ég var hræddur,“ sagði Giggs um atvikið. Viðurkennir að hafa leikið sér að tilfinningum Kate Giggs viðurkenndi að hann hefði sent smáskilaboð á þáverandi kærustu hennar til að leika sér að tilfinningum hennar. „Ég mun ofsækja þig (e. stalk) eins og óður maður, þú veist hversu góður ég er í því,“ stóð í einum smáskilaboðunum. Giggs viðurkenndi einnig að hann hefði mætt óboðinn í íbúð Kate og fyrir utan líkamsræktarstöðina hennar. Aðspurður hvort hann væri að ofsækja hana á samfélagsmiðlum þá sagðist hann ekki vita hvort hann væri að því eður ei. Aðspurður út í tölvupósta sem hann hafði sent Kate þá viðurkenndi Giggs að þeir litu út eins og hótanir. Einnig viðurkenndi leikmaðurinn fyrrverandi tölvupóstarnir létu hann líta út eins og fant sem væri afbrýðisamur. Greville hafði ásakað Giggs um að henda fartölvutösku í höfuð sitt og að höggið hefði skilið eftir sig stóra kúlu. Er hann bar vitni sagði Giggs að umrætt atvik hefði aldrei átt sér stað. Varðandi þvottavélina Kate hafði áður sagt að Giggs hefði notað uppþvottavél heimilisins til að gera lítið úr henni með því að segja að hún gæti ekki eldhúsáhöld rétt í hana. Giggs þvertók fyrir það en sagði að hann hefði á endanum kallað til „liðsfundar.“ Ástæðan var sú að á meðan Covid-19 stóð sem hæst bjó Kate honum sem og dóttir hans og kærasti hennar. Vélin var reglulega fyllt og að mati Giggs voru ekki alltaf allir hlutirnir á réttum stað í vélinni. Hann sagði því hlæjandi að á endanum hefði hann hugsað „jæja þetta er nóg“ og kallað til „liðsfundar“ eins og hann kallaði það. Þar fór hann yfir hvernig væri best að setja í vélina. Réttarhöldin halda áfram í dag.
Fótbolti Heimilisofbeldi Mál Ryan Giggs Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira